Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 Helgarblað DV Högni Kjartan Þorkelsson, 21 árs sölufulltrúi hjá Remax Þing, gerði sér lítið fyrir og keypti baksíðuna á nýju símaskránni til þess að auglýsa sig. Högna hefur aldrei gengið betur á meðan horfur á markaði hafa aldrei ver- ið svartari. Högni er fæddur sölumaður sem græddi mörg hundruð þúsund á því að selja körfuboltamyndir þegar hann var 11 ára. Hann leitast við að sinna öllum hugsanlegum þörfum viðskiptavina sinna þegar kemur að því að kaupa eða selja húsnæði. Högni segir jákvæðni lykilinn að velgengni sinni. KEYPTIBAKSIÐUNA ÁSÍMASKRÁNNI „Þetta var bara ég prívat og per- sónulega sem ákvað að ganga skref- inu lengra," segir Högni Kjartan Þorkelsson, 21 árs sölufulltrúi hjá Remax Þing, sem keypti baksíðuna á nýju símaskránni til þess að auglýsa sig. Allir þeir sem selja hjá Högna fá utanlandsferð hjá Iceland Express í kaupbæti en Högni segir það part af þeirri alhliða þjónustu sem hann leitast við að veita viðskiptavinum sínum. Opnaði sjoppu átta ára Högni segist alltaf hafa verið mik- ill sölumaður og að þetta sé hon- um eðlislægt. „Ég hef alltaf verið að selja eitthvað. Alltaf, alltaf, alltaf. Ég opnaði sjoppu þegar ég var átta ára gamall heima hjá mér og seldi fólki í hverfinu. Þegar ég var 11 ára græddi ég til dæmis um fjögur til fimm hundruð þúsund á því að selja körfu- boltamyndir." Sölumennska Högna hélt áfram í Bandaríkjunum þar sem hann bjó sem unglingur og kynntist fast- eignaviðskiptum. „Þegar ég bjó úti í Bandaríkjunum vann ég við að selja fasteignabrasksþjálfun og græddi mikið á því. Ég var sem sagt að selja fólki pakka sem kenndi því að hagnast á fasteignaviðskiptum. Auk þess var pabbi minn fasteignasali í Bandaríkjunum og í lánabransanum þannig að ég var alveg umkringdur þessum bransa." Eftirsóttur sölumaður Eftir að Högni fluttist aftur heim fór hann fljótlega að vinna hjá 365 miðlum. „Eg fór að vinna þar sem sölumaður í tveimur deildum og það gekk bara mjög vel. Ég var alltaf með þeim söluhæstu og mér fannst fínt að vinna þar." Högni segir að áður en langt um leið hafi tvær fasteignasöl- ur verið á höttunum eftir honum. „Á sama tíma var líka ein fast- eignasala á eftir pabba og ég vildi í raun fara að vinna á henni. Pabbi sagði þeim að hann ætlaði ekki í þennan bransa aftur en benti þeim á mig og sagði þeim að ég væri hvort sem er betri en hann," og undirstrik- ar Högni að það hafi verið orð föður hans. „f kjölfarið fór ég í viðtal sem ent- ist í tvo klukkutíma þar sem meiri- hlutinn af eigendahópnum og fram- kvæmdastjórinn voru mættir og gjörsamlega grilluðu mig," en síðan þá hefur Högni starfað við fasteigna- viðskipti. Mannorðið skiptir öllu Högni segir ástæðuna fyrir því að hann vildi starfa á þessari tilteknu fasteignasölu frekar en hinum sem voru á höttunum eftir honum ein- falda. „Mannorð mitt skiptir mig miklu máli og ég vildi fara á sölu þar sem heiðarleikinn væri í fýrirrúmi og myndi ekki skaða mannorð mitt. Ég er ekki að segja að hinar fasteigna- sölurnar hafi ekki verið góðar og með gott orðspor heldur vildi ég komast á þessa þar sem ég taldi gott og hvetj- andi vinnuumhverfi þar." Mannorðið skiptir Högna sér- lega miklu máli þar sem hann vinn- ur mest af sinni vinnu í gegnum ábendingar. „Ég vinn nánast allt eft- ir ábendingum og fæ mikið af þeim. Þannig að ef fólk er að benda ein- hverjum á mig þarf ég að geta tekið við kúnnanum." Allt fyrir viðskiptavininn „Ég er kominn með samning við Egg, Húsasmiðjuna og Blómaval svo eitthvað sé nefnt og þar fá kúnnar mínir afslátt," segir Högni sem kapp- kostar að láta viðskiptavinum sínum líða vel. „Ég vil ekki bara selja íbúð- ina þína heldur vil ég aðstoða þig í öllu ferlinu og láta þér líða vel að lok- um. Þetta er einn af þremur mestu stressvöldunum sem fólk upplifir í gegnum ævina, samkvæmt könnun- um, og ég vil létta á því stressi." Högni segist ekki takmarka þjón- ustu sína við afslátt á vörum. „Ef þú ætlar að innrétta íbúðina þína, þá redda ég afslætti af öllu. Ef þig vant- ar lýsingu, þá redda ég því. Sjónvarp, skiptir ekki máli. Ef þú ætlar að taka íbúðina þína frá fokheldu og upp í fullklárað, þá er ég með iðnaðar- menn á mínum snærum sem kalla sig Concept heimili. Þeir mæta á réttum tíma og gefa þér tilboð sem þú getur ekki hafnað." Vantar jákvæða umfjöllun Högni segist einnig vilja vekja já- kvæða umfjöllun um fasteignavið- skipti og fjármál almennt. „Þetta er íýrsta auglýsingin mín og ég er að láta fólk vita af mér og að ég sé ekki að fara neitt. Ég er líka að þessu til þess að vekja jákvæða umfjöllun," en Högni segir þá neikvæðu alltof algenga. „Það er ekkert mál að tala hlutina niður en til þess að koma þeim í lag þarf að minnka neikvæða umfjöllun. Því ástandið batnar ekk- ert hjá þér sem einstaklingi ef þú ert alltaf neikvæður." Högni segir neikvæðni og erf- iðari aðstæður á markaði heldur ekki koma í veg fyrir að fólk þurfi að kaupa og selja. „Fólk hættir ekki að þurfa að flytja eða finna sér nýtt heimili. Þá er ég bara kominn með mín skýru skilaboð um hvað ég vil gera og hvernig. Það að ég hafi efni á því að kaupa þessa auglýsingu segir eitthvað um hæfileika mína." Vill ekki verða löggildur strax Högni segir góða ástæðu fyrir því að hann hafi ekki lokið námi til þess að verða löggildur fasteignasali enn- þá. „Ég hef bara ekki haft tíma til þess ennþá. Það eru tvö ár á háskólastigi og ef ég hefði verið í námi undanfar- ið hefði ég einfaldlega ekki haft tíma til þess að sinna kúnnum mínum jafn vel og ég vil.“ Högni segist vel vita hvaða tíma námið tekur og hvaða tíma kúnnarnir þurfa. „Kúnnarnir mín- ir hefðu þá fengið verri þjónustu og það gengur ekki. Ég vinn átta til fjórtán tíma á dag, sex daga vikunn- ar, þannig að það er erfitt að koma námi inn í það." Högni segist ekki heldur hafa tíma til þess að sjá um pappírsvinnuna sem fylgir því að vera löggildur. „Ég er með einka- ritara sem sér um mín gögn og lög- gildan fasteignasala á stofunni sem fer yfir allar mínar sölur þannig að allt er hundrað prósent. Ég get því einbeitt mér að því sem ég geri best og það er að selja." Aldrei gengið betur Högni segir að eins undarlegt og það virðist hafi honum aldrei gengið betur en undanfarna mánuði. „Það fyndna er að eftir að allt fór versn- andi, samkvæmt öllum tölum, hef- ur mér aldrei gengið betur. Ég seldi til dæmis fyrir 500 milljónir í febrú- ar." Högni hefur þó skýringu á því á reiðum höndum. „Ég hef alltaf lagt áherslu á að gera fólk ánægt. Og ef það er ánægt með mig, af hverju þá ekki að benda fleirum á mig? Það hefur skilað sér mjög vel." Högni segir þó aðalástæðuna fyrir velgengninni vera jákvæðni. „Aðalástæðan fyrir því að það hefur gengið svona vel og jafnt og þétt síð- ustu átta, níu mánuðina er jákvætt hugarfar. Ef ég vakna á morgana og dagurinn er strax svartur hjá mér og ég hef áhyggjur af hlutunum, hvern- ig á ég þá að geta aðstoðað þig í þinni stöðu?" Högni segist undanfarna mán- uði hafa þjálfað huga sinn til þess að vera jákvæður og það komi honum langt. „Sérstaklega undanfarið hef ég þjálfað hugann í að vera alltaf já- kvæður, sama í hvaða aðstæðum ég er. Að horfa alltaf á björtu hliðarnar, það skilar sér margfalt á endanum," segir Högni sem vill þakka þjóðinni fyrir frábærar móttökur. „Þjóðin hefur tekið alveg ótrúlega vel í þessa auglýsingu og ég vil bara þakka kær- lega fyrir það. Eins vil ég benda fólki á að horfa frekar á árangurinn en aldurinn því margir virðast setja það fyrir sig," segir Högni að lokum. asgeir@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.