Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 59

Peningamál - 01.02.2000, Qupperneq 59
Ríkissjóður seldi 51% hlut sinn í FBA. Söluverð- mætið nam 9,7 ma.kr. Hinn 25. október hóf Seðlabanki Íslands að birta á heimasíðu sinni, www.sedlabanki.is tölfræðilegar upplýsingar um íslenskt efnahagslíf og varða þær einkum þá þætti sem heyra beint undir verksvið bankans. Upplýsingarnar eru uppfærðar vikulega. Nóvember 1999 Hinn 24. nóvember kom út fyrsta tölublað Peninga- mála. Peningamál eru gefin út ársfjórðungslega og innihalda umfjöllun um efnahags- og peningamál og þróun á fjármálamarkaði auk greina og talnalegra upplýsinga. Desember 1999 Í desember fór fram sala á 15% hlut ríkissjóðs í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. Bréfin voru seld með áskriftar- og útboðsfyrirkomu- lagi. Söluverðmætið nam tæpum 6 ma.kr. Bandarísku matsfyrirtækin Moody's Investor Service og Standard & Poor's staðfestu mat sitt á lánshæfi íslenska ríkisins. Lánshæfiseinkunnirnar eru Aa3 og A+ á langtímskuldbindingum og P-1/A-1+ á skamm- tímaskuldbindingum í erlendri mynt. Á skuldbind- ingar í íslenskum krónum fékk ríkið hæstu einkunn, Aaa frá Moody’s og einkunnina AA+ frá Standard & Poor's. Hinn 8. desember voru samþykkt á Alþingi lög nr. 90/1999 um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerf- um. Ákvæði laganna tekur til þeirra greiðslukerfa sem rekin eru hér á landi. Hinn 21. desember voru samþykkt á Alþingi lög nr. 96/1999 um breytingu á lögum nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingum. Breytt var 8 gr. laganna, sem fjallar um laust fé, á þann veg að skilgreining á lausu fé lánastofnana var rýmkuð. Hinn 31. desember tóku gildi nýjar reglur um laust fé bindiskyldra stofnana. Nýju reglurnar byggja á öðrum grunni en þær eldri og fela í sér að fram fer heildarmat á lausafjáreignum og lausafjárskuldbind- ingum lánastofnana (sjá lýsingu í ramma á bls. 16). Janúar 2000 Hinn 1. janúar tóku gildi nýjar reglur um verðtrygg- ingu sparifjár og lánsfjár o.fl. Breytingar voru gerðar á ákvæði um jöfnuð verðtryggðra eigna og skulda lánastofnana. Leyfileg mörk misvægis voru aukin úr 20% í 30% af eigin fé. Ekki voru gerðar breytingar á heimildum til verðtryggingar sparifjár og lánsfjár eins og stefnt hafði verið að samkvæmt reglum bank- ans frá júní 1995. Lágmarksbinditími verðtryggðra innlána verður áfram 3 ár og lágmarksbinditími verð- tryggðra lána 5 ár. Hinn 1. janúar breyttust lög nr. 36/1986 um Seðla- banka Íslands og fluttist yfirstjórn bankans frá við- skiptaráðherra til forsætisráðherra. Hinn 1. janúar fékk Greiðslumiðlun hf. Visa Ísland starfsleyfi sem lánastofnun. Hinn 12. janúar hækkaði Seðlabanki Íslands vexti sína um 0,8 prósentustig. Hinn 24. janúar birti Seðlabanki Íslands verðbólgu- spá sem gerði ráð fyrir að meðalhækkun verðlags yrði 5% milli áranna 1999 og 2000 en hækkun frá upphafi til loka árs 2000 yrði 3,8%. Spáð var að verðlag á fyrsta ársfjórðungi myndi hækka um 0,9% eða 3,7% á ársgrundvelli. Febrúar 2000 Hinn 1. febrúar tóku gildi nýjar reglur á millibanka- markaði með krónur. Helstu breytingar eru þær að framvegis skuldbinda markaðsaðilar sig til þess að gera tilboð í tilteknum fjárhæðum með lánstíma til 9 og 12 mánaða. Seðlabanki Íslands mun reikna út og birta REIBOR og REIBID til 9 og 12 mánaða. Hinn 1. febrúar tóku gildi nýjar reglur um viðskipti Seðlabanka Íslands við bindiskyldar lánastofnanir. Meginbreytingar voru að leiðréttingar á færslumis- tökum voru felldar inn í reglurnar og að tilkynningar um uppboð endurhverfra viðskipta verða tilkynnt vikulega á mánudagsmorgni í stað föstudagskvölds. Þá bættist við nýr skuldabréfaflokkur SLST023/2 sem er hæfur í viðskiptum við Seðlabankann. Hinn 3. febrúar veitti alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch IBCA íslenska ríkinu lánshæfismatið AA- fyrir lang- tímaskuldbindingar í erlendri mynt. Fyrir skamm- tímaskuldbindingar í erlendri mynt F1+ og fyrir skuldbindingar í innlendri mynt fékk ríkið AAA sem eru hæstu einkunnir sem fyrirtækið gefur. Hinn 11. febrúar tilkynnti Seðlabanki Íslands hækk- un vaxta sinna um 0,3 prósentustig og um víkkun vikmarka gengisstefnunnar úr ±6% í ±9%. 58 PENINGAMÁL 2000/1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.