Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 13
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 13 Ráðherrar ríkisstjórnarinnar aka um á glæsivögnum. Saman- lagt kaupverð þeirra er rúmar 74 milljónir króna. Guðlaugur Þór Þórðarson og Björgvin G. Sig- urðsson aka um á sams konar bílum sem hvor um sig kostaði nálægt 8 milljónum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Geir H. Haarde aka um á fjögurra ára gömlum bilum, en Jóhanna Sig- urðardóttir skipti yfir í ódýrari. Andsnúnir tálbeitum I Reykjavík voru notaöar tálbeitur á unglingsaldri til aö kanna umfang sölu tóbaks til ungmenna. Vegna hótana um lögsóknir frá tóbakssölum var þessu hætt. Koma í veg fyrir kannanir á sölu tóbaks til ungmenna: Tóbakssalar hóta löqsóknum „Því miður fáum við kvartan- ir víðs vegar að af landinu um að börn séu bæði að afgreiða og kaupa tóbak," segir Viðar Jensson, verk- efnisstjóri í tóbaksvörnum hjá Lýð- heilsustöð. Eftirlitsaðili með því að lögum um tóbaksvarnir sé fram- fylgt er heilbrigðisnefnd í hverju sveitarfélagi. Starfsmenn forvarnanefnd- ar Hafnarfjarðarbæjar stóðu ný- verið að reykingakönnun þar sem börn úr 10. bekk fóru á alla sölu- staði tóbaks í Hafnarfirði utan vín- veitingastaða og reyndu að kaupa tóbak. í 53 prósentum tilvika gátu unglingarnir keypt tóbak. Af nítján sölustöðum seldu tíu staðir þeim tóbak. Búast má við því að þeir staðir sem selji börnum tóbak fái áminn- ingu eða verði sviptir tóbakssölu- leyfi eins og lög um tóbaksvarnir gera ráð fyrir. Forvarnanefndin harmar niður- stöðu rannsóknarinnar og hvetur söluaðila tóbaks í Hafnarfirði til að virða lög um tóbaksvarnir. Viðar segir ástæðuna fyrir því að kannanir sem þessar séu ekki gerðar á landsvísu séu að tóbaks- salar hafi hótað heilbrigðisnefnd- um lögsóknum ef þær nota tálbeit- ur undir aldri til að gera kannanir. Reykjavíkurborg lét áður gera slíkar kannanir en hætti því vegna hótana frá þeim sem tóbakið selja. Þær verslanir sem kannanirnar í Hafnarflrði hafa náð til hafa sam- þykkt að leyfllegt sé að gera kann- anir sem þessar hjá þeim en það getur óneitanlega skekkt niður- stöður þar sem söluaðilar vita af könnunum. Viðar segir nauðsynlegt að finna aðferð til að gera kannanir á sölu tóbaks til ungmenna án þess að lög séu brotin og að verið sé að leita að leiðum til þess. Dagur án tóbaks var haldinn 31. maí á vegum Lýðheilsustöðv- ar. Þessa dagana er Lýðheilsustöð að senda tóbakssöluleyfishöfiim um allt land áskoranir um að taka á sölu til ungmenna, auk þess sem þeir eru minntir á ábyrgð söluað- ila. Á Degi án tóbaks fengu verslanir Bónuss sérstaka viðurkenningu frá Lýðheilsustöð fyrir að hafa aldrei selt tóbak. Viðar segir að það væri ánægjulegt ef fleiri tækju sér það til fýrirmyndar og leggðu þannig sitt af mörkum til tóbaksvarna á Is- landi. erla@dv.is SérEfni Nordsjö • International Virka daga 08-18 , Laugardaga 10-14 • Lágmúli 7, bakhús • S: 517 0404 Nordsjö inni- og útimálningin þekur og endist betur. Nordsjö gæöamálning sparar tíma og vinnu. ÚLFLJÓTSVATNI Upplýsingar og skráning á netinu: www.ulfljotsvatn.is - Sparkleikir - Frumbyggjastörf - Ædol - Útilíf - Kassabílaakstur - Suf/d % Fyrir stráka og stelpur 8-12 ára - skipt í hópa eftir aldri „Krassandi útilífsœvintýri - fjör og hópcflisandi! INNRITUN ER HAFIN ■ Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.