Peningamál - 01.02.2000, Síða 55

Peningamál - 01.02.2000, Síða 55
54 PENINGAMÁL 2000/1 og selja síðan aðgang að sjóðnum án þess að draga verulega úr eigin áhættu vegna skuldabréfanna. • Reglurnar veita bankastofnunum litla hvatningu til að nýta tækifæri til að draga úr áhættu. • Ýmis þróunarlönd hafa gagnrýnt að lönd innan OECD séu sjálfkrafa talin traust. • Reglurnar koma ekki nægjanlega vel í veg fyrir að nýta megi sama eigið fé í mörgum fjármálafyrir- tækjum. • Vegna þess hversu þröngt reglurnar eru skil- greindar geta stórir alþjóðlegir bankar skotið sér undan því að telja með eigin eignum og áhættu- meta eignir dótturfyrirtækja sem stunda fjármála- starfsemi en eru ekki raunverulegir bankar sam- kvæmt skilgreiningum. Nýjar tillögur 1999 Í júní 1999 kynnti nefnd BIS um bankaeftirlit tillögur að nýjum viðmiðunarreglum um eiginfjárkröfur bankastofnana. Nýju regludrögin eiga eftir sem áður að treysta öryggi og stöðugleika fjármálakerfisins, efla samkeppnisjafnvægi og útfæra áhættumat betur. Regludrögin beinast fyrst og fremst að alþjóðlega virkum bönkum en geta þó átt við um banka á ýms- um flækju- og færnistigum. Í tillögunum eru ekki lagðar til breytingar á mati eigin fjár en nokkrir val- kostir eru nefndir varðandi mat eigna (krafna). Til- lögurnar byggja á þremur stoðum: Í fyrsta lagi lág- marks eiginfjárkröfum, í öðru lagi yfirsýn og mati eftirlitsaðila á eiginfjárþörf einstakra fjármálafyrir- tækja og í þriðja lagi markaðsaðhaldi í formi ítarlegri upplýsinga í reikningsskilum fjármálafyrirtækja. Fyrstnefnda stoðin gerir ráð fyrir tveimur meginleið- um. Annars vegar er staðlaða aðferðin sem notuð hefur verið síðan 1988 þróuð áfram og gert ráð fyrir að notað verði áhættumat alþjóðlegra matsfyrirtækja, t.d. Moody's og Standard & Poor's. Hin aðferðin er að bankar taki upp kerfi til að meta eigin eignir, svonefnt innra mat. Í tillögunum er einnig minnst á aðra valkosti en þeir verða ekki útfærðir frekar að sinni. Staðlaða aðferðin Mælt er með því í tillögunum að þróa frekar þær aðferðir sem nú eru í notkun. Helstu vankantar núverandi aðferðar eru sniðnir af en haldið er í þá hugmyndafræði sem að baki liggur. Í stuttu máli yrði mat alþjóðlegra matsfyrirtækja, svo sem Moody's og Standard & Poor's, látið ráða áhættuvog ríkja. Áhættuvog banka sem hafa einkunn slíkra mats- fyrirtækja ræðst af einkunninni, en annars yrði tekið mið af vog landsins við flokkun bankanna. Þannig hefði ríki með einkunnina AA- samkvæmt mati Standard & Poor's eða betri einkunn, 0% áhættu- vog en ríki með A+ til A- hefði 20% áhættuvog. Í dag er miðað við að ríki sem er innan OECD (eða ríki sem hefur sérstaka lánafyrirgreiðslu frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum (IMF)) og hefur ekki neyðst til að endurskipuleggja endurgreiðslu skulda sinna sl. 5 ár hafi 0% áhættuvog en ríki utan OECD hafi 20% vog. Tafla 1 sýnir tillögurnar fyrir ríki, banka og fyrirtæki. Innra mat Önnur aðferð er einnig kynnt í tillögunum sem val- kostur fyrir þróaða fjármagnsmarkaði. Þessi aðferð byggist á því að bankastofnanir komi sér upp eigin reglum við mat á kröfum (innra mat) og beiti því síðan við flokkun og áhættumat. Það yrði síðan hlutverk eftirlitsaðila að fylgjast með því hvort regl- urnar standast þær kröfur sem til þeirra yrðu gerðar og hvort innra mat fari fram í samræmi við reglurnar. Þessi lausn þykir aðlaðandi í stærri og þróaðri bönk- um því að flestir þeirra hafa þegar komið sér upp ein- hverjum slíkum aðferðum þótt víða þyrfti að endur- bæta þær nokkuð. Helsti gallinn við þessa aðferð er sá að þar með væri kastað fyrir róða þeim ávinningi sem fæst við það að sama aðferð sé notuð um allan heim og því geti verið erfitt að bera saman áhættu ólíkra banka. Þó er talið líklegt að settar yrðu ein- hverjar meginreglur varðandi slíkt mat og sennilegt Tafla 1 Nýjar tillögur um mat krafna (m.v. aðferðir Standard & Poor's) Mat (í %) AAA A+ BBB+ BB+ Undir Ekki Krafa á: til AA- til A- til BBB- til B- B- metið Ríki ...................... 0 20 50 100 150 100 Banki (teg. 1) ....... 20 50 100 100 150 100 Banki (teg. 2) ....... 20 50* 50* 100* 150* 50* Fyrirtæki .............. 20 100 100 100 150 100 Tegund 1 eru bankar þar sem mat byggir á mati ríkis. Tegund 2 eru bankar sem hafa einkunn alþjóðlegs matsfyrirtækis. * Kröfur á banka með stuttum líftíma, t.d. undir 6 mánuðum, yrðu metnar einum flokki ofar en ella.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.