Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Side 44
■d
44 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007
Ferðir DV
gÁFERÐINNI
Fell, hóll, fjall eða þúfa?
Engarfastar skilgreiningareru til á þessu, að minnsta kosti ekki ennþá, en
samkvæmt málskyni (slenskumælandi manna erfjall stærst, þá fell, slöan hóll,
en þúfa minnst. Öll koma þessi orð fyrir (örnefnum, og rétt stærðarröð kemur
til dæmis fram (örnefnunum Akrafjall, Búrfell, Orrustuhóll og Svalþúfa.
örnefnafræðingar benda á að fell vísi oftast til stakrar myndunar (Búrfell,
Vöröufell, Snæfeil) en fjall geti hvort sem er verið stakt eða hluti af stærri heild
(Akrafjall, Ingólfsfjall/fell, Hverfjall/fell, Selsundsfjall). TekiðafVisindavefnum.
* c
* #. . i
Áramót í Básum
Fyrir þá sem vilja halda sína eigin
flugeldasýningu, án þess að
flugeldarnir hverfi í reykmettaðan
himininn, ættu að skella sér í Bása
um áramótin. Ferðafélagið Útivist
stendur fyrir áramótaferð í Bása í
Þórsmörk. Uþplifunin þykir einstök
því óneitanlega er óvenjulegt að
fagna nýju ári á fjöllum, fjarri
mannabyggðum. Lltil brenna
verður tendruð auk þess sem blys,
kyndlar og flugeldar verða á
svæðinu. Dagarnirverða nýttirtil
gönguferða en ferðin kostar
16.500 krónur fyrir meðlimi í
Útivist. 17.500 fyrir aðra.
Ævintýra-
helgarferðá
HlööufeU
Ferðafélag Islands stendur um
helgina fyrir sannkallaðri
ævintýraferð. Farið verður í
helgarferð í Hlöðuvelli og gist í
skála Fl, en þangað verður ekið á
breyttum fjallajeppum. Næsta dag
verður svo gengið á Hlöðufell,
Högnhöfða eða Skriðu eftir því
sem aðstæður leyfa. Fararstjóri
verður María DöggTryggvadóttir
en vert er að árétta að nauðsynlegt
er að mæta vel útbúinn til
ferðarinnar, með nesti, svefnpoka
og góðan búnað til göngu. Boðið
verður upp á sameiginlega máltíð
á laugardagskvöldið en hún er
innifalin í verðinu sem er 16
þúsund krónur fyrir meðlimi F(. 18
þúsund fyrir aðra. Akstur, gisting
og fararstjórn er innifalið.
Helgarferöi
Þórsmörk
Helgina 30. nóvembertil 2.
desember stendur Ferðafélag
Islands fyrri spennandi ferð í
Þórsmörk. María DöggTryggva-
dóttir mun leiða hópinn á
Rjúpnafell, Útigönguhöfða,
Hátinda og fleiri staði eftir því sem
aðstæður leyfa. Lagt verður af stað
á föstudegi klukkan sex síðdegis
og ekið á fjallajeppum f Þórsmörk.
Gist verður í Skagfjörðsskála en
akstur, gisting, fararstjórn og
sameiginlegur kvöldverður er
innifalinn (18 þúsund króna
fargjaldinu. Kvöldvaka verður á
laugardagskvöldinu en haldið
verður heim á sunnudag.
Ferðafélag íslands var stofnað 27. nóvember 1927 og verður því 80 ára í næstu
viku. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins segir markmið þess enn
hin sömu, þó samfélagið hafi gjörbreyst á þessum tíma.
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS 80 ÁRA
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ Að leggja í gönguferð yfir Dranga-
jökul.
„Fyrir 80 árum tíðkaðist varla
að ferðast um fsland; að kynna sér
landið og náttúruna. Það þótti mik-
ill munaður og var ekki á færi nema
efnuðustu manna. Vegir voru mjög
takmarkaðir og samgöngur lélegar.
Fólk hugsaði fyrst og fremst um að
fæða sig og klæða," segir Páll Guð-
mundsson framkvæmdastjóri FÍ
um aðstæður til ferðalaga við stofn-
un FÍ árið 1927.
VirtirforsetarFÍ
Páll segir hugmyndina um að
stofna Ferðafélag íslands sprottna
úr viðjum fyrsta forseta þjóðarinn-
ar. „Sveinn Björnsson fékk þessa
hugmynd og hvatti meðal annarra
Jón Þorláksson, forsætisráðherra til
að taka af skarið og stofna félagið.
Það gerði hann í félagi við nokkra
góða menn, skömmu eftir að hann
lét af embætti. Forsetar FÍ hafa alla
tíð verið framamenn í þjóðfélag-
inu, “ segir Páll. Ólafur Orn Har-
aldsson er forseti FÍ i dag og heíúr
verið í fjögur ár.
Sömu gildi
Páll segir að þrátt fyrir að sam-
félagið haf breyst ótrúlega hratt á
þessari öld og síðustu séu mark-
mið Ff enn þau sömu og þau voru í
upphafi. „Markmiðin eru að hvetja
fólk til að ferðast, kynnast landinu,
byggja upp aðstöðu fyrir ferða-
menn í óbyggðum og á hálendi
fslands, merkja gönguleiðir, kort-
leggja vinsæl göngusvæði og útbúa
leiðarlýsingar. Þessi markmið hafa
verið við lýði frá upphafi og stand-
ast tímans tönn," segir Páll.
Félagsmönnum fjölgar enn
Fyrsta ferðin var farin strax árið
1927 en þá var farið með nemendur
í barnaskóla Reykjavíkur að Kolvið-
arhóli. Fljótlega var svo farin önnur
ferð með Gullfossi yfir á Snæfells-
nes. í þeirri ferð voru 120 manns
en hún hlaut mikla og verðskuld-
aða athygliog ferðin hlaut mikla at-
hygli. f kjölfarið fjölgaði gríðarlega í
félaginu en fýrstu árin gengu mörg
þúsund manns í félagið. Starfsem-
in varð því strax mjög öflug. Páll
segir að á þessum árum hafi orðið
ákveðin vakning um ferðalög inn-
anlands. „Þetta var eitthvað sem
höfðaði sterkt til fólks og í kjölfar-
ið gengu menn á lagið. Farnar voru
bæði fræðsluferðir um nágrennið
og svo lengri og erfiðari ferðir, en
reynt var að gera eitthvað við allra
hæfi," segir Páll.
í dag eru um 8 þúsund meðlim-
ir í FÍ. Þessi tala hefur staðið nokk-
uð í stað undanfarin tíu til fimmt-
án ár en um 1940 voru félagsmenn
orðnir um sex þúsund. Páll segir
markmiðið að fjölga í félaginu. „Við
stefnum á að ná tíu þúsund félags-
mönnum á næstu árum. Tugir þús-
unda fslendinga ferðast um landið
árlega og því ættu þeir allir heima
í okkar röðum. Við viljum sérstak-
lega opna félagið fyrir ungu fólki. Á
síðusm tveimur árum hafa um tvö
þúsund nýjir félagsmenn gengið til
liðs við félagið, en flestir þeirra eru
á bilinu 20 til 40 ára. Endurnýjunin
er því mjög mikil og góð," segir Páll
en árlega eru farnar á bilinu 100 til
150 ferðir á vegum FÍ.
Árbækur frá upphafi
Ff hefur allt frá byrjun gefið
út árbækur. Sú fyrsta kom út árið
1928 en þessar bækur eru hverju
sinni tileinkaðar ákveðnu svæði
eða sýslu á landinu. Árbækurn-
ar eru sérlega vandaðar og unnar
í samvinnu við bændur og heim-
fólk. „Þær eru nákvmæasta fs-
landslýsing sem til er og í raun
stórmerkileg heimild sem hefur
komið út samfleytt í 80 ár," segir
Páll en allar bækurnar eru til sölu
hjá FÍ. Þær eru árlega gefnar út í
átt til tíu þúsund eintökum, en all-
ir félagsmenn fá bækurnar sendar
heim til sín.
Rekstur Ff er fjármagnaður með
árgjaldi, leigu á fjallaskálum, sjálf-
boðavinnu og tekjum úr ferðum.
„Við rekum um 40 skála á hálend-
inu og það er mjög kostnaðarsamt.
Ef einhver rekstrarafgangur er til
staðar fer hann allur í að bæta að-
stöðu eða efla starfið," segir Páll.
Ff hefur alla tíð forðast að
taka afstöðu í pólitískum mál-
um. „Vegna útrása ákveðinna fyr-
irtækja er sótt meira og meira í
óbyggðir og upp á hálendið. Land-
ið er ekki eins ósnortið og það var
fyrir 80 árum en FÍ hefur ekki beitt
sér í pólitíkinni. f málum þar sem
fýrirtæki kemur inn á starfssvæði
félagsins þá tekur það mjög skýra
afstöðu en annars lætur félagið
slíkt eiga sig," segir Páll.
Tuttugu fá gullmerki
Afmælisdagur Ff verður þann
27. nóvember. Páll segir dagskrá á
afmælisdaginn veglega. „Þar sem
félagið er stofnað í kaupþingssaln-
um í Eimskipafélaginu ætlar stjórn-
in að fúnda þar og snæða góðan
hádegismat. Að því loknu verður
afmælisfundur í Norræna húsinu
kukkan hálf 4. Þar verður um 150
manns boðið; embættismönnum
og velunnurunum FÍ auk þess sem
20 manns verður veitt gullmerki fé-
lagsins en slíkt er jafnan gert á stór-
háú'ðum. Síðan um kvöldið verður
opið hús í Mörkinni frá klukkan sex
til átta þar sem allir eru velkomnir,
en þar verðru boðið upp á kaffi og
með því," segir Páll að lokum.