Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 6. JÚNl 2008 Helgarblað DV Sprengigos í Snæfellsjökli gæti leitt til þess að hluti höfuðborgarsvæðisins færi undir vatn í fljóðbylgju. Náttúran fer ekki eftir fyrirfram gefnum spám. Því er ómögulegt að vita hvað gerist á morgun. Hverfi í Norð- lingaholti og Úlfarsfelli eru byggð á sprungusvæði. Ekki er hægt að útiloka jarðhreyfingar þar þó ekki hafi borið á þeim að undanförnu. Hluti Hafnarfjarðar á einnig á hættu að lenda undir hrauni ef gýs á ný. Mögu- legt er að svo langvinnt eldgos komi á íslandi að heil kynslóð alist upp við eldglæringar. ERLA HLYNSDÓTTIR blaöamaöur skrifar: erla&dv.is Náttúran er algjörlega óútreikn- anleg. Fáir bjuggust við öðrum Suðurlandsskjálfta svo skömmu eftir skjálftann árið 2000. En nátt- úruhamfarir fara ekki eftir fyrirfram gefnum spám. Enginn veit því hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Snæfellsjökull er ein af okkar virku eldstöðvum. Þó fátt bendi til þess að hræringar verði þar á næst- unni er ekki hægt að afskrifa hana frekar en aðrar virkar eldstöðvar. Þeir sem hafa gengið á Snæfellsjök- ulinn kannast við brennisteinslykt- ina þar sem einmitt einkennir virk eldfjöll. Lítill viðbragðstími Eldgos geta hafist fyrirvaralaust. Oftast gera þau þó boð á undan sér, til dæmis með jarðskjálftum. Hættu af eldgosum stafar annars vegar af hraunrennslinu og hins vegar ösku- fallinu. Úr einu gosi getur öskufall- ið borist um allt land með vindum. Gjóskan getur sömuleiðis verið varasöm vegna eldinga og eiturgufa í henni. I sprengigosum verður gríðar- leg orkulosun á skömmum tíma. Viðbragðstíminn sem fólk hefur til að gera nauðsynlegar varúðarráð- stafanir vegna slíkra gosa er yfirleitt mjög lítill. Til að átta sig betur á því hvern- ig sprengigos er ólíkt hinu hefð- bundnara hraungosi er lýsandi að sjá fyrir sér þegar tappi er skrúfað- ur af gosflösku sem hefur verið hrist lítillega. Flæðir yfir Vesturbæinn Langt er á milli stórgosa í Snæ- fellsjökli. Vitað er um þrjú stórgos þar, fyrir um 9.000 árum, fyrir 3.900 árum, ogsíðastfyrirum 1.750 árum. Jarðfræðingar hér á landi hafa velt fyrir sér þeim möguleika að stór- gos með tilheyrandi eldglæringum í jöklinum endurtaki sig. Sprengigos í Snæfellsjökli getur haft þær afleiðingar að flóðbylgja skelli á höfuðborginni. Seltjarnar- nesið, Vesturbærinn og Alftanesið myndu líkiega verða verst úti. Bylgj - an þyrfti ekki að ná nema nokkurra metra hæð til að ná langt á land vegna þess að byggðin á þessum svæðum er ekki þeim fimm metr- um yfir sjávarmáli sem yfirleitt er miðað við. Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra, segir slíkt gos vissulega vera fræðilegan möguleika en við- brögð við því séu ekki á forgangs- lista deildarinnar. Óveður hafa þó þegar valdið því að einmitt þessi svæði fari undir sjó og er þá skemmst að minnast Bás- endaflóðsins sem er stærsta flóð á íslandi sem vitað er um. Kominn tími á annað gos Gos í Kötlu undir Mýrdalsjökli eru sprengigos sem stafa af hraðri kælingu gosefna þegar þau komast í snertingu við kaldan ísinn. Gos- mökkurinn frá Kötlu getur orðið allt að 20 kílómetra hár og sést þá vel frá Reykjavík. Tíminn sem líður á milli Kötlu- gosa er mislangur. Minnst hafa liðið Alast upp við eldgos Island er land eldvirkni og raunhæft að búast við langvarandi eldgosi í framtíðinni sem getur varað áratugum saman. Heil kynslóð myndi þá alast upp við eldglæringar. „Seltjarnarnesið, Vest- urbærinn ogÁlftanes- ið myndu líklega verða verstúti." um 13 ár en mest um 80 ár. Að með- altali gýs hún þó tvisvar á öld. Venjan er að áður en gos hefjast í Kötlu koma miklar jarðskjálftahrin- ur þegar kvikan er að brjóta sér leið. Viðamiklar jarðskjálftamælingar eru á svæðinu og hefur Kjartan Þor- kelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, unnið að viðbragðsáætlunum fyrir þá sem búa í nágrenni Kötlu. Með jarðskjálftamælingunum er líklegt að hægt sé að segja til um gos í Kötlu með minnst fjögurra tíma fyrirvara og því tími til varúðarráð- stafana. Því er lítil ástæða fyrir þá sem búa í grenndinni að óttast um líf sitt ef til goss kemur. Þó er mikil- vægt að hinn almenni borgari sé vel að sér í viðbrögðum við vánni. Þegar næsta Kötlugos kemur myndi íbúum höfuðborgarsvæðis- ins þó stafa mest hætta frá gjósku og þeim gastegundum sem berast frá gosinu. Það fer algjörlega eftir vindátt hvert gjóskan berst Lést eftir koldíoxíðeitrun Ein af duldum hættum sem fylgja eldgosum er eiturefni sem berast með gosefnunum. Talað er um að þrjú prósent dauðsfalla sem verða vegna eldgosa séu af völdum slíkra eiturefna. Koldíoxíð er meðal þessara efna en um er að ræða bæði lyktar- og litlausa lofttegund. Þar sem hún er þyngri en andrúmsloftið leitar hún niður á við og safnast saman í kjallörum og viðlíka stöðum. í Vest- mannaeyjagosinu árið 1973 fórst einn maður af völdum koldíoxíð- eitrunar. Ýmsir jarðfræðingar telja lang- vinna goshrinu á Reykjanesskaga yfirvofandi á næstu áratugum eða árhundruðum. Freysteinn Sig- mundsson jarðeðlisfræðingur seg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.