Peningamál - 01.02.2000, Síða 11

Peningamál - 01.02.2000, Síða 11
10 PENINGAMÁL 2000/1 Mikil viðskipti á gjaldeyrismarkaði á árinu 1999 en lítil inngrip Seðlabanka Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri námu alls 468 ma.kr. á árinu 1999 og jukust um 16% frá fyrra ári. Hlutdeild Seðlabankans var um 4% og hefur farið hratt minnkandi frá árinu 1996 þegar hún var um 80%. Veltan á markaðnum sveiflast nokkuð frá einum mánuði til annars en að meðaltali var hún um 40 ma.kr. á mánuði á síðasta ári. Seðlabankinn hefur ekki átt viðskipti á milli- bankamarkaðnum síðan í júní á síðasta ári og hefur því ekki með beinum hætti haft áhrif á gengi krón- unnar. Eins og áður segir styrktist gengi krónunnar nokkuð í desember og náði hámarki undir lok mán- aðarins. Þegar krónan var sterkust var hún rösklega 5% yfir miðgengi. Tímabundnir þættir ollu að mati Seðlabankans styrkingu krónunnar á þessu tímabili. Veigamestu þættirnir voru að stofnanafjárfestar fóru sér hægt í erlendum verðbréfakaupum og lánastofn- anir höfðu yfir nægu erlendu lánsfé að ráða. Að auki kann varfærni vegna hugsanlegs 2000-vanda að hafa stuðlað að styrkingu krónunnar. Aðhaldssöm peningastefna leiddi til styrkingar á gengi krónunnar Gengi krónunnar veiktist nokkuð fyrstu dagana í jan- úar og gætti þá þess að hinir tímabundnu þættir sem styrkt höfðu gengið snerust við. Veiking Banda- ríkjadals og skörp lækkun hlutabréfaverðs vestan hafs og austan virtist ýta undir áhuga innlendra fjár- festa á hlutabréfakaupum erlendis. Seðlabankinn Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Vaxtahækkanir og víkkun vikmarka Gengi krónunnar styrktist talsvert í desember en þá gætti áhrifa ýmissa tímabundinna þátta svo sem var- færni vegna hugsanlegs 2000-vanda og lítilla verðbréfakaupa innlendra aðila erlendis. Gengi krón- unnar veiktist á ný í janúar og brást Seðlabanki Íslands við með því að hækka stýrivexti sína um 0,8 pró- sentustig þann 12. janúar sl. Í kjölfarið styrktist gengi krónunnar og var eftir það á bilinu 4%-5% yfir miðgengi fráviksmarkanna. Þann 14. febrúar víkkaði Seðlabankinn vikmörk gengisstefnunnar í ±9% og hækkaði vexti sína um leið um 0,3 prósentustig. Í árslok tóku gildi nýjar reglur um laust fé lánastofnana, reglur um lausafjárhlutfall. Þær byggjast á greiningu á lausafjáreiginleikum eigna og skulda lánastofn- ana. Þær gera kröfu um að lausafjáreignir á næstu þremur mánuðum séu jafnar eða meiri en skuldbind- ingar sem fallið geta á sama tíma. Þá setti Seðlabankinn nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og tóku þær gildi í ársbyrjun. Einnig voru gerðar breytingar á reglum bankans um millibanka- markað í krónum sem tóku gildi 1. febrúar. Tvær nýjar tímalengdir bættust við, til 9 og 12 mánaða. Að lokum voru gerðar smávægilegar breytingar á reglum bankans um viðskipti við bindiskyldar lánastofn- anir sem einnig tóku gildi í byrjun febrúar. 1. Gögn í þessari grein ná fram til 15. febrúar. Mynd 1 Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri og aðild Seðlabankans 1993-1999 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 0 100 200 300 400 500 Ma.kr. 0 20 40 60 80 100 %Heildarvelta Aðild Seðlabankans (%)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.