Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Side 35
DV Sport FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 35 1 \ \ / 1 ■ \ / Hi t 4 í. b3Sí «*■ JH M 1 mm Vestmannaeymgurmn hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum sem knattspyrnumað- ur. Hann hefur leikið á Englandi í tíu ár og farið á kost- um með Portsmouth á þessari leiktið. Það hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum hjá Hermanni, sem fallið hefur fjórum sinnum með jafnmörgum liðum. Ipswich hafnaði á > sínum tima tilboði Liverpool i Hermann og hér ræðir ^WhM^^^^^hann um hæðir og lægðir Árið sem við fórum niður gerði Liverpool tilboð í mig, sem Ipswich hafnaði. Ég varsvo íém fúllmeð að fá ekki tækifæri til að prufa í Evrópukeppni með Ipswich Frá Wimbledon lá leið Hermanns til Ipswich árið 2000, en Ipswich var þá nýliði í ensku úrvalsdeildinni. Ips- wich kom liða mest á óvart á fyrsta tímabili Hermanns með liðinu, en þar átti Hermann eftir að vera í þrjú ár. „Fyrsta tímabilið var ótrúlega gott. Ipswich keypti held ég bara mig fyrir það tímabil. Það var frábært tímabil, frábærir áhorfendur, frábær aðstaða og mjög skemmtilegur klúbbur. Við lentum í fimmta sæti með 66 stig. Svo átti að bæta aðeins liðið og sjá hvort við gætum ekki gert betur, sem var kannski fullmikið til ætlast. Við byrjuðum tímabilið þar á eftir alveg hræðilega illa. Okkur gekk vel í Evrópukeppninni en vorum ekki með nógu breiðan hóp," segir Her- mann. Mörg lið á Englandi hafa staðið sig vel á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeild- inni en þurft að sætta sig við fall á því næsta. Sú varð raunin með Ipswich. „Þetta er svokallað „second season syndrome". Það er ekkert sérstakt sem orsakar þetta. Sum lið fara beint niður aftur, önnur lið standa sig vel, halda sér uppi og bæta sig. Þetta er bara svo hrikalega erfið deild að þú verður að byrja vel og fá sjálfstraust í liðið. Ef þú byrjar illa verður þetta basl. Það þarf að fá smá sjálfstraust í liðið og trú á að liðið eigi heima þarna," segir Her- mann. „Það var samheldnari hópur hjá Ipswich en hjá Lundúnaliðunum. Það bjuggu allir í Ipswich og það var auðvelt að hópa mönnum saman, hvort sem það var í golf eða til að fara á pöbbinn og fá sér tvo eða þrjá sam- an. Við gerðum mikið saman og þetta var heimilislegri klúbbur. Góður mór- all og það byggðist mikið á því. Þetta snýst um það, þetta er sport sem á að hafa gaman af og menn voru mættir til að hafa gaman af þessu og þá verð- ur allt miklu einfaldara." ipswich hafnaði tilboði Liverpool Hermann var eitt ár með Ipswich í 1. deildinni, áður en leið hans lá til Charlton. Hermann fékk að fara til Charlton í mars árið 2003, vegna fjár- hagsörðugleika sem Ipswich var í á þeim tíma. Hann mátti hins vegar ekki byrja að spila með Charlton fyrr tímabilið 2003-2004. „Ég fékk tækifæri á að fara fyrr. Ips- wich tók tilboði frá West Brom sem ég hafnaði. Ég vildi vera eitt ár í viðbót hjá Ipswich og sjá hvort við kæmumst ekki upp aftur. Það gekk ekki nógu vel," segir Hermann. Arið sem Ips- wich féll úr úrvalsdeildinni fékk liðið tilboð frá einu stærsta liði Englands, en því tilboði var hafnað. „Arið sem við fórum niður gerði Liverpool tilboð í mig, sem Ipswich hafrtaði. Ég var svo sem fúll með að fá ekki tækifæri til að prufa að spila með topp klúbbi og sjá hvernig hefði farið. Svo buðu þeir (Liverpool) einhvem pening plús einhverja leikmenn. En það er oft þegar stórir klúbbar bjóða að þá fá smærri liðin dollaramerld í augun. En ég hélt bara áfram og var ekkert að velta því fyrir mér meira. Þetta gekk ekki og svoleiðis er bara boltinn," segir Hermann. Skemmtilegt þangað til Dowie kom Hermann var hjá Charlton í fjög- ur ár, þar af þrjú ár undir stjóm Alans Curbishley, núverandi stjóra West Ham. A sama tíma og Charlton bauð í Hermann bauð Portsmouth einnig í hann. „Portsmouth var þá á leið upp í efstu deild en ég ákvað að ganga ekki til liðs við félag þar sem baráttan yrði erfið. Ég vildi fara í stöðugan klúbb," segir Hermann. Curbishley hætti með Charlton vorið 2006. Við liðinu tók Iain Dowie og gengi liðsins fór að hraka. „Það var mjög skemmtilegur tími (hjá Charl- ton), þangað til Iain Dowie tók við. Curbishley var búinn að vera með liðið í fimmtán ár, þrjú ár sem ég var þarna, og það var bara ákveðin leið sem við spiluðum. Allir vissu hvert hlutverk þeirra væri. Ég held að hann hafi bara hugsað að hann kæmist ekki lengra með klúbbinn og ákveð- ið að sjá hvort einhver annar gæti tekið við. Ég held að Iain Dowie hafi gert þau mistök að ætla að breyta of mörgu á of stuttum tíma. Við vissum nákvæmlega hvað við áttum að gera en hann kom með eitthvað algjörlega nýja hluti og það gekk ekki upp," seg- ir Hermann og bætir við að hann hafi mikla trú á Alan Pardew, núverandi stjóra Charlton. „Þegar Pardew tók við var allt ann- ar bragur á liðinu og þar er ffábær þjálfari á ferð, sem ég held að eigi eftir að ná langt." Mikil samkeppni hjá Portsmouth Það var svo í sumar að Portsmouth festi kaup á Hermanni. Gengi Port- smouth hefur verið gott á leiktíðinni til þessa. Liðið er í 6. sæti deildar- innar, þrátt fýrir að hafa spilað við öll fjögur stærstu lið Englands í fyrstu sjö umferðum tímabilsins. Hermann segir að gengi Port- smouth til þessa sé betra en menn þar á bæ þorðu að vona. „Við erum búnir að spila hörku skemmtilegan fótbolta og mannskapurinn er bara það góður að ég held að ef við náum að halda stöðugleika út tímabilið, þá verður mjög athyglisvert að sjá hvar við endurn." Portsmouth styrkti lið sitt mikið í sumar og Hermann segir að sam- keppnin sé af hinu góða. „Þetta er hörkusamkeppni og menn verða að vera á tánum og standa sig. Maður vill frekar vera í klúbbi þar sem geng- ur vel og vera að vinna leiki, þá verð- ur allt skemmtilegra og einfaldara. Ef það gengur illa er farið í að flækja hlutina og velta því of mikið fyrir sér. En þegar vel gengur þá rennur þetta eins og smurð vél." Hermann hefur fallið fjórum sinn- um úr ensku úrvalsdeildinni með jafnmörgum liðum en hann lætur þá staðreynd ekki fara í taugamar á sér. „Þetta er bara staðreynd. Það þýð- ir ekkert að fela sig fyrir þessu. Þetta er ekkert viðkvæmt í mínum aug- um. Svona er h'fið. Ég hef nú náði að standa mig nokkuð vel. Maður horfir oft í það hvort maður sé að gera eitt- hvað rétt og hvort maður sé að bæta sig," segir Hermann. í góðu sambandi við Bent og Holland Hermann hefur verið með marga knattspymustjóra á sínum ferli sem knattspymumaður en það er þó einn sem skipar sérstakan sess hjá Her- manni. „Þeir sem standa upp úr em þeir sem hafa skýra stefriu og vita hvað þeir vilja og koma því til leik- manna á góðan hátt, þannig að menn ná skilaboðunum. , Steve Coppell var fyrsti stjór- inn minn hjá Crystal Palace og gaf mér sénsinn og kom manni á blað á Englandi. Hann treysti á mig og vissi hvað ég gat. Hann kenndi mér eitt og annað fyrsta árið og það hafði mjög góð áhrif á mig. Ég nefrii hann yfir- leitt þegar ég er beðinn um að nefna einn. Annars em margir góðir," segir Hermann, sem nú leikur undir stjóm Harrys Redknapp hjá Portsmouth. „Redknapp er maður sem er hok- inn af reynslu og hann flækir ekkert hlutina. Þetta er frábær náungi og algjört „legend". Hann kaupir menn sem hann veit hvað geta og er góð- ur í því að fá leikmenn sem hann veit að skila sínu. Ef þeir gera það ekki þá bara segir hann þeim það og kaupir nýja." Hermann segir að hann hafi eign- ast marga vini á öllu sínu flakki á milli liða á Englandi. „Maður á fullt af fé- lögum. Eins og Matt Holland. Við vor- um saman í þrjú ár hjá Ipswich og svo fjögur ár hjá Charlton. Við höldum alltaf góðu sambandi. Svo var Darren . Bent líka hjá Ipswich og Charlton og við emm í fínu sambandi." Hvergi nærri hættur Ivar Ingimarsson hætti nýverið að leika með landsliðinu og ekki er langt síðan Heiðar Helguson ákvað að hætta einnig. Hermann segir að hann sé hins vegar ekkert á þeim buxunum . að hætta með landsliðinu. „Þegar landsliðsþjálfarinn velur mig, þá mæti ég, það er engin spum- ing. Þótt ég sé 33 ára líður mér ekk- ert eins og gömlum karli. Mér finnst ég vera í fi'nu standi og það em bara allir misjafnir. Sumir þurfa meiri tíma en aðrir. Menn verða bara að virða þá sem taka þessa ákvörðun. Ég þekki mjög vel bæði ívar og Heiðar. Þetta em frábærir drengir og miklir keppnismenn. Auðvitað sakn- ar maður þess að hafa þá ekki en sú ákvörðun sem þeir taka er rétt ákvörð- un fyrir þá," segir Hermann, sem hef- ur hug á því að snúa sér að þjálfún þegar ferlinum lýkur. „Ég er að ná mér í þjálfaramennt- un og mun klára það. Ég er búinn að vera í kringum fótbolta frá því ég var smágutti. Maður getur haft alla reynslu í heiminum og verið hjá mis- munandi þjálfurum og annað en svo er það bara hvemig maður kemur þessu frá sér sjálfúr hvort þetta eigi við mann eða ekki. Það kemur í ljós," segir Hermann. Slóst við Ólaf Þórðarson Hermann á 74 landsleiki að baki . fyrir íslands hönd. Þegar hann er spurður eftir því hver sé eftirminni- legasti leikurinn segir hann að margir komi upp í hugann. „Þegar er virkilega góð stemning í Laugardalnum, þá sldlarþað séralltaf. Þá labbar maður inn á völlinn og veit að maður er ekkert að fara að tapa. Ég get nefiit Ítalíu þar sem mættu 20 þúsund manns og einnig Frakkana og Spánverja. Það stendur alltaf upp úr þegar það er frábær stemning á Laug- ardalsvelh og við stöndum okkur á móti stærri liðunum," segir Hermann, sem var meðal þeirra sem lék leikinn fræga gegn Frökkum í Frakklandi árið 1999, sem Frakkar unnu 3-2 „Að hafa verið 2-0 undir og jafna í 2-2 var ótrúlegur karakter. Frakkar hefðu ekkert komist í lokakeppnina ef hann hefði endað 2-2. Það var frá- bær keppni. Það var mildll stöðugleiki í liðinu þá og við verðum að reyna að finna þann takt aftur. Þá vorum við að fá á okkur fá mörk. Fótboltinn var kannski ekki eins skemmtilegur og upp á síðkastið en það skilaði góðum úrslitum," segir Hermann. Þegar Hermann var nýliði í ís- lenska landsliðinu lenti hann í skondnu atviki með harðjaxlinum Ólafi Þórðarsyni. „Ég mætti, kjúkl- ingurinn, og tók hann öxl í öxl og hann var ekkert sáttur við það. Ég var með Helga Sig í herbergi og hann henti Helga út og læsti hurðinni. Svo slógumst við þar til að herbergið var alveg komið á hvolf, alveg kófsveittir . og lamaðir. Við slógumst bara vel og tókum á því. Hann hafði mig allavega ekki, það er alveg á hreinu. Þetta var bara góður slagur," segir Hermann að lokum. dagur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.