Peningamál - 01.02.2000, Side 9

Peningamál - 01.02.2000, Side 9
Útgjöld samkvæmt fjárlögunum verða 193 ma.kr., sem er hækkun um 1% að nafnvirði frá árinu 1999. Reiknuð lífeyrisframlög, vaxtagjöld og fjár- festing lækka milli ára um ríflega sex ma.kr. en þess- ir liðir hafa nokkra sérstöðu að því leyti að þeir eru bæði sveiflukenndir og skyldubundnir. Önnur útgjöld hækka um 4,2% að nafnvirði og 0,4% umfram sam- neysluverð. Talið er að nafnvirði landsframleiðslu hækki um nær 8% milli áranna 1999 og 2000, svo að kjarnaútgjöld ríkisins lækka úr 24% í 23½% af vergri landsframleiðslu. Í fjárlögunum og forsendum þeirra felst 3% raunsamdráttur á útgjöldum til stofnana heilbrigðiskerfisins miðað við verð samneyslu. Ljóst er að talsvert átak þarf til að standa við hann. Önnur kjarnaútgjöld eiga að hækka um tæp 2% umfram samneysluverð. Þar sem gert er ráð fyrir að bæði áfallnar en ógreiddar lífeyrisskuldbindingar og eignasala minnki milli ára, er áætlað að lánsfjárafgangur ríkissjóðs til að greiða niður skuldir minnki úr 29 ma.kr. á árinu 1999 í 21 ma.kr. árið 2000. Með batnandi afkomu og sölu ríkiseigna hafa skuldir minnkað bæði sem hlut- fall af landsframleiðslu og í krónum talið. Skuldir urðu mestar 242 ma.kr. eða sem nam 45% af lands- framleiðslu árið 1997, en hafa síðan lækkað ört. Horfir í að þær verði komnar niður undir 210 ma.kr. eða 30% af landsframleiðslu í lok þessa árs. Hreinar skuldir ríkissjóðs komust í 34% af landsframleiðslu 1996 en ættu að síga niður í 16% um næstu áramót. Samfelldar og sambærilegar tölur um ríkisfjár- málin eru vandfundnar nema í þjóðhagsreikninga- gögnum Þjóðhagsstofnunar. Í þeim er eignasölutekj- um og óvenjulegum lífeyrisútgjöldum sleppt og af- skrift skatttekna er nokkuð önnur en í fjárlagafram- setningunni í töflu IV. Samkvæmt þessu uppgjöri batnaði afkoma ríkissjóðs ár frá ári frá 1994 til 1998, stóð í stað á kosningaárinu 1999 og batnar aftur í ár. Aðhaldsátak5 mælist jákvætt á árunum 1995, 1997 og 2000, en neikvætt 1996, 1998 og 1999, enda kraf- an um fast raunvirði útgjalda á mann allstrembin í örum hagvexti síðustu ára. Afkoma að teknu tilliti til hagsveiflu snerist úr halla í nokkurn afgang á árunum 1995 til 1997, varð neikvæð 1999 en batnar verulega í ár samkvæmt markmiðum fjárlaga, mest vegna bættrar afkomu en að hluta vegna þess að búist er við að hagkerfið sé að þokast ofan af hagsveiflutoppn- um. Aukið áformað aðhald á þessu ári kemur í fram- haldi af greinilegri slökun í fyrra og er því ekki eins mikið og virðist í fyrstu. Fyrirliggjandi þjóðhagsspá, sem tekur tillit til þeirrar ríkisfjármálastefnu sem felst í fjárlögunum, gerir ráð fyrir að viðskiptahalli verði yfir 5% þriðja árið í röð og að lítið slakni á of- þenslueinkennum í þjóðarbúskapnum. Því hefði verið æskilegt að sveifluleiðrétt afkoma ríkissjóðs batnaði enn meir til að vinna á móti þensluöflum. Það hefði líka dregið úr þeirri hættu sem rætt er um hér að framan að raungengi hækki og útflutnings- og sam- keppnisgreinar klemmist um hríð á milli umfram- eftirspurnar í hagkerfinu og aðhaldssamrar peninga- stefnu. Í þessu ljósi er það lágmarkskrafa að ekki verði farið fram úr útgjaldaáformum fjárlaga og að hugsanlegar auknar tekjur skili sér að fullu í bættri afkomu ríkissjóðs. Ennfremur er brýnt að hugsanleg- 8 PENINGAMÁL 2000/1 Tafla IV Yfirlit ríkisfjármála Áætlun Fjárlög Ma.kr. 1998 1999 2000 Tekjur.............................................. 180,8 207,9 209,9 þ.a. söluhagnaður.......................... 2,5 11,0 4,2 Tekjur án eignasölu......................... 178,4 196,9 205,7 Útgjöld ............................................ 189,6 192,8 193,2 þ.a. óvenjul. lífeyrisskuldbindingar 16,7 2,2 1,3 Tekjujöfnuður ................................. -8,8 15,0 16,7 án eignasölu.................................. -11,3 4,1 12,5 án eignasölu og óv. lífeyrisskuldb. 5,4 6,2 13,8 Hreinn lánsfjárjöfnuður .................. 22,9 28,9 21,0 Kennitölur ríkisfjármála 1994-2000 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 0,0 1,0 2,0 3,0 -1,0 -2,0 -3,0 -4,0 % af VLF Tekjuafgangur Aðhaldsátak Sveifluleiðrétt afkoma Mynd 4 Heimild: Þjóðhagsstofnun og framreikningur Seðlabankans 1999-2000. 5. Aðhaldsátak telst því jákvæðara sem tekjur aukast meira miðað við landsframleiðslu og raunútgjöld aukast minna miðað við fólksfjölda.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.