Peningamál - 01.02.2000, Side 57

Peningamál - 01.02.2000, Side 57
56 PENINGAMÁL 2000/1 Gagnrýni á innra mat Tillögur Basel-nefndarinnar um innra mat eru það óljósar að erfitt er að festa hendur á því hverjir gætu notað þessa aðferð og hvernig bæði framkvæmd og eftirliti yrði háttað. Í tillögunum er talað um að sumir þróaðir (e. sophisticated) bankar nýti sér þessar að- ferðir en of óljóst er hvernig útfærslan verður. Nauð- synlegt yrði að setja alþjóðlega staðla til að tryggja sambærilegt mat. Einnig yrði að tryggja að eftirlits- aðilar hefðu úr nægri þekkingu, fjármagni og mann- afla að spila til að þessi aðferð gæti gengið upp. Gagnrýni á önnur atriði Samkvæmt tillögunum eru gefnir tveir valkostir varðandi mat á bönkum, eins og sjá má í töflu 1 á bls. 54. Það er gagnrýnt að fyrri valkosturinn gefi það í skyn að bankar og ríki tengist einhvers konar bönd- um sem ekki séu til staðar í raunveruleikanum. Sum ríki utan G10-hópsins hafa áhyggjur af 150% áhættu- vog þar sem hún kunni að leiða til skyndilegra og mikilla breytinga á eiginfjárþörf ef skuldastaða versnar. Önnur ríki telja þetta fyrirkomulag hins vegar til bóta því að með þessu sé hægt að flokka kröfur betur. Leitað umsagna Tillögur Basel-nefndarinnar eru til umsagnar til 31. mars á þessu ári og fyrirhugað er að nefndin skili af sér fullbúnum „reglum“ í lok ársins. Evrópusam- bandið hefur hrundið af stað vinnu innan sinna raða og gaf það út skýrslu þann 18. nóvember síðastliðinn þar sem farið er yfir tillögur Basel-nefndarinnar. Þar er einnig óskað eftir umsögnum til 31. mars á þessu ári. Hægt er að nálgast skýrslu Basel-nefndarinnar á vefsíðu BIS: http://www.bis.org. Skýrslu Evrópusam- bandsins má nálgast á vefslóðinni: http://europa.eu.int/comm/dg15/en/finances. Helstu heimildir: A New Capital Adequacy Framework, júní 1999, BIS. A Review of Regulatory Capital Requirements for EU Credit Institutions and Investment Firms, 18. nóvember 1999, European Commission, Internal Market Directorate General. Revised Capital Rules from the Perspective of Emerging Markets, glærur úr fyrirlestri sem David Carse, aðstoðarfor- stjóri fjármálaeftirlits Hong Kong hélt á ráðstefnu í Stokk- hólmi 24. nóvember 1999. Tafla 2 Dæmi um mat á Suður-Kóreu í Asíukreppunni 1997 Lækkun frá Áhættuvog S&P- upphaflegri skv. nýjum Dagsetning flokkun flokkun* tillögum 21. júní 1997 ...................... AA- 0% 24. október 1997 ................ A+ -1 20% 25. nóvember 1997 ............ A- -3 20% 11. desember 1997 ............. BBB- -6 50% 22. desember 1997............. B+ -10 100% * Uppsafnaður fjöldi þrepa sem einkunnir hafa lækkað um.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.