Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Blaðsíða 11
PV Helgarblað FÖSTUÐAGUR 23. NÓVEMBER 2007 11 KEYPT HLUTABRÉF fyrír hundrað milljónir þann 22. maí 2007. Virði þeirrar upp- hæðar í dag er: Bakkavör: Exista: FLGroup: Glitnir: Kaupþing: Landsbankinn: 78,5 milljónir 77,2 millj> 72 millj' 90,9 millji 81,35 millji 98,7 millj' Straumur-Burðarás: 73,2 milljón ónir ónir ónir ónir ónir ir „Ég held að efmaður skoðar íslenska fjár- málakerfíð, þá eru undirstöðurnar mjög góðar. Það ætti að geta staðið afsér ansi margt. Það ersamt hægt að beygja öll tré þangað tilþau brotna." fer ákveðið sálfræðistríð af stað milli manna sem veldur því að þeir horfa meira í kringum sig og hugsa um aðra en að hugsa um eigin fyrirtæki. Lækkun FL Group mikil Lækkun hlutabréfa fjárfest- ingarfélagsins FL Group á þriðja ársfjórðungi þessa árs og það sem af er síðasta ársfjórðungi hefur numið allt að 50 millj- örðum króna. Eigið fé félagsins hefur lækkað það sem af er ári úr 47 milljörðum króna í 29,5 milljarða. í uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung kom fram að tap félagsins hefði numið tut- tugu og sjö milljörðum króna. Það má rekja til taps af rekstri AMR, sem er móðurfélag bandaríska flugris- ans American Airlines. FL Group er í hópi stærstu eigenda félagsins en eignarhlutur þeirra er rétt innan við tíu prósent. Danskir fjölmiðlar hafa gert því skóna að FL Group gæti neyðst til að selja hlut sinn í dönsku brugg- verksmiðjunni Royal Lfnibrew, sem framleiðir Faxe-bjórinn. Eign- arhlutur FL Group í félaginu er um 25 prósent. Halldór segir að ekkert sé hæft í frétt danskra fjölmiðla um framtíðarhorfur Royal Unibrew. Bréf í verksmiðjunni hafa lækkað töluvert á síðustu misserum, líkt og verðmæti bréfa FL Group í hinum þýska bankanum Commerzbank og finnska flugfélaginu Finnair. Bandaríkin ráða ferðinni Áhrif hlutabréfalækkunarinnar hefur slæm áhrif á þá einstaklinga sem eru skuldsettir en hefur ekki jafn mikil áhrif á þá sem eiga fjármagn inni í banka. Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Islands, segir að niðursveifl- an um þessar mundir sé dýpri og hafi varað lengur en margir bjuggust við. „Þeir sem eru mjög skuldsettir og treysta mikið á lánsfé finna mest fyrir þessu. Fyrir fólkið í landinu eru þetta ekki góðar fréttir. Það er minna láns- fé í umferð sem leiðir til þess að vext- ir fara hækkandi." Aðspurður hvort hægt sé að tala um yfirvofandi kreppu segir Gunn- ar að erfitt sé að segja til um það. „Það er klárt að það er niðursveifla um þessar mundir. Menn fylgjast vel með. Þessi lán hjá bandarísku bönk- unum áttu ekki að hafa svona víðtæk áhrif," segir Gunnar. FJÁRMÁLAKREPPUR í SÖGUNNI Þekktasta fjármálakreppa sögunnar er án efa kreppan mikla sem átti einnig rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna. Hún byrjaði árið 1929 og hafði víðtæk áhrif (efnahagskerfi heimsins. Þá var talað um að eitt prósent þegnanna ætti um 85 prósent allra eigna. Þá var mikill skortur á eftirliti og stjórn efnahags- mála og var frumskógarlögmálið látið gilda. Þessi skyndilega fjárþurrð í Bandarikjunum þýddi kreppu í Evrópu sem einnig teygði anga sina til Islands. Peningamálastjórnunin í Bandaríkjunum brást rangt við samdrættinum sem varð til þess að samdrátturinn jókst enn meira. Eignir strokuðust út og fyrirtæki fóru á hausinn sem leiddi til atvinnuleysis. Auk kreppunnar miklu árið 1929 má nefna Suðaustur-Asíu-kreppuna sem varð á tiunda áratug síðustu aldar og kreppuna í Suður-Ameríku sem var einna mest áberandi í Argentfnu undir lok sfðasta áratugar. Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.