Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 Fréttir DV Bretar og Þjóðverjar hafa löngum eldað grátt silfur. Eitt deiluefna þeirra hefur lifað góðu lífi síðan á sjöunda áratug síðustu aldar; slagurinn um sólbekki við sundlaugarbakkann, meinta notkun Þjóðverja á handklæðum til að helga sér stað sem síðan er ónotaður lungann úr deginum og margt fleira. KOLBEINN PORSTEINSSON bladamaöur skrifar: kolbeinmu-dv.is ■■■■■■■■ v Oft hefur verið grunnt á því góða á milli Þjóðverja og Breta. Eitt þeirra deiluefna sem lifað hafa góðu lífi hófst á sjöunda áratugnum þegar mikill efnahagsvöxtur í Vestur-Þýskalandi, sem þá var, varð til þess að Þjóðverj- ar fóru að leggja undir sig vinsæla ferðamannastaði. Fyrr en varði slóg- ust Bretar og Þjóðverjar um takmark- að hótelrými og að lokum fór svo að Þjóðverjar höfðu sigur í krafti sterks gjaldmiðils þjóðarinnar. Þjóðverjar hafa löngum þótt erfiðir og hroka- fullir ferðamenn og hin síðari ár hafa breskir ferðamenn á sólarströndum gjarna verið tengdir óhóflegri neyslu áfengis. f þessu efni sem mörgum öðrum er þó óvarlegt að alhæfa. Fráteknir sólbekkir og þýskur hreimur f síðustu viku vann Bretinn David Barnish mál gegn ferðaskrifstofunni Thomson. Bamish hafði keypt lúx- usferð til grísku eyjarinnar Kos fyrir alla fjölskylduna og greitt sem nem- ur rúmlega sex hundruð þúsundum króna iyrir. Breska dagblaðið Sun hefur í gegnum tíðina ekki verið þekkt íyrir að nota hvert tækifæri sem gefst til að skjóta á Þjóðverja og fjallaði um málið eins og því einu er lagið. í grein blaðs- ins kemur ffam að David Barnish hafi heldur betur brugðið í brún þegar hann mætti með fjölskylduna á svæð- ið. Handklæði lágu á fjölda ónýttra sólbekkja og hreimur þýskrar tungu sá eini sem heyrðist; hvort tveggja eit- ur í beinum breskra ferðamanna. Sá siður, sem Bretar saka Þjóðverja sér- staklega um, að taka sólbekk frá með því að leggja handklæði á hann hef- ur verið uppspretta margra brand- ara. Einn slíkur frá 1991 sýnir breskt herskip á leið til fraks með þýsk gögn vegna innrásarinnar; handldæði. Sjó- liði segir við félaga sinn: „Við eigum greinilega að fara snemma á fætur og leggja þau á ströndina - Þjóðverj- ar segjast vera afkastamiklir við að til- einka sér svæði." Allt miðaðist við Þjóðverja David Barnish sagði að fjölskyld- an hefði ekki getað nýtt sér neitt af því sem boðið var upp á á hótelinu. „Við reyndum að taka þátt í sjóbretta- og jóganámskeiðum, en allar leið- beiningar voru á þýsku," sagði Barn- ish. Yngsta dóttir hans vildi taka þátt í krakkaklúbbnum á hótelinu og varð ffá að hverfa því hún skildi ekki hvað var um að vera. „Meira að segja sjón- varpið var á þýsku, ef undanskilin er ein rás," sagði Bamish sem fékk and- virði eitt hundrað og fjórtán þúsunda króna endurgreitt frá ferðaskrifstof- unni. David Barnish þvertók fyrir að vera haldinn fordómum og sagðist ekki heldur kæra sig um að fjölskyldufrí hans yrði yfirteláð af Englendingum. En í hnotskum sagði Bamish að það væri kominn tími til að dusta sand TILBOÐSDAGAR - VAXTALAUS LAN I 6 MANUÐI Frí legugreining og fagleg ráðgjöf um val á heilsudýnum. IlÚHgugiiHvinnuHtofa 1(11 BYLTING I SVEFNLAUSNUM GEL/ETHANOL ARINELDSTÆÐI í SUMARBÚSTAÐINN EÐA HEIMILIÐ. REYKLAUS OG LYKTARLAUS AFSLATTUR Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 ■ Kópavogi • Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.