Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Síða 23
DV Menning FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 23 Teikningar úr þjóðsögum Hinn iandskunni teiknari Halldór Baldursson verður með leiðsögn um sýninguna Þjóðsögur - (slenskar munnmælasögur í Ásmundarsafni á sunnudaginn klukkan 14. Þar stendur nú yfir sýning íslenskra teiknara sem tókust á hendur það verkefni að myndskreyta þjóðsögur úr munnlegri geymd. Á meðal teiknaranna eru Brian Pilkington, Freydís Kristjánsdóttir, Gunnar Karlsson, Sigrún Eldjárn og Halldór sjálfur. Kvikar myndir Sýningin Kvikar myndir verður opnuð á morgun klukkan 15 í Listasafni AS( í tilefni af 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar. Meðal verka á sýning- unni eru málverk eftir Þórarin B. Þorláksson af fyrsta skipsbruna í Reykjavíkurhöfn, eitt af fyrstu kvikmyndaverkum Dieters Roth sem tekið var að hluta til í Slippnum og röð sjálfsmynda sem Megas vann þegar hann starfaði sem verkamaður við Faxaskála. mér gengur vel, ég er með minn góða front. Og svo hefði ég bara fagnað út- gáfu verksins með vindli, kom'aki, nógu af rauðvíni og öllu því. Ég hefði þá ver- ið í því sem við köllum afneitun. En ég hallast oft að einhvers konar örlagatrú sem er ýjað að sem einum möguleika í sögunni, að svona hafi þetta átt að vera. Að við höfum verið leiddir sam- an því við áttum að hittast." Sannur skáldskapur Bókin er að stórum hluta byggð upp á bréfum sem Einar Þór og kær- asta hans, sem í bókinni er kölluð Eva, sendu á milli sín þegar Einar Þór var í gæsluvarðhaldi. Einar Már segir að þegar hann hafi séð hin raunverulegu bréf sem Einar Þór og Eva sendu hafi hann séð í leiftursýn að þama væri eitthvað fyrir hann. „Svo bý ég til sög- una upp úr bréfunum og skapa þannig lagað persónumar þótt þær eigi sér fyrirmyndir, eins og eiginlega allar persónur í mínum sögum, sérstaklega í seinni tíð," segir Einar. Þessar vangaveltur um hversu mikla stoð bækur hans eigi í raunveru- leikanum em kannski orðnar klisja, en Einar kemur inn á þær á einum stað í Rimlum hugans þar sem hann seg- ist oft vera spurður að því þegar hann kynni verk sín hvort þau séu sannleik- ur eða skáldskapur. Einhveiju sinni hafi hann verið að láta þetta fara í taugarnar á sér og þá hafi mamma hans ráðlagt honum að segja að þetta sé sannur skáldskapur. „Mér finnst mamma hitta þar naglann á höfúðið. Hún gerði það nú býsna oft. En þessar vangaveltur hafa verið lengi í gangi. Ég nota oft þessa ytri ramma, til dæmis aldur á fólki, þjóðfélagsstöðu og híbýli. Skáldið kafar svo ofan í svörtu holur gleymskunnar. Með skáldskapnum er að mínu mati hægt að kynnast öllu. Þú þarft ekkert að vita það. Skáldskapur- inn gerist einhvem veginn í einhverju rými á milli þess sem þú veist og veist ekki," segir Einar og bætir við að bréfa- skipti Einars Þórs og Evu í bókinni séu dæmi um þetta. I raunverulegum bréf- um þeirra kynnist hann persónunum vel, sæki ákveðið andrúmsloft og nái stundum í trúverðugt orðalag. „Svo em setningar sem segja mér rosalega mikið eins og setning Einars Þórs: „Blýið er búið." Fyrir mér er hún bara póem. Og setning eins og þessi gefur mér tilefni til að kafa lengra í það hvað gerist þegar blýið er búið. Hún kemur aftur og aftur fýrir hjá mér. í ýmsum svona atriðum gat ég svo bara spurt þau," segir Einar en góður vinskapur er á milli hans og þeirra persóna sem Einar Þór og Eva em fýrirmyndir að. Drakk stjórnlaust við ákveðin tækifæri í bókinni lýsir Einar listilega vel að- draganda þess að hann fór í meðferð á Vogi fyrir tveimur árum. Hann segir að um svipað leyti og hann fékk bréf- ið frá Einari Þór hafi farið ferli í gang hjá honum þar sem hann þurfti mjög mikið að kljást við eigin áfengisneyslu. „Ég var mjög öflugur drykkjumaður en hafði ekki haft neitt sérstaldega erf- ið samskipti við Bakkus. Ég hafði alltaf litið á áfengi sem mjög gott meðal. Það var mér svolítið eins og bensín. Sagna- oh'a Hvað varðar vinnu og annað var ég mjög agaður. Ég var ekki að drekka við skrifin og hafði enga fyllibyttulifn- aðarhætti en alltaf þegar ég komst á einhvem frían sjó, til dæmis þegar ég kláraði bók, fannst mér bara alveg sjálfsagt að sulla svolítið." En svo fer brennivínið að trufla Einar mikið á árunum 2003 til 2005. „Á þessum tíma var ég alltaf að reyna að stjóma minni áfengisneyslu. Þeg- ar ég byrjaði að drekka ætlaði ég að reyna að hætta, en um leið og maður var hættur langaði mann mest til að byrja aftur. Maður lendir smám saman inni í svona þversögn. Fyrir mér er það andleg þráhyggja sem heltekur mann. WÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miöasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30-18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30-20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.ieikhusid.is Frelsarinn Gestasýning fim. 22/11 Hamskiptin Lau. 24/11 örfá sætl laus Konan áður Lau. 24/11, sun. 25/11 Skilaboðaskjóðan Fös. 23/11, örfá sæti laus, sun. 25/11 (tværsýn.) uppselt Barnasýningin Gott kvöld Sun. 25/11 Óhapp! Lau. 24/11 örfá sæti laus Hjónabandsglæpir Fös. 23/11 uppselt Langaði að vera hófdrykkju- maður „Sumir sjá þetta aldrei og lifa endalaust í þessu dllemma. Mig langaði alltaf að vera einhvers konar liófdrykkjumaðui en ég er rosalega feginn núna að liafa misst tökin og séð sjálfan mig í þessu Ijósi." Maður drakk stjómlaust við ákveðin tækifæri, án þess að hafa ætlað að gera það. Svo lofar maður sjálfum sér og öðrum að gera þetta ekki aftur, en svo stendur maður ekki við það sem þýðir að maður ræður ekki lengur við áfeng- isneyslu sína. Sumir sjá þetta aldrei og lifa endalaust í þessu dílemma. Mig langaði alltaf að vera einhvers konar hófdrykkjumaður en ég er rosalega feginn núna að hafa misst tökin og séð sjálfan mig í þessu ljósi." Var andlegur dagdrykkjumaður Einar segir að áfengisneysla sín hafi farið stigvaxandi eftir fertugt en hann var fimmtugur þegar hann fór í meðferðina fýrir tæpum þremur ámm. Þegar blaðamaður spyr hann hvort drykkjan hafi verið farin að auk- ast verulega hjá honum undir það síð- asta, hvort hann hafi til dæmis verið farinn að drekka daglega, segist Einar ekki mæla ofneyslu áfengis í magni. „Maður fann alltaf einhvem sem var verri, og gæti sjálfsagt ennþá verið í því. Myndin af drykkjumanninum í okkar samfélagi og tungumáli er fylli- byttan, ofdrykkjumaðurinn, sá sem er búinn að missa ailt frá sér og kominn í ræsið. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru eingöngu tvö prósent alkó- hóústa í ræsinu. Og ekki nema hluti þeirra sem em í ræsinu er alkóhólist- ar því menn lenda þar af ýmsum öðr- um ástæðum líka. En þú spyrð hvort ég hafi verið dagdrykkjumaður. Ég get svarað því með góðri samvisku „nei". En ég var andlegur dagdrykkjumaður. Það var sem sagt allt of miláð í mínu lífi sem snerist um áfengisneyslu. Maður tengdi áfengisneyslu við mjög margt af því sem manni þótti vænt um og skemmtilegt að gera." Vildi bjarga gamla Einari Einar segist ekki geta svarað því svart og hvítt hvemig það hafi breytt honum að setja tappann í flöskuna. „Ég vil meina að þetta sé svolítið köfl- ótt. Ég segi stundum við menn sem spyrja mig hvort ég sé ekki nýr mað- ur: „Nei, ég gerði þetta til að bjarga þeim gamla." En með því að bjarga þeim gamla hugsa ég að ég sé að hluta til nýr maður. Ég finn að það hef- ur gerst ofboðslega margt gott síðan ég hætti að drekka. Það er náttúrlega fyrst og fremst þetta að vinna í sjálf- um sér, eins og það er kallað. Aðalat- riðið er hins vegar það að maður sér ekki hvernig maður var, fýrr en maður er orðinn eins og ég er. Ég er því alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Fyrir mér er það sem ég er að gera núna með því að vera edrú andlegt ferðalag. Sumir spyrja mig hvort ég sé betri að skrifa. Eg hætti ekki að drekka til að verða betri rithöfundur." Varstu alveg nógu góður? „Ég var alveg nógu góður ef því er að skipta," segir Einar og hlær. „Það er oft sagt að áfengisneysla gefi ölkunum dálítinn kraft um tíma. Við viljum sanna okkur og til að geta slakað á með Bakkusi erum við oft ex- tra öflugir, allavega ég," segir Einar og hlær aftur. „Á mínum neysluferli setti ég þetta aldrei í samhengi við vinn- una. Ef ég var timbraður taldi ég það part af einhverri hugmynd og vann jafnvel út frá því Lifnaðarhættir höfundarins skipta ekki máli Éftir að Einar hætti að drekka hef- ur auk Rimla hugans komið út ein ljóðabók eftir hann, Ég stytti mér leið framhjá dauðanum, sem Ein- ar sendi frá sér í fyrra. „Það hefur margt gerst hjá mér andlega síðan ég fór í meðferð, en ef við tökum þetta út frá bókmenntunum munu menn bara sjá það í því sem ég er að skrifa. Það er ákveðin þróun í gangi en þeg- ar menn tala um Bakkus og bók- menntir kemur Bakkus mjög sterkur inn. Það er hins vegar ekki hægt að meta bókmenntir út frá því hvort það var alkóhólistí sem skrifaði þær eða ekki. Bókmenntímimar þarftu bara að meta sem bókmenntír og það kemur málinu ekkert við hverjir lifn- aðarhættir höfundarins eru." Því er stundum haldið fram að verk sem sumir listamenn hafi gert eftír að þeir hættu í neyslu, tíl dæmis David Bowie og Bubbi Morthens, séu ekki jafngóð og þau sem þeir gerðu þegar þeir neyttu fíkniefna. Einar óttast eklci að hann verði undir sömu sökina seldur í framtíðinni, enda hafi hann ekki skrifað undir áhrifum. „Ég er heldur ekkert viss um að þetta sé rétt varðandi Bubba og Bowie, þetta sé bara mýta, þótt þetta tímabil tíl dæmis hjá Bowie með Ziggy Stardust og það allt sé auðvitað frábært tíma- bil. Ef við tökum annan mann eins og Bob Dylan sjáum við að hann hefur átt alls konar tímabil. Þessi tímabil í lífi listamanna höfða náttúrlega mis- munandi til fólks, eitt höfðar til eins og annað höfðar tíl annars. Svo eru líka mýmörg öfug dæmi um þetta, Ragnar til Feneyja Ragnar Kjartansson hefur verið valinn til að sýna fyrir Is- lands hönd á Myndlistartvíær- ingnum í Feneyjum árið 2009. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfii í Listasafrii íslands í gær. Ragnar hefur fengist við ýmsa miðla - myndbönd, innsetn- ingar, skúlptúr og málverk - en h'tur fyrst og fremst á sig sem gjörningalistamann. Hann hefur haldið tólf einkasýningar í fimm löndum og tekið þátt í nær þijátíu samsýningum víða um heim. Beethoven unga fólksins Háskólakórinn og Sinfóm'u- hljómsveit unga fólksins flytja saman Messu í C-dúr eftír Beet- hoven í Langholtskirkju núna á sunnudaginn og endurtaka svo leikinn á þriðjudag. Alls taka um hundrað ungmenni þátt í flutningnum. Einsöngv- arar verða Rannveig Káradóttir sópran, Sibylle Köll mezzósópr- an, Hlöðver Sigurðsson tenór og Valdimar Hilmarsson bassaba- ritón en stjómandi er Gunn- steinn Ólaifsson. Tónleikamir heflast kl. 20. til dæmis Eugene O 'Neill sem hættí að drekka og fór þá að blómstra. Ég held því að í þessum efnum sé engin regla. Þetta fer sjálfsagt eftír mann- inum, hvernig neyslumynstrið var og hvað gerist á eftir." Og Einar talar á afar jákvæðum nótum um það sem gerst hefur hjá honum á eftír. „Fyrst voru voðalega margir að spyrja mig, til dæmis í samkvæmum, af hverju ég væri ekki að drekka. En svo bara hættír þetta að skipta máli og ég skemmti mér al- veg jafnvel og aðrir. Ég er heldur ekk- ert að dæma aðra og finna alka í öðr- um. Menn mega bara hafa þetta eins og þeim sýnist. En ef þeir vilja gera eitthvað í sínum málum eru þeir vel- komnir tíl okkar." J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.