Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 17

Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 17
16 PENINGAMÁL 2000/1 ... en mikil uppsveifla á hlutabréfamarkaði Mikil uppsveifla varð á íslenska hlutabréfamarkaðn- um á síðasta ári. Mikil veltuaukning var og veruleg hækkun á gengi flestra hlutafélaga í úrvalsvísitölu Verðbréfaþings. Þá var mikill áhugi á nýjum hluta- bréfaútboðum, bæði útboðum vegna einkavæðingar og hlutafjáraukningar hjá öðrum félögum. Viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands voru þrefalt meiri árið 1999 en 1998. Viðskiptin voru um 39 ma.kr. 1999 en ríflega 13 ma.kr. 1998. Úrvals- vísitala VÞÍ hækkaði um 47% á árinu 1999 sem endurspeglar mikla spurn eftir hlutabréfum. Mark- aðsvirði hlutabréfa á VÞÍ var 361 ma.kr. í lok ársins 1999 samanborið við 233 ma.kr. í ársbyrjun. Þessa hækkun má rekja til hækkunar á verði hlutabréfa, útgáfu nýrra hluta og nýskráningar á VÞÍ. Markaðs- virði skráðra hlutabréfa er um 53% af VLF og er þessi kennitala farin að nálgast hlutabréfamarkaði í nágrannalöndum. Hækkun hlutabréfaverðs á um- liðnu ári endurspeglar mikla eftirspurn eftir hluta- bréfum sem má meðal annars rekja til mikillar bjart- sýni meðal fjárfesta um afkomu íslenskra fyrirtækja í framtíðinni. Seðlabanki Íslands setti nýjar reglur um lausafjárhlutfall bindiskyldra lánastofnana í desember og gilda þær frá 31. desember sl. Um leið féllu úr gildi eldri reglur um laust fé bindiskyldra lánastofnana. Útreikningstímabil, sem lauk 20. desember sl., var síðasta gildistímabil þeirra. Að hinum nýju reglum er gefinn aðlögunartími með þeim hætti að viðurlög við vanhöldum leggjast ekki á af fullum þunga fyrr en að þremur mánuðum liðnum. Frá því vorið 1999 var unnið að undirbúningi hinna nýju reglna í samstarfi við fulltrúa lánastofnana og Fjár- málaeftirlitsins. Til þess að þær gætu tekið gildi þurfti að breyta ákvæðum laga um Seðlabanka Íslands um laust fé lánastofnana. Frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi skömmu fyrir jól. Fyrirmyndir að nýjum lausafjárreglum er að finna hjá seðlabanka Þýskalands, nefnd á vegum Evrópusam- bandsins, ,,Groupe de Contact“ og Alþjóðagreiðslubank- anum (BIS). Þær byggjast á öðrum grunni en þær eldri og fela í sér að fram fer heildarmat á lausafjáreignum og lausafjárskuldbindingum lánastofnana í efnahagsreikn- ingi þeirra auk liða utan hans. Í hinum aflögðu reglum var hins vegar eingöngu tekið tillit til krafna og skuld- bindinga milli innlendra og erlendra lánastofnana inn- byrðis og viðskipta lánastofnana við seðlabanka. Nýju reglurnar eru því enn betur til þess fallnar að tryggja að lánastofnanir eigi nægjanlegt laust fé til þess að mæta skuldbindingum sínum. Hinar nýju reglur fela ekki í sér minna aðhald að lausafjárstöðu lánastofnana en eldri reglurnar og með þeim mun draga úr neikvæðum hliðar- áhrifum sem eldri reglur höfðu á vaxtamyndun á peninga- og verðbréfamarkaði. Meginatriði hinna nýju reglna: 1. Laust fé skal flokkað eftir fjórum tímabilum og horft er til lauss fjár næstu tólf mánuði. Tímabilin eru: Laust fé innan eins mánaðar, eftir einn til allt að þriggja mánaða, eftir þrjá mánuði til allt að sex mán- aða og eftir sex mánuði til allt að tólf mánaða. 2. Lausafjárhlutfall (hlutfall lausafjárkrafna og lausafjár- skuldbindinga) eins og það er skilgreint í reglunum skal reiknað mánaðarlega á grundvelli upplýsinga í lok hvers mánaðar. 3. Mat er lagt á lausafjárgildi allra krafna og skuld- bindinga sem geta haft annaðhvort markaðsverð eða skilgreindan tekju- eða gjaldastraum. 4. Einstakir liðir efnahagsreiknings og utan hans hafa verið metnir með tilliti til þess hversu auðvelt og tryggt er að koma þeim í laust fé. Liður er metinn 100% ef hann hefur full áhrif en engin áhrif ef mikil óvissa er um hvort hægt sé að koma honum í laust fé. 5. Út frá vægi hvers lausafjárliðar er laust fé metið í lok hvers mánaðar og þá tekið mið af markaðsverði, stöðu, tekju- eða gjaldastraumum hvers liðar. 6. Gerð er krafa til þess að lausafjárkröfur séu meiri en lausafjárskuldbindingar á fyrstu tveimur tímabilunum (sbr. 1. tl.), þ.e. hlutfall krafna og skuldbindinga má ekki vera lægra en einn fyrir hvort tímabil um sig. Heimilt er að yfirfæra afgang á fyrsta tímabili yfir á annað tímabil. 7. Nái lausafjárhlutföll ekki tilteknum lágmarksgildum eru reiknuð viðurlög á þær fjárhæðir sem á vantar. Þau samsvara 30 daga vanskilavöxtum eins og þeir eru á hverjum tíma. Nýjar lausafjárreglur tóku gildi um síðustu áramót
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.