Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Page 21
síðasta árs af klisjunum um þýska ferðamenn; að þeir skipuleggi frí sín af hernaðarlegri nákvæmni, fari ráns- hendi um hlaðborðið og rísi úr rekkju við sólarupprás til að tryggja sér sól- bekki sólarstranda frá Majorka til Eg- yptalands. Bild og Sun skylmast Þýska blaðið Bild lét ekki segja sér tvisvar að svara fyrir hönd Þjóðveija. „Kæru tjallar, viljið þið ekki fara í ftí með okkur? Ekkert mál - við leikum knattspyrnu án ykkar í sumar," sagði í svari Bild og greinilegt að í uppsigl- ingu eru átök á sundlaugarbakkan- um. Bild vimar í Uta Stenzel, þýskan lögfræðing sem sagði að ef Þjóðverj- ar lentu í svipaðri aðstöðu og David Barnish gætu þeir ekki gripið til sömu úrræða og hann. „Ferðamaður verður að gera ráð fyrir að hann eyði sumar- fríinu með níutíu prósentum útlend- inga - einkum og sér í lagi Englend- ingum," sagði Stenzel. Blaðamaður breska dagblaðsins Times hjó eftir þessum ummælum Stenzels og sagði þau slæm tíðindi fyrir þýska ferða- menn sem væru ffægir fyrir að fara í mál við ferðaskrifstofur þegar heim væri komið og fengju oft og tíðum um þijátíu prósent ferðakosmaðar end- urgreiddan ef kakkalakki sást á veit- ingastað. Staðir til að forðast Eftir að hafa fjallað um mál Davdds Barnish sneri Bild sér að því að draga dár að breskri eldamennsku, drykkju- siðum, tísku og íþróttum: „Með tillití til íþrótta eru þeir ekki upp á marga fiska, þeir geta jafnvel ekki tekið víta- spyrnu." Bild benti á að Austurríki og Svdss yrðu að mestu laus við Breta á meðan Evrópumótið í knattspymu færi fram því Bretar hefðu ekki komist áfram. Að mati Bild var fysilegast fyrir Þjóðverja að forðast Breta í sumarffí- um og birti blaðið lista yflr sex „svarta staði" sem vert er að forðast. Um síðusm helgi birtu nokkur þýsk sunnudagsblöð greiningu á strönd- um Majorka með það fyrir augum að gera Þjóðverjum ljóst hvaða staði ætti að forðast. Verstu einkunnirnar fengu Port de Pollen^a og Magaluf. „Þjóðverjar sem bóka ferðir þangað munu þarfnast skilnings á hinni sér- stöku bresku kímni og drykkjusiðum," sagði í greiningunni. „Hvað varðar [ælu] blemna á gangstémnni er um að ræða efflrstöðvar skemmfflnar lið- innar nætur. Staðurmn er hentugur fyrir skemmtanasjúka sem vilja læra ensku í leiðinni," sagði einnig í grein- ingunni. Ofdrykkja bresk uppfinning Magaluf er eirrnig á lista Bild yfir staði sem vænlegt er að forðast og í umsögn um Malia á Ktí't fylgir heilsu- viðvörun. „Ofdrykkja, kynlíf og sand- ur - þrjú atriði sem gera þennan stað Handklæði á bekkjum Bretar segja Þjóðverja stunda að taka frá sólbekki sem eru síðan ónotaðir mestan hluta dags. fýsilegan ákvörðunarstað í augum Breta." Ef Þjóðverjar skyldu þrátt fyrir allt velkjast í vafa um hvort Bretar væru í grenndinni birti Bild mynd sem sögð er af breskum konum í sjóbaði á sól- bekkjum - sem þær hafa væntanlega tekið óffjálsri hendi af Þjóðverjum. Einnig eru birtar myndir sem sýna of- drykkju Breta, og er hún sögð bresk uppfinning. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort áframhald verður á þessum þrætum, en greinilegt er að þetta er mikið hitamál sem margir, og ekki „Ofdrykkja, kynlífog sandur - þrjú atriði sem gera þennan stað fýsi- legan ákvörðunarstað í augum Breta" eingöngu Bretar og Þjóðveijar, sjá sig knúna til að tjá sig um og hver veit nema Bretar og Þjóðverjar heilsist að sjómannasið ef þeir hittast við sund- laugina. Vantar þig fjármálarádgjöf? Hafðu samband og við hjálpum þér að fá skýran fókus á fjármálin. •Við gerum einfalt og skiljanlegt yfirlit yfir greiðslustöðuna. •Við gerum áætlun um hvernig best er að vinna sig út úr erfiðri greiðslustöðu •Við semjum við kröfuhafa um gjaldfallnar skuldir •Við bendum þér á hvar má spara og minnka útgjöld •Við aðstoðum þig við fasteignaviðskipti •Við gerum verðmat á fasteigninni þinni Það er auðveldara að taka á vandanum strax! GH Rádgjöf Sími 510-3500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.