Peningamál - 01.02.2000, Síða 3

Peningamál - 01.02.2000, Síða 3
Verðbólga áfram mikil Verðbólga jókst enn undir lok ársins 1999, miðað við 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs. Frá janúar árið 1999 til janúar sl. hækkaði vísitala neysluverðs um 5,8% og hafði verðbólga hér á landi ekki verið meiri frá árinu 1991. Hækkunin á síðasta ári var 1,2% meiri en Seðlabankinn spáði í október síðast- liðnum, og stafar frávikið einkum af því að opinber gjöld hækkuðu meira í janúar sl. en gert var ráð fyrir, en einnig hækkaði húsnæðisliður vísitölunnar meira en reiknað var með. Vísitala neysluverðs stóð að vísu í stað í nóvem- ber, en það má rekja til árstíðabundinnar lækkunar á grænmetisverði og tímabundinnar lækkunar á ben- sínverði sem gekk að mestu leyti til baka í desember og janúar. Verðlagsþróun í desember og janúar var hins vegar með líkum hætti og fyrr á árinu að því undanskildu að hækkun opinberra gjalda átti, sem fyrr segir, verulegan þátt í hækkun vísitölunnar í jan- úar. Að öðru leyti skýrir verðhækkun bensíns og hús- næðis stóran hluta hækkunarinnar auk þess sem mat- væli önnur en búvörur héldu áfram að hækka. Að því er verðhækkun bensíns áhrærir er augljós- lega um utanaðkomandi áhrif að ræða sem ekki er ástæða til að bregðast við. Af hækkun vísitölu neysluverðs á síðasta ári má rekja tæplega 1% til hækkunar bensínverðs á erlendum mörkuðum og samanlagt skýrir hækkun bensín- og húsnæðisverðs tæpan helming verðbólgu síðasta árs. Bensínverð hækkaði á ný í desember og janúar eftir lækkun í nóvember sem rekja mátti til lækkunar bensínskatta og tímabundinnar lækkunar á heimsmarkaðsverði í október. Heimsmarkaðsverð á bensíni hækkaði síðan á ný og náði nýjum toppi í janúar, en er nú álíka hátt og það var hæst í september. Hækkun bensínverðs skýrir ekki hvers vegna verðbólga hér á landi hefur aukist langt umfram verðbólgu í helstu viðskiptalöndum, sem einnig hafa mátt þola svipaða hækkun bensínverðs og húshitun- arkostnaðar að auki. Að hluta til má rekja mismuninn á innlendri og erlendri verðbólgu til hækkunar hús- næðisverðs.2 Tæpur þriðjungur af hækkun vísitölu neysluverðs yfir árið 1999 stafaði af tæplega 15% Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Aukin verðbólga og viðskiptahalli krefjast aðhalds í hagstjórn Verðbólga jókst á síðustu mánuðum sl. árs og varð meiri en Seðlabankinn hafði spáð. Til þess að við- halda aðhaldi peningastefnunnar við þessar aðstæður hækkaði Seðlabankinn vexti í janúar. Gengi krón- unnar styrktist nokkuð síðustu 2 mánuði ársins. Haldist gengi krónunnar tiltölulega hátt ætti verðbólga að öðru óbreyttu að hjaðna nokkuð þegar líða tekur á árið 2000, en lækkun vísitölu neysluverðs í febrúar er í meginatriðum í samræmi við spá Seðlabankans fyrir árið í heild. Miklu skiptir að komandi kjarasamningar grafi ekki undan stöðugleika gengis og verðlags. Aðhaldssöm peningastefna hefur við ríkjandi aðstæður í för með sér hækkun á raungengi og tímabundið erfiðari samkeppnisstöðu atvinnu- veganna, en hjá því verður ekki komist ef takast á að halda verðbólgunni í skefjum. Aðhaldssamari stefna í ríkisfjármálum myndi draga úr þessum hliðarverkunum. Þess sjást nú merki að farið sé að draga úr vexti útlána, þótt enn sé hann mun meiri en samrýmist lítilli verðbólgu. Aðhald peningastefnunnar má því síst vera minna en nú er, en frá áramótum hafa vextir verið hækkaðir tvívegis og vikmörk gengis- stefnunnar víkkuð. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 11. febrúar 2000. 2. Að hluta kann mismunurinn að stafa af ofmati á hækkun innlends hús- næðiskostnaðar vegna þess að hérlendis hefur til þessa eingöngu verið tekið mið af hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðis- 2 PENINGAMÁL 2000/1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.