Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Síða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2007, Síða 59
DV Bíó FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 59 Með þróun starfrænnar þrívíddar og tölvuteiknaðra mynda hefur hið svokallaða 3-D fengið nýtt líf. Rúmlega 3.000 salir eru í notkun í dag sem bjóða upp á stafræna þrívídd og tveir hér á landi. Áætlað er að um 5.000 slíkir salir verði virkir á heimsvísu árið 2009. f þó nokkum tíma hefur verið rætt um að stafræna þrívíddin hafi hafið innreið sína í kvikmyndaheiminn og sé framtíð bíóhúsanna. Það má segja að með tilkomu Beowulf sé þrívíddin komin til þess að vera og sé framtíðin, að minnsta kosti nánasta framtíðin. Með stafrænu þrívíddinni er ekki að- eins verið að auka vægi bíóferða held- ur er einnig verið að berjast á vissan hátt gegn ólöglegu niðurhali þar sem þrívíddarupplifunin er aðeins fáanleg í þessum sérstöku bíósölum með til- heyrandi búnaði. ísland með þeim fyrstu fslendingar voru með þeim fyrstu sem settu upp sýningarsal sem býð- ur upp á stafræna þrívídd og var það í Sambíóunum í Kringlunni. Á þeim tíma voru um 200 shkir bíósalir í notk- un en þeir eru orðnir um 1.200 í dag í Bandaríkjunum einum saman og um 3.000 á heimsvísu samkvæmt frétta- vefnum Forbes.com. Fjölgun þeirra er ekki síst í kjölfar myndarinnar Beowulf sem hefur strax náð miklum vinsæld- um og gagnrýnendur vilja meina að hún sé bylting í þrívídd. Gert er ráð fýrir því að þessum staf- rænu þrívíddarsölum muni fjölga til muna á næstu tveimur árum. Áætlað er að um að minnsta kosti 5.000 slíkir salir verði komnir í gagnið árið 2009. Fjöldi mynda á leiðinni Það má segja að þessi nýja þrí- vídd sé rétt að skríða af stað þó svo að Beowulf sé ekki fyrsta myndin af þessari tegund. Til dæmis hafði verið reynt á þrívíddina í myndunum Mon- sterhouse og Polar Express en Robert Zemeckis sem leikstýrir Beowulf gerði einmitt þá síðamefhdu. Þær mynd- ir fengu ekki mikla aðsókn og frekar slaka dóma hvað þrívíddina varðaði. Sú gagnrýni var hins vegar nýtt af Sony Pictures við gerð Beowulfs og útkom- an var allt önnur. Mögnuð þrívíddar- upplifun. f kjölfar fleiri þrívíddarsala og með velgegni Beowulf hafa áform um gerð- ir slíkra mynda stóraukist. Þá er ekki bara verið að tala um myndir sem flokkast undir Computer Generated Motion eða tölvuteiloiaða hreyfimynd hkt og Beowulf. Heldur einnig venju- legar teiknimyndir sem og kvikmynd- ir. Meðal þeirra mynda sem eru vænt- anlegar í þrívídd eru U2 3D en það er heimildarmynd um tónleikaferð hljómsveitarinnar U2 þar sem þessi skemmtilega tækni er nýtt. Meistari Tim Burton ædar að gera þrívíddar- útgáfu af Ahce in Wonderland eða Lísu í Undralandi sem kemur árið 2009. Myndin mun verða blanda af venjulegri mynd og tölvuteiknaðari hreyfimynd. Burton mun einnig end- urútgefa hina frægu Nightmare Bef- ore Christmas á næsta ári í þrívídd. Þá mun Final destination 4 einnig vera í þrívídd og má búast við vænum skammti af bregðuatriðum þar. Þegar allur hstinn er tekinn saman yfir þær myndir sem hafa verið tilkynntar eru væntanlegar um 20 þrívíddarmyndir á næstu tveimur til þremur árum og má búast við fleirum. asgeir@dv.is Nightmare Before Christmas eftir Tim Burton Verður endurútgefin á næsta ári í þrívídd auk þess sem Burton undirbýr Lísu í Undralandi. Polar Express árið 2004 Var fyrsta mynd sinnar tegundar og mikill brautryðjandi. Beowulf Skartar ótrúlegri þrívídd sem ekki hefur sést áður. Baleí TERMINATOR4 Heimasíðan Ain't It Cool News, sem er þekkt fyrir haldgóðan fréttaflutn- ing úr kvikmyndageiranum, greindi frá því í gær að leikarinn Christian Bale hefði samþykkt að leika í Terminator 4. Samkvæmt heimildum heimasíðunnar mun Bale taka að sér hlutverk Johns Connor, en aðrar heimasíður sem greindu frá málinu voru því ekki endilega sammála. Tökur á myndinni hefjast árið 2008 og er það von framleiðanda að nýr þríleikur muni verða til um baráttu vélmenna Skynets-fyrirtækisins og mannkynsins. Paul McCartney safnaði tæpum átta milljónum á uppboði í London í vikunni þegar handmálaður risagítar áritaður af honum sjálfum var seldur hæstbjóðanda á sextíu þúsund pund. Um hönnun á gítarnum sá grafíski hönnuðurinn Rosie Brooks. McCartney var að vonum ánægður með að gítarinn hafi selst á svo háu verði þar sem málefnið er gott. Kaupandinn hefur sagst ætla að gefa Great Ormond Street-sjúkrahúsinu gítarinn í desember. Lætursig hvebH Gamanleikarinn Jerry Seinfeld hefur sagst ætla að taka sér fri frá kvikmyndum eftir að hafa Jjáð aðalpersónu teiknimyndarinnar Bee Movie rödd sína. í nýlegu viðtaii var Seinfeld spurður að því hvort hann hygðist leika í einhverju á næstunni, sagðist gamanleikarinn efa það. „Ég vil vera með börnunum mínum. Ég erofgjamáaðhlaða ámig verkefnum og það fær mig til að eyða minni tíma með fjölskyldunni. Börnin mín eru ung og ég held að ég látí mig hverfa í smá tíma eftir þessa mynd," segir Seinfeld. BEOWULF RE\DmON DAIVIIVREALLIFE Hetjan Bjólfur birtist í Danmörku til þess að losa konungsdæmi Hroðgars undan trölfinu Grendel. Bjólfúr kemst svo innan skamms að því að konungurinn veit meira um tröllið en hann lætur uppi. Sagan er byggð á fomu bresku kvæði sem hefúr verið notað í efriivið kvikmynda í fleiri skipti. Iæikarar á botð við John Malcovich, Anthony Hopkins og Angelinu Jolie og það allt í þrívídd. Stanslaust stuð. IMDb: 7,0/10 Egypskur maður er teldnn til fanga á leið sinni frá Afríku til Washington. Farið er með manninn í leynilegar fangabúðir og á sama tíma fer eiginkona hans, sem er bandarísk, að hafa veruleg- ar áhyggjur. Ekki h'ður á löngu þar til leyniþjónustan og eiginkona mannsins hefja kapplilaup við tímann svo þau geti bjargað mann- inum áður en það er um seinan. IMDb: 6,5/10 Dan Bums er einstæður faðir sem hefúr helgað líf sitt bömum sínum. Dag einn kyrtnist hann Marie í bókaúð. Þau kynnast vel og tilfinningar vakna hjá Dan, en honum til mikillar mæðu reyn- ist Marie vera í sambandi með bróður hans. Toppmynd með þeim Dane Cook og Steve Carrell í aðalhlutverkum. IMDIi: 7,5/10 Rottentomatoes: 69% Metacritic: 59/100 Rottentomatoes: 45% Metacritic: 55/100 Rottentomatoes: 63% Metacritíc: 65/100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.