Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 46

Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 46
PENINGAMÁL 2000/1 45 auk greiðslujöfnunarinnar og greiðsluuppgjörsins. Greiðslujöfnunin fer fram með þeim hætti að öllum greiðslum til og frá hverjum einstökum þátttakanda er safnað saman í lok dags og þá er reiknuð út jöfn- unarstaða, þ.e. jákvæð eða neikvæð greiðslustaða. Greiðsluuppgjörið fer síðan fram á reikningum þátt- takenda í Seðlabankanum. Þetta kerfi er nú orðið há- þróað og afkastamikið. Um þessar mundir er verið að taka í notkun sel en það er sjálfstæð varaaðstaða með fullbúnu varakerfi sem hægt er að grípa til ef aðal- kerfið bregst. Aðlögun að Lamfalussy-skilyrðunum Í skýrslu sem Seðlabankinn gaf út í ársbyrjun 1997 var metið hvernig greiðslujöfnunarkerfi RB stæði gagnvart Lamfalussy-skilyrðunum. Í ljós kom að kerfið uppfyllti ekkert af skilyrðunum sex. Nokkuð hefur þó þokast í rétta átt. Búið er að setja lög um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum (lög nr. 90/1999). Þar er lagalegur grundvöllur greiðslukerfa treystur mjög. Einnig eru í vinnslu reglur og samn- ingar sem munu tryggja að greiðslujöfnunarkerfi RB muni uppfylla að fullu Lamfalussy-skilyrði I um traustan lagalegan grundvöll. Með nýju reglunum mun kerfið einnig uppfylla skilyrði III um að við- brögð við greiðslufalli og lausafjárskorti séu ljós (þótt ekki sé enn hægt að setja skilyrði um hámarks- skuldastöðu gagnvart öðrum þátttakendum) og skil- yrði IV um að hægt verði að ljúka uppgjöri þótt sá aðili sem hefur stærstu nettóskuldina bregðist. Skil- yrði II um að þátttakendur geri sér grein fyrir áhætt- unni í kerfinu ætti að vera uppfyllt, þótt nauðsynlegt sé að viðhalda þeirri þekkingu sem til staðar er. Í gangi er vinna við að kljúfa greiðslujöfnunina frá öðrum kerfum RB og stofna um hana sérstakt félag og opna þannig fyrir almennt aðgengi að greiðslu- jöfnuninni. Þar með væri skilyrði V um jafnt aðgengi uppfyllt. Þegar selið hjá RB verður tekið í gagnið verður skilyrði VI uppfyllt en það fjallar um að rekstraröryggi sé tryggt og aðgangur að varakerfi sé til staðar. Því eru horfur á að Lamfalussy-skilyrðin verði að mestu uppfyllt á næstu mánuðum. Fyrirhugað stórgreiðslukerfi Seðlabankans Um nokkurt skeið hefur Seðlabanki Íslands haft hug á að koma á fót stórgreiðslukerfi sem yrði rauntíma- uppgjörskerfi. Helsta ástæðan fyrir áhuga Seðla- bankans á slíku kerfi er sú að mesta áhættan fylgir stærstu greiðslunum og auk þess væri með þessu hægt að draga verulega úr þeim vanda sem kann að skapast af sýndarbókun í greiðslujöfnunarkerfi og hugsanlegri upprakningu. Með því að gera þær strax og endanlega upp á viðskiptareikningum í Seðla- bankanum mætti eyða að mestu greiðslufallsáhættu og einnig yrði dregið mjög úr kerfisáhættu. Seðlabankinn mun væntanlega bjóða þátttakendum upp á daglánaviðskipti gegn tryggingum til að auka laust fé í kerfinu. Verðbréfaskráning Íslands Rafræn skráning verðbréfa er á næsta leiti. Verð- bréfaskráning Íslands mun sennilega hefja fulla starf- semi á næstunni og þá mun ferli verðbréfaviðskipta breytast nokkuð. Verðbréfin sem slík verða aflögð en rafræn skráning eignarréttindanna sem þeim fylgja verður að veruleika. Viðskipti á Verðbréfaþingi Ís- lands munu verða gerð upp í Verðbréfaskráningu Ís- lands með þeim hætti að Verðbréfaþing tilkynnir um þau viðskipti sem verða. Færslurnar eru síðan sendar til kaupanda og seljanda (þ.e. þingaðila á Verðbréfa- þingi) sem bæta við upplýsingum, t.d. um þá banka- reikninga sem greiðslur eiga að fara um. Bankafærsl- ur verða síðan sendar inn í greiðslujöfnunarkerfi RB. Að morgni næsta viðskiptadags þegar endanlegt upp- gjör greiðslujöfnunar á sér stað verða eigendaskipti á eignarréttindum (verðbréfum). Þannig næst afhend- ing gegn greiðslu sem er eitt helsta markmið skil- virkrar og áhættulítillar greiðslumiðlunar verðbréfa. Hlutverk seðlabanka Seðlabankar hafa mjög misstórt hlutverk í greiðslu- miðlun. Þetta helgast nokkuð af ólíkum hefðum en breytingar á fyrirkomulagi greiðslumiðlunar síðustu ár hafa víða leitt til breytinga á hlutverki seðlabanka. Í mörgum tilfellum eru seðlabankar vettvangur uppgjörs, þ.e.a.s. uppgjör greiðslujöfnunar fer fram um viðskiptareikninga þátttakenda í seðlabanka við- komandi lands. Af sömu ástæðu eiga seðlabankar yfirleitt og reka stórgreiðslukerfi í hverju landi. Vegna þess hversu mikilvæg greiðslumiðlun er í fjár- málakerfinu hafa seðlabankar litið á það sem hlut- verk sitt að fylgjast með henni, bæði rekstri greiðslu- kerfa og rekstraröryggi þeirra og ekki síður með tilliti til fjárhagslegs stöðugleika alls fjármálakerfisins. Með breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands, sem gerð var 1998, varð það eitt af hlutverkum bankans „að stuðla að greiðri, hagkvæmri og öruggri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.