Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Qupperneq 55
DV Helgarblað
FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 55
LATEX OG MEIRA LATEX
Það hefur nú alveg sýnt sig að leggings eru orðnar jafnvinsælar
og buxur. Síðar leggings sem krumpast við ökkla hcifa verið mjög
vinsælar og í sumar fóru latex-leggings að koma sterkar inn. Latex-
leggings eru aðeins fínni en úr öðru efni og stífari sem er æðislegt.
En þeir sem eru enn að leita geta kíkt í Aftur á Laugaveginum en
þar má finna algjörar gersemar.
EKKIGLEYMA FYLGIHLUTUNUM
Riddaramennska og miðaldir eru greinilega áhrifavaldar hjá hönnuðum
eins og Matthew Williamson, Christopher Kane og Chanel. Það er svo
sem alveg kominn tími á að við klæðum okkur meira í þeim stíl enda til-
valið að leyfa krummaeðlinu að spreyta sig.
myndir:
tíska
tíska2
tíska3
xxx
Nafn:
„Kristín Edda Óskarsdóttir."
Aldur:
„ Alveg að verða 23."
Starf:
„Ég vinn hjá Snyrtilegum klæðnaði þar
sem ég er aðstoðarstílisti."
Stfllinn þinn:
„Ég er mjög áhrifagjörn... einn daginn
strigaskór og Vibskov-jakkinn minn, þann
næsta háir hælarog kjóll."
Allir ættu að eiga?
„Flotta sokka, þá eru þeir færir í flestan sjó."
Hvað er möst að eiga?
„Flotta sokka."
Hvað keyptir þú þér sfðast?
„Nike-strigaskó i Barcelona."
Hvern áttu stefnumót við í dag?
„Kæróinn minn og nýfædda dóttur
vinkonu minnar."
Hverju færð þú ekki nóg af?
„Hvítum nærbolum."
Næsta tilhlökkun?
„Partí hjá skíðalandsliðinu."
Hvert fórst þú sfðast f ferðalag?
„Til Barcelona á árshátíð og hitta litlu systur |
mína."
Hvað langar þig f akkúrat núna?
„Nýja bókahillu og 66° Norður úlpu."
Perlur hér heima, náttúruperlur?
„Svarfaðardalurinn."
Hvenær fórst þú að sofa f nótt?
„12.30."
Hvenær hefur þú það best?
„Heima með kaffi og gott blað og þegar ég
er með vinkonum mínum og fjölskyldu."
Afrek vikunnar?
„Setja upp fataskáp og raða inn í hann."
Manish Arora var einn af þeim
hönnuðum sem báru af á
tískuvikunni í Paris. Litirnir voru
ótrúlega failegir og minntu um
margtá hefðbundinn klæðnað i
Tíbet. Línan var einnig gædd
húmor sem mátti meðal annars sjá
með teiknimyndabolnum og
spiladressinu. Ótrúlega heillandi
litir sem og höfuðböndin sem
minntu einna helst á kórónur.
Franski Ijósmyndarinn Guy Bourdin var einn af fyrstu
tískuljósmyndurunum fyrir tímarit eins og Vogue í kringum 1955 en hann
lést árið 1991,62 ára. Hann var brautryðjandi í tískubransanum og algjör
snillingur á sínu sviði. Myndirnar hans lifnuðu við og urðu að einstakar í
stað þess venjulega eða hefðbundna. Hann tók þátt í mörgum
auglýsingaherferðum fyrir þekkta tískuhönnuði og má þar nefna Chanel,
Issey Miyake, Ungaro, Loewe and Charles Jourdan. Myndirnar hans voru
ótrúlega litríkar, erótískar og oft eins og óhugnanlegar ósagðar sögur.