Peningamál - 01.02.2000, Side 14

Peningamál - 01.02.2000, Side 14
voru skipulögð viðskipti með 9 og 12 mánaða inn- og útlán auk þess sem lágmarksfjárhæðir í viðskiptum til 6 mánaða voru hækkaðar úr 50 m.kr. í 100 m.kr. Lágmarksviðskipti í hinum nýju tímalengdum verða 50 m.kr. Með þessum breytingum næst sá mikils- verði áfangi að millibankamarkaður hér á landi nær til allra þeirra tímalengda sem millibankamarkaðir í nágrannalöndum ná til. Endurhverf viðskipti Seðlabanka fóru vaxandi Endurhverf viðskipti Seðlabankans fóru mjög vax- andi á síðustu mánuðum ársins 1999 og var staða þeirra í árslok röskir 36 ma.kr. og hafði aukist um 13 ma.kr. á árinu. Nokkur lækkun hefur orðið í janúar og febrúar en minni en búast mátti við. Ástæðan er batn- andi staða ríkissjóðs gagnvart Seðlabanka. Staða endurhverfra viðskipta er jafnan hæst um áramót. Ástæður þessa má rekja til árstíðasveiflu í lausafjárstöðu innlánsstofnana sem að jafnaði stafar af árstíðabundnum breytingum í stöðu ríkissjóðs gagnvart Seðlabankanum og árstíðabundnu gjald- eyrisútstreymi. Þessu til viðbótar komu nú um ára- mótin til sérstakir þættir, þ.e. einkavæðing ríkis- fyrirtækja en andvirði hennar var greitt inn til ríkis- sjóðs á síðustu mánuðum ársins að mestu leyti. Þá var einnig á gjalddaga í fyrri hluta janúar söluand- virði þess hlutar ríkissjóðs í viðskiptabönkunum tveimur sem seldur var í desember sl. og er það meginskýring þess að staða endurhverfra viðskipta hefur ekki lækkað enn sem komið er. Annar þáttur sem stuðlað hefur að aukinni fyrir- greiðslu Seðlabankans við bindiskyldar lánastofnanir er aukning bindifjárhæðar, en á síðasta ári jukust innstæður á bindireikningum um 4 ma.kr. Þessi aukn- ing endurspeglar að hluta hraðan vöxt lánastofnana á síðasta ári en einnig víkkun bindigrunnsins sem nær nú til fleiri liða í efnahag lánastofnana og fleiri lána- stofnana en áður. Tímabundin aukning grunnfjár í desember vegna hugsanlegs 2000-vanda Mikil aukning varð á grunnfé Seðlabankans á árinu 1999 eða 15,6 ma.kr. Auk þeirra þátta sem þegar hafa verið nefndir stuðlaði varfærni vegna 2000-vandans einnig að því að lánastofnanir juku endurhverf við- skipti þegar leið að áramótum og byggðu upp stöðu á viðskiptareikningum í Seðlabankanum til þess að mæta hugsanlegum úttektum viðskiptavina. Staða innlánsstofnana á viðskiptareikningum og innlendum gjaldeyrisreikningum í Seðlabankanum var um 7,9 ma.kr. hærri í árslok 1999 en á sama tíma árið á undan. Grunnfé Seðlabankans lækkaði strax í janúar um 15,1 ma.kr. þegar innlánsstofnanir lækkuðu innstæður sínar á viðskipta- og bindireikningum. Í byrjun febrúar tóku gildi endurskoðaðar reglur Seðlabankans um viðskipti við bindiskyldar lána- stofnanir. Breytingarnar sem gerðar voru eru ekki veigamiklar. Helstar eru þær að ákvæði eldri reglna um leiðréttingu færslumistaka eru færðar inn í regl- urnar og að frestur Seðlabankans til að tilkynna fyrir- komulag vikulegra uppboða endurhverfra viðskipta er færður frá föstudegi til mánudagsmorguns. Þá var einum nýjum skuldabréfaflokki bætt á lista verðbréfa sem hæfur er í endurhverfum viðskiptum og daglána- viðskiptum við Seðlabankann. PENINGAMÁL 2000/1 13 Endurhverf verðbréfakaup Seðlabankans Staða í lok mánaðar. Nýjast 15. febrúar 2000 J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J F 0 5 10 15 20 25 30 35 40 Ma.kr. 1998 1999 Mynd 7 2000 Velta á millibankamarkaði með krónur og vaxtamunur inn- og útlána frá júní 1998 J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J 0 10 20 30 40 50 60 70 Ma.kr. 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 Prósentustig til eins dags viku annarra tímalengda O/N 3 M 6 M 2000 Mynd 6, a 1998 1999

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.