Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 Helgarblað DV Táragasið Rani er [ hjólastól eftir skotárás. Hann flýr hér undan táragasi (sraelskra hermanna. í þessari árás var skotið á fólk bæði með gúmmíkúlum og blýkúlum. Heilbrigðisráðherra Hér er Sveinn Rúnar á fundi með heilbrigðisráðherra, dr. Basem Naim. Naim er nánasti samstarfsmaður Ishmaels Hanieh forsætisráðherra. Skortur á lyfjum og mat á herteknu svæðunum í Palestínu er nú slíkur að það er spursmál um , nokkrar vikur þang- | að til heilbrigðiskerf- | ið hrynur endanlega. Meira að segja para- setamól er nú uppurið á Gaza-svæðinu," segir Sveinn Rún- ar Hauksson, læknir og formaður Félagsins fsland-Palestína. Sveinn kom í vikunni úr einni af sínum fjöi- mörgu ferðum til fsraels og Palest- ínu, þar sem hann vann sjálfboða- vinnu og kynnti sér aðstæður fólks á hernumdum svæðum. Sveinn segir að nú sé við lýði hrein og klár aðskilnaðarstefna af hálfu ísraelsmanna. Saklausir borg- arar séu viðstöðulítið áreittir með gúmmíkúlnahríð og árásum með táragasi. Börn séu áreitt og hrelld á leið til skóla og landtökufólk sé hrak- ið úr vistarverum sínum, klæðalítið og smánað. Lausnin, að mati Sveins, er borðleggjandi, og hefur verið um langt skeið. „Trúarbrögðin eiga ekki að vera þrándur í götu. Fyrst og fremst þarf að fara að alþjóðalög- um og samþykktum um mannrétt- indi og meðferð fólks á herteknum svæðum," segir Sveinn Rúnar. Börnunum ógnað í þetta skiptið hélt Sveinn Rún- ar til Palestínu í októberlok. „Við byrjuðum á því að fara til Hebron. Þangað hef ég oft farið áður, en í þetta skiptið varð þetta að heilm- ikilli lífsreynslu. „Ég heimsótti þarna hóp fólks sem hefur tekið sér stöðu við varðstöðvar og reynt að verða til þess að fólk fái að fara leiðar sinnar, meðal annars með því að fylgja börnum í skólann og reyna að hindra að þau verði fyrir grjótkasti frá landtökufólki. Það er mjög algengt að Palestínumenn á landtökusvæðunum séu hreinlega terroriseraðir þangað til þeir gefast upp og fara," segir Sveinn. Hann segir að verst hafi verið að koma inn í gamla bæinn í Hebron. Þangað hafi nú flutt landtökufólk, sem hrakið hefur Palestínumenn á brott úr húsum sínum. „Þarna hagar fólk sér á mjög ógeðfelldan og hættulegan hátt, bæði gagnvart börnum og öðrum. Það er ráðist inn í hús Palestínumanna, allt er brotið og bramlað, fólk er svívirt og börnin hrelld. Fólki er svo hótað morðum og nauðgunum. Öllum brögðum er beitt. Meðal annars hefur land- tökufólkið opnað skólprásir þannig að viðbjóðurinn rennur meðfram görðum og útidyrum hjá Palestínu- mönnum. Við þessu er ekkert að gera, enda vomir herinn yfir öllu og þannig styður hann þetta framferði landtökufólksins." Eignarréttur frá guði Sveinn segir landtökufólkið, sem jafnt og þétt hefur sótt inn í gamlar byggðir Palestínumanna og tekið af þeim hús og landrými, vera fast í gömlu og öfgafullu hugmyndakerfi. „Þetta fólk hefur þær hugmyndir að það eitt að vera fæddur gyðingur gefi því fullan rétt á að koma og reka alla aðra burt sem fyrir eru, jafn- vel þó að um sé að ræða fjölskyldur sem þarna hafa búið kynslóð fram af kynslóð. Lögmæt skjöl um eign- arrétt hafa ekkert að segja, enda kveðst þetta fólk hafa sinn óskor- aða eignarrétt beint frá guði," segir Sveinn. Hann bendir á að strangt til tek- ið séu þessar tilvísanir í Biblíuna á afar veikum grunni byggðar. „Þetta er svipað og ef íslendingar myndu krefjast konungsdæmis í Svíþjóð og Noregi, bara af því að við getum rak- ið ættir okkar til norrænna kónga." Sveinn segir að í samtölum sín- um við Suður-Afríkubúa sem unn- ið hafi í Palestínu sé alveg ljóst að ástandið einkennist af aðskilnað- arstefnu, ekki ósvipaðri þeirri sem hvíta minnihlutastjórnin í Suður- Afríku hélt úti um langt skeið. „Þessi samlíking er svo raunveruleg að ís- raelar hafa þegar úthrópað Des- mond Tutu biskup og baráttumann fýrir mannréttindum í Suður-Afríku, sem gyðingahatara. f miöri árás Þessar hrellingar ísraelska hers- ins á Palestínumönnum eru það viðvarandi og algengar að Sveinn varð sjálfur fyrir táragasárás ísra- elsks herliðs við Bi'lin. Þar safnast Palestínumenn saman á hverjum föstudegi og mótmæla hertökunni. Sveinn var viðstaddur slík mótmæli þann 9. nóvember síðastliðinn þeg- ar herlið varpaði táragassprengjum á lýðinn og skaut gúmmfkúlum. „Ég hef margsinnis fjarlægt gúmmíkúlur úr fólki. Þessar árás- ir eru hversdagslegar og algengar. Ég var þarna ásamt samferðamanni mínum, dr. Ben Alof og Rani vini mínum. Þetta var á alþjóðlegum baráttudegi gegn aðskilnaðarmúrn- um sem ísraelsk stjórnvöld hafa reist. Það var skotið á okkur bæði gúmmíkúlum og raunverulegum blýkúlum," segir Sveinn. Hann segir gúmmíkúlurnar vera stóhættulegar og valda iðu- lega miklum skaða á holdi. Táragas- sprengjunum sé iðulega skotið beint á fólk og það sé ekki síður hættulegt. „Það er hins vegar til marks um það hversu algengar þessar árásir eru að Rani vinur okkar, sem nú er í hjóla- stól eftir að hafa verið skotinn í bak- ið, sést forða sér frá árásinni með bros á vör, þegar myndirnar sem við tókum eru skoðaðar," segir Sveinn. Læknir öllum stundum Félagið Island-Palestína verður tuttugu ára gamalt þann 29. nóv- ember. Þann sama dag eru sextíu ár liðin frá samþykkt Sameinuðu þjóð- anna um að Palestínu yrði skipt upp í tvo hluta. Þessi dagur var valinn sem alþjóðlegur samstöðudagur til stuðnings réttindabaráttu palest- ínsku þjóðarinnar. Á þessum tuttugu árum hafa Sveinn Rúnar og aðrir meðlimir í félaginu ferðast vítt og breitt um svæðið og stundað sjálfboðavinnu. „I og með hef ég starfað sem læknir í þessum ferðum. Ég er náttúrulega læknir öllum stundum. Á seinni árum hef ég farið margar ferðir, ekki sjaldnar en einu sinni eða tvisvar á ári, einkum sfðan 2002. Þá gerðist það í apríl að Israelsher hertók allar borgirnar, réðst inn í allar borgirn- ar sem Palestínumenn höfðu fengið aftur í kjölfar Oslóarsamkomulags- ins svokallaða," segir hann. Um var að ræða svokölluð A-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.