Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Qupperneq 19
mmmmm
DV Umræða
FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 19
I
I
|
I
íOiHf! Ótafur Jóhannesson
landsliðsþjálfari islands fær
minusinn fyrir hönd landsliðsins eftir
enn eitt tap liðsins gegn Dönum. 3-0
ósigur var staðreynd og enn verður
bið á þvi að Danir liggi i þvi.
SPURNINGIN
VORU BATAMERKI Á
ÍSLENSKA LIÐINU?
„Nei, því miður virðast batamerki ekki
vera sjáanleg. Ég spáði leiknum 3-0 og
það gekk eftir. Við erum einfaldlega
númeri of litlir fyrir Danina. Það þarf
að stokka spilin vel innan knattspyrnu-
hreyfingarinnarog menn fara í góða
naftaskoðun," segir Hermann Gunnars-
son, fjölmiðlamaður og fyrrverandi
landsliðsmaður Islands (knattspyrnu.
(sland tapaði 3-0 fyrir Danmörku á
Parken í Kaupmannahöfn. Þetta var
fyrsti leikur liðsins undir stjórn nýs
þjálfara, Ólafs Jóhannessonar.
Hermann er síðasti Islendingurinn til
að skora á Parken en markið kom fyrir
40árum.
DVerlinídag
Rekstrartap á Jámblendinu
verður rúmar 100 milljónir
DVFYRIR
25ÁRUM
Víkingaþorp Gamalt og nýtt mætast á þessari mynd. Skipið sést hér sigla út úr höfninni og tignarlegur
turninn á Fjörukránni er í forgrunni. DVMynd - Stefán
MYNDIN
Þegjandi þjóð
Sandkassinn
ÞAÐ VIRÐIST VERA þannig að um
leið og við leysum einn vanda
eða læknum
sjúkdóm, þá
verður bara
annar til. Og
ekki síður alvar-
legri. Við erum
búin að koma í
veg fyrir farsótt-
ir af ýmsu tagi,
en sjúkdómar
21. aldar eru þess í stað farnir að
láta á sér kræla. Tanórexía, eða
brúnkusýki virðist vera alvarlegur
sjúkdómur sem hefur óútreikn-
anlegar afleiðingar og heltekur
sjúklinginn. Auk þess að geta leitt
til húðkrabbameins hefur tanór-
exían aðrar hliðar. Ég las frétt um
daginn hér í blaðinu þar sem sagt
var frá því að hvati þess að ungl-
ingsstrákar gerðu þau hræði-
legu mistök að ræna kjörbúð, var
brúnkufíkn. Þeir voru blankir og
vantaði pening til þess að komast
í ljós.
Á söguöld skoppaði Gunnar á
Hlíðarenda hæð sína í öllum her-
klæðum og dæmdur útigangsmað-
ur sneri hann aftur í hlíðina fögru.
Njáli bauðst útganga úr brennandi
bæ sínum og Bergþóru einnig en
hjónin kváðu eitt skyldi yfir bæði
ganga. Jón Arason lét höfuðið fyrir
trú sína og nafni hans Sigurðsson
stóð andspænis yfirgangi Dana og
mótmælti fyrir hönd þjóðarinnar.
Á degi íslenzkrar tungu nýver-
ið, átti einn okkar mesti skáld-
mæringur 200 ára afmæli. Þar kom
fram blaðlaus og innblásinn fyrr-
verandi biskup, nærri aldargamall,
og messaði meistaralega á meðan
ráðamenn við skyldustörf lásu af
blöðum. Hitinn sem fylgir þeirri
nautn að hafa hugsjón og fylgja
henni eftir einkenndi mál öldungs-
ins, hitt nenni ég ekki að nefna. Vel
má vera að stríðalinni þjóð skorti
tilefni og flestír ófúsir að hætta
fengnum hlut eða framavon. Nú-
tímahetjur eru þó til, borgarstýra
ein fyrrverandi vatt sér nánast ein
út á vígvöllinn og hækkaði laun
þurfandi, önnur rak heilan borgar-
stjórnarmeirihluta á hol með skel-
eggri framgöngu og einn sneri aft-
ur úr útíegð og keypti allt fsland.
Vér hérlendir erum því ekki alveg
uppiskroppa þótt þegjandahætt-
inum vaxi ásmegin.
Læknastéttin er nærtækt dæmi
um kjaftteppu. Margir þar inn-
anborðs vita enga þörf á nýju há-
tæknisjúkrahúsi, kannast við óráð-
síuna sem fyrir er, óeininguna og
ófyrirséðan kostnað. Menn skríða
Eða eins og ein al-
þýðuhetjan orðar
það: Alltkveikt
en enginn heima
meðfram veggjum pískrandi en
þegar til kemur segir enginn orð.
Sama gildir um lyfjaausturinn,
lyfjaokrið, vottorðafrumskóginn,
biðlistana, að ekki sé talað um
alla sjálftökuna. Allt bullandi heit
heilbrigðismál og engin viðbrögð.
Eða eins og ein alþýðuhetjan orðar
það: Allt kveikt en enginn heima?
Á fleiri sviðum þjóðlífsins rík-
ir þögn. Nefni brottkast fisks sem
orðið er svo mikið að það er nánast
sjálfbært, samt segir enginn neitt,
leigumarkaðurinn rjúkandi rúst,
enginn segir neitt, vanmat kenn-
ara- og aðhlynningarstarfa, enginn
segir neitt, þjónustugjöld, papp-
írsgjöld, stímpilgjöld, innheimtu-
gjöld, uppgreiðslugjöld, enginn
segir neitt. Allt viðgengst og eng-
inn segir neitt á meðan grísinn
veltir sér rymjandi yflr á hina hlið-
ina. Ég veit hreinlega ekki hvar
við værum ef Bubbi elskaði ekki
Brynju...
ÞETTA ER EKKI eini áður óþekktí
sjúkdómurinn sem blossað hefur
upp á 21. öldinni. Ég get nefnt
hinn erfiða sjúkdóm ástar- og
kynlífsfíkn, sem hefur dregið
marga niður með sér og splund-
rað fjölskyldum. Þá má auðvitað
minnast á netfíkn sem hefur leitt
til sjálfsvíga og sambandsslita
hjá fólki. Og svo ég gleymi því
ekki að minnast á sjúkdóma eins
og vöðvafíkn, offitu og króníska
sinaskeiðabólgu sem stafar af
of mikilli lyklaborðsnotkun. Ó,
sú þjáning að vera íslendingur í
heimi velmegunar.
I MfNUM HUGA virðumst við þrátt
fyrir hina miklu erfiðleika sem
sjúkdómar 21. aldarinnar hafa
fært okkur, hafa það sæmilega
gott. Það virðist nefnilega sann-
ast hvað eftir annað að maður-
inn er fullkomlega fær um að
tortíma sjálf-
um sér. Ég les í
sögubókum um
svartadauða
sem þurrkaði
út heilu kyn-
slóðirnar og
sé fréttir þar
sem eyðni og
malaría draga
milljónir barna til dauða í Afr-
íku. En við Vesturlandabúar lát-
um ekki deigan síga. Við búum
okkur bara til glænýja sjúkdóma
og kveljumst með.
Blaða-maðurKK-starfsmaður blaðs, sá sem hefur atvinnu
af að skrifa í blöð - íslensk orðabók
* „Ég heiti Sigurjón M. Egilsson og er ritstjóri DV.
Mér er ekki sama hvernig fjölmiðlum er stjórnað
eða hvernig fréttir þeirra eru unnar. Sjálfstæði,
kjarkur og sanngirni skiptir öllu hjá f jölmiðli eins
og DV. Fólk á skilið dagblað sem talar þeirra máli.
tala bínu máli."