Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 58

Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 58
Febrúar 1999 Hinn 18. febrúar tóku gildi reglur um viðskipti bindi- skyldra lánastofnana við Seðlabanka Íslands. Þær komu í stað reglna um útreikning og færslu vaxta o.fl. við Seðlabanka Íslands í viðskiptum við bindi- skyldar stofnanir. Hinn 18. febrúar undirrituðu aðilar að Verðbréfaþingi Íslands hf. samkomulag um bætur og uppgjör við- skipta á Verðbréfaþingi Íslands hf. Hinn 23. febrúar hækkaði Seðlabanka Íslands vexti sína um 0,4 prósentustig. Hinn 23. febrúar tilkynnti bankastjórn Seðlabankans um setningu reglna um laust fé bindiskyldra lána- stofnana. Reglurnar tóku gildi 21. mars 1999. Mars 1999 Hinn 29. mars voru gerðar breytingar á reglum um laust fé bindiskyldra lánastofnana. Breytingarnar fel- ast í því að aðlögunartími að endanlegu lausafjárhlut- falli er lengt í fjóra mánuði. Lágmarkslausafjárhlut- fall á fyrsta eins mánaðar tímabili verður -12% en skal hækka um 3 prósentustig mánaðarlega uns það nær 1,5% 21. júlí 1999. Fyrsta útreikningstímabil samkvæmt reglunum er frá 21. mars til 20 apríl 1999. Apríl 1999 Hinn 21. apríl birti Seðlabanki Íslands verðbólguspá sem gerði ráð fyrir að meðalhækkun verðlags yrði 2,4% milli áranna 1998 og 1999 en hækkun frá upphafi til loka árs 1999 yrði 2,8%. Spáð var að verðlag á öðrum ársfjórðungi myndi hækka um 1,0% eða 4,2% á ársgrundvelli. Júní 1999 Hinn 21. júní hækkaði Seðlabanki Íslands vexti sína um 0,5 prósentustig. Hinn 25. júní var gengisskráningarvog breytt í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta á árinu 1998. Hinn 29. júní veitti viðskiptaráðuneytið Verðbréfa- þingi Íslands hf. starfsleyfi til kauphallarstarfsemi frá og með 1. júlí 1999. Bandaríska matsfyrirtækið Moody´s Investors Ser- vice gaf Búnaðarbanka Íslands hf. einkunnina A3 fyrir langtímaskuldbindingar, Prime-2 fyrir skamm- tímaskuldbindingar og D fyrir fjárhagslegan styrk. Júlí 1999 Hinn 22. júlí birti Seðlabanki Íslands verðbólguspá sem gerði ráð fyrir að meðalhækkun verðlags yrði 3,0% milli áranna 1998 og 1999 en hækkun frá upp- hafi til loka árs 1999 yrði 4,0%. Spáð var að verðlag á þriðja ársfjórðungi myndi hækka um 1,3% eða 5,2% á ársgrundvelli. Ágúst 1999 Útgáfu Economic Statistics var hætt. September 1999 Útgáfu Hagtalna mánaðarins var hætt. Í stað þeirra og Economic Statistics sem síðast komu út í ágúst ákvað Seðlabanki Íslands að gefa út ársfjórðungsrit á íslensku og ensku, Peningamál og Quarterly Mone- tary Bulletin, frá nóvember 1999. Hinn 15. september tilkynnti Lánasýsla ríkisins um fyrirhuguð uppkaup og fækkun markflokka ríkis- verðbréfa. Hinn 20. og 21. september hækkaði Seðlabanki Íslands vexti sína um 0,6 prósentustig. Kreditkort hf. fékk starfsleyfi sem lánastofnun á grundvelli laga um lánastofnanir aðrar en viðskipta- banka og sparisjóði (nr. 123/1993). Október 1999 Hinn 25. október birti Seðlabanki Íslands verðbólgu- spá sem gerði ráð fyrir að meðalhækkun verðlags yrði 3,3% milli áranna 1998 og 1999 en hækkun frá upphafi til loka árs 1999 yrði 4,6%. Spáð var að verðlag á fjórða ársfjórðungi myndi hækka um 1,0% eða 4,1% á ársgrundvelli. PENINGAMÁL 2000/1 57 Annáll fjármálamarkaða Febrúar 1999 - febrúar 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.