Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. JÚN( 2008 Fréttir DV HEIMURINN HARM Alþjóðleg dýraverndunarsamtök harma að hvítabjörn hafi verið aflifaður í Skagafirði á þriðjudag. Þar á meðal eru samtökin Pol- ar World sem berjast fyrir vernd heim- skautssvæðanna. Forsvarsmenn þeirra segja drápið þó hafa verið óhjákvæmilegt en tala um í kaldhæðni að þetta hafi verið enn einn sigur fyrir mannkynið. Skiptar skoðanir eru um hvort hægt hefði verið að bregðast við með öðrum hætti en gert var. ROBERT HLYNUR BALDURSSON bladamcdur skrifar: roberthb@dv.is Alþjóðleg náttúru- og dýraverndun- arsamtök harma það að hvítabjörn hafi verið aflífaður í Skagafirði á þriðjudag. Birnirnir eru á heimslista yfir dýr í útrýmingahættu og þeim fækkar ört. Jarðíræðistofnun Banda- ríkjanna metur það sem svo að tveir þriðju hlutar hvítabjarna verði horfn- ir fýrir árið 2050 haldi Norðurheim- skautið áffam að hopa vegna hlýn- unar jarðar. Forsvarsmenn samtakanna Polar World, sem berjast fyrir vernd heim- skautssvæðanna, segja drápið hafa verið óhjákvæmilegan harmleik og tala í kaldhæðni um að þetta sé enn einn sigurinn fyrir mannkynið. Fjöldi erlendra íjölmiðla hefur ijallað um drápið þar sem sagt er frá gagnrýni á hvernig staðið var að mál- um. Breska blaðið Daily Mail vitnar til að mynda í orð Egils Steingríms- sonar, héraðsdýralæknis á Blöndu- ósi, sem segir frá því að hægt hefði verið að fanga björninn í stað þess að skjóta hann. Flann gagnrýndi sem kunnugt er að fólk hefði verið í ná- grenni bjarnarins. Þegar björninn fór svo að ögra fólkinu hafi þurft að grípa til þessa ráðs af illri nauðsyn. Lögreglan á Sauðárkróki hefur aftur á móti haldið því fram að fólkið hafi verið komið á vettvang áður en lög- reglumenn og aðra viðbragðsaðila bar að garði og því hafi verið erfitt að fást við ástandið. Dýralæknar efins Þeir dýralæknar sem DV hef- ur rætt við vegna málsins eru sam- mála um að viðbragðsáædun skorti í tilvikum sem þessu og undrast að henni hafi ekki enn verið komið á laggirnar. Þórunn Sveinbjarnardótt- ir umhverfisráðherra tilkynnti sam- dægurs og björninn var drepinn að hún hygðist fara yfir atburðarásina „Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna metur það sem svo að tveir þriðju hlutar hvíta- bjarna verði horfnir fyr- ir árið 2050 haldi Norð- urheimskautið áfram að hopa vegna hlýnun- arjarðar" sem leiddi til þess að hvítabjörninn var aflífaður. Verður kannað hvort hægt sé að koma í veg fyrir að fella þurfi hvítabirni sem hingað ganga á land í framtíðinni. Starfsfólk utanrík- isráðuneytisins og Umhverfisstofn- unar leituðu ráða hjá dýralæknum og sérfræðingum um hvort og hvern- ig væri hægt að fanga björninn og flytja hann í sitt rétta umhverfi. Það reyndist samdóma álit allra sem rætt var við að það myndi reynast mikl- um erfiðleikum háð, meðal annars vegna þess að rétt deyfilyf væru ekki til í landinu. Hjörtur Magnason, héraðsdýra- læknir á Egilsstöðum, er hins veg- ar með efni og byssu til staðar sem hefði dugað til þess að deyfa björn- inn. Hann fór á sínum tíma á nám- skeið í Svíþjóð og hefúr öll tilskilin réttindi til meðferðar búnaðarins. Yfirdýralæknir hafði samband við hann um málið um morguninn og sagði honum að sést hefði til hvíta- bjarnar í Skagafirði. Þá var ekki ljóst um hversu stóran björn var að ræða, en þau efni sem Hjörtur hafði und- ir höndum hefðu ekki dugað til að deyfa fullvaxta hvítabjörn í einu skoti. Hins vegar hefðu þau verið vel not- hæf til að deyfa björninn í Skagafirði og hefði þá verið hægt að flytja hann í burtu eftir á. Efnin og búnaðurinn eru því fyrir hendi í landinu, ólíkt því sem ráðuneytið heldur fram. ysm * m. - mt ■ -v VL,,„ ; «; Umdeiltdrap Skiptarskoðanireru um hvort hægt hefði verið að bregðast við komu ‘ hvítabjarnar til Skagafjarðar með öðrum hætti. Erlendir fjölmiðlar fjalla um drápið þar “ sem sagt er frá óánægju alþjóðlegra náttúruverndarsamtaka. MYNDIR FEYKIR mm ■ '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.