Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007
HelgarblaS DV
HVERT SJALFSVIG
Salbjörg Bjarnadóttir er geðhjúkrunar-
fræðingur og verkefnastjóri verkefnisins
Þjóð gegn þunglyndi hjá Landlæknis-
embættinu. Því starfi hefur hún gegnt í
fimm ár í tengslum við sjálfsvígsforvarn-
ir á vegum embættisins. Salbjörg situr'í
fagráði ásamt sex öðrum.
ANNA KRISTINE
bladamadur skrifar: annakristine@dv.ls
„Hlutverk mitt er að halda utan
um fræðslu tii faghópa, sjá um
daglegan rekstur verkefnisins og
samskipti og samvinnu við ólíka
hópa fagfólks, grasrótarsamtök
og almenning," segir Salbjörg
um starfssvið sitt. „Fagráðið fór
fljótlega að skoða hvað væri búið
að gera í þessum málaflokki áður
og eins hvað aðrar þjóðir unnu
að. Við ákváðum að fylgja eftir
forvarnarverkefni sem Þjóðverjar
höfðu farið af stað með og staðfæra
það upp á íslenskan veruleika.
Verkefnið köllum við Þjóð gegn
þunglyndi. Nú hafa þegar sextán
aðrar þjóðir unnið á svipuðum
nótum og stofnað European Alli-
ance Against Depression (EAAD)
sem við erum aðilar að. Reyndar
útfærðum við verkefnið víðar
þar sem okkur þótti mikilvægt að
koma fræðslu um þunglyndi og
sjálfsvígsatferli sem víðast inn í
samfélagið þannig að fólk verði
vakandi fyrir einkennum sem hafa
ber í huga."
Hver eru þau?
„Það eru einkenni eins og fram-
taksleysi, fólk dregur sig í hlé, mikl-
ar hluti fyrir sér og stundum koma
líkamleg einkenni fram."
þann stuðning sem þau þurfa
hverju sinni. Þá má einnig hrósa
skólakerfmu fyrir lífsleiknikennslu
þar sem börnum er kennt að
þekkja tilfinningar sínar, setja sig í
spor annarra og og ræða það sem
er jákvætt ekki síður en það sem
er erfitt. Eins hafa flestir skólar nú
viðbragðsáætlun er dauðsfall eða
annað alvarlegt áfall verður í hópi
kennara, nemenda eða foreldra.
Með því að hafa slíka áætlun
verður allt skipulag betra, allir vita
hver ber ábyrgð á að hafa samband
við hvern, stuðningur og samstarf
fjölskylduognánustuvinaogbekkj-
arfélaga fer fljótt í gang. Svona við-
bragðsáætlun mættu fleiri taka sér
til fyrirmyndar."
Hægt að vekja fólk
til umhugsunar
Hvaö er hœgt aö gera til aö
sporna við þessari miklu vanlíöan
fólks, þannig að það grípi ekki til
þessara örþrifaráða?
„Það er ekkert eitt ráð við þessari
spurningu og ég veit að við getum
því miður aldrei komið í veg fyrir
öll sjálfsvíg. Við getum hins vegar
vakið fólk til umhugsunar um að
vera vakandi fyrir einkennum
kvíða og þunglyndis hjá sínum
nánustu. Við þurfum að muna að
þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar
geta verið svo alvarlegir að þeir
leiða til dauða. Við erum þá ekki
einungis að tala um sjálfsvíg heldur
líkadauðaþarsem aðrirsjúkdómar
koma við sögu en einstaklingurinn
er ekki meðvitaður um eða hirðir
ekki um að leita sér aðstoðar. Ég
held að við þurfum að gefa okkur
tíma til að tala við þá sem standa
okkur næst, vera vakandi fyrir
líðan hvert annars, þora að leita
okkur aðstoðar eða benda þeim
sem okkur þykir vænt um að leita
sér aðstoðar. Það er fuilt af góðu
fagfólki til sem getur aðstoðað
þegar lífið er erfitt. Eins tel ég að
samstarf foreldra og skóla sé mjög
mikilvægt. Það eru oft kennarar
sem sjá fyrstir vanlíðan barna
og ungmenna og því eru þeir í
fykilhlutverki tii að grípa inn í og
í hverjum skóla er aðgangur að
fagfólki sem getur brugðist við með
fyrsta kontakt og verið í samstarfi
við foreldra. Við verðum líka að
muna eftir því að þegar einn veikist
í fjölskyldu hefur það áhrif á alla
í fjölskyldunni. Því er mikilvægt
að bæði foreldrar og börn fái
Sex lykilatriði til að ná bata
og viðhalda honum
Hver er þín skoöun á lyfjagjöf?
„Umræðan um lyf hefur oft
verið hávær og talað um að lyfjagjöf
sé beitt ómarkvisst. Ég tel að við
eigum mjög góða lækna og held að
við eigum að treysta á að þeir gefi
lyf vegna þess að þeirra er þörf.
Við vitum að þunglyndislyf hafa
hjálpað mörgum og stundum er
ekki hægt að byrja á annarri aðstoð
fyrr en lyfin eru farin að virka. Það
er hins vegar alveg á hreinu að sá
sem á við geðröskun að stríða þarf
meira en lyf. Við leggjum mikla
áherslu á í allri okkar fræðslu að
það séu sex atriði sem þarf að hafa
í huga til að ná bata og viðhalda
honum. Þau atriði sem við tölum
um eru:
Viðtöl við fagaðila þar sem ein-
staklingur getur rætt um líðan sína,
samskipti við aðra og er hjálpað til
að sjá lausnir sem gætu gert lífið
léttara.
Lífsstílsbreytingar svo sem hvað
varðar hreyfingu, mataræði, svefn
og neyslu áfengis- og vímuefna,
sem mjög mikilvægt er er að hætta
á meðan á þunglyndinu stendur
en það er vitað að áfengi og önnur
vímuefni geta gert þunglyndið enn
erfiðara.
Fræðsla um orsakir og afleið-
ingar þunglyndis bæði fyrir þann
sem þjáist af sjúkdómnum og ekki
síður til nánustu ættingja og vina.
Lyf eru oft nauðsynleg,
stundum tímabundið, stundum
til lengri tíma. Mikilvægt er að
útskýra vel virkni lyfjanna og
eins þær aukaverkanir sem geta
komið. Með því eru meiri líkur
á að einstaklingurinn verði fús
til samvinnu og taki lyfin rétt og
minnki þau eða hætti í samráði við
iækni sinn.
Fjölskyldustuðningur því mjög
mikilvægt er að fjölskyldan sé með
í ráðum því það er jú oftast hún sem
er í mestum tengslum við þann
sem varð veikur og býr jafnvel með
einstaklingnum. Bjóða þarf upp á
hjónaviðtöl og fjölskylduviðtöl auk
þess sem stuðningur inn á heimilið
getur verið nauðsynlegur. Ávallt
þarf að gefa líðan barna gaum
sem búa við að foreldri glímir við
geðrænan vanda og bjóða upp á
stuðning.
Eftirfylgd. Það hefur oft ver-
Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkr-
unarfraeðingur „Á hverju ári eru yfir
tvö þúsund nýir syrgjendur."
mælt með að forðast einangrun og
bent á ýmis úrræði sem eru í boði
eins og Hugarafl, Geðhjálp, klúbb-
inn Geysi og athvörf Rauða kross-
ins, sem öll vinna mjög áhuga-
verða og uppbyggilega vinnu með
þeim sem sækja staðina. Því er oft
ábótavant að einstaklingar haldi
sig við meðferðina; viðkomandi
finnst hann oft ekki þurfa meira og
hættir að mæta eða taka lyfin og þá
getur sjúkdómurinn tekið sig upp
aftur. Því er nauðsynlegt að vera í
góðu samstarfi við viðkomandi og
hlusta á hvað hann hefur til mál-
anna að leggja."
ið gagnrýnt að eftirfylgd sé ekki
næg. Góð eftirfylgd er nauðsynleg
og getur komið í veg fýrir að ein-
staklingur veikist það alvarlega
að hann þarfnist innlagnar. Því er
nauðsynlegt að brýna fyrir not-
andanum að mæta í viðtöl, taka
lyfin rétt og í nógu langan tíma og
vera í góðum tengslum við ætt-
ingja, vini, skóla og/eða vinnuum-
hverfi ef það er til staðar. Eins er
Hvert sjálfsvíg er harmleikur
„Mikilvægt er að muna að hvert
sjálfsvíg er harmleikur. Sá sem
ákvað að svipta sig lífi hefur af ein-
hverjum ástæðum verið kominn í
þrot með lífið. Það er ekki víst að
hann hafi langað til að deyja en
viðkomandi fannst bara svo erf-
itt að lifa í vanlíðan sinni. Hvert
sjálfsvíg og einnig alvarleg tilraun
til slíks, getur haft alvarleg og lang-
vinn áhrif á fjölda einstaklinga í
umhverfi viðkomandi. Við þurfum
að muna að bak við hvern einstakl-
ing sem sviptir sig lífi er fjöldi fólks
sem syrgir. Það má búast við að
það séu um og yfir tvö þúsund nýir
syrgjendur á hverju ári sem bætast
við þá sem enn eru að syrgja frá því
á árunum á undan og þar af eru að
minnsta kostí 150 til 200 manns
foreldrar, makar, börn, systkini
sem þarfnast frekari aðstoðar ár
hvert. Þessir einstaklingar spyrja
sig oft ýmissa áleitinna spurninga
sem erfitt er að spyrja og fá eða
engin svör eru við. Spuminga eins
og: Af hverju hún, hann? Hefði ég
getað gert eitthvað til að koma í veg
fyrir harmleikinn? Stundum kenna
syrgjendur sér um hvernig fór.
Stundum einangra þeir sig af ótta
við höfnun eða dóma umhverfis-
ins. Það er því mikilvægt að leyfa
þeim að ræða málin og minna á að
það er sá sem svipti sig lífi sem ber
ábyrgðina. Það var hann/hún sem
svipti sig lífi."
Syrgjendur þurfa á umhyggju
að halda
„Ef sjálfsvíg verður innan fjöl-
skyldunnar eða í vinahópi þarf að
sinna nánustu aðstandendum vel.
Syrgjendur þurfa á umhyggju að