Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 37
PV HelgarblaB FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 37 GUÐMUNDUR BJÖRNSSON LÆKNIR ÁSAMT OTTÓ Þeirfélagarnirfóru í mótorhjólaferð um írland. OTTÓ GUÐJÓNSSON „( Ameríku kom inn til mín kona með 900 milliKtra stækkun í brjóstunum og vildi fá 1.200 millilítra. Stærðin var óeðlileg fyrir og hefði orðið enn óeðlilegri - ég tek ekki þátt í slíku." velja hefði ég valið handavinnu en ekki smíði í skóla. Ég ákvað innan við fermingu að starfa við lýtalækningar og það er til skjalfest. Ég var í danskri sveitþegarégvar 13 áraogvar spurð- ur í stuttu blaðaviðtali hvað ég ædaði að verða í ffamtíðinni. Og ég svarði: Ég æda að verða lýtalæknir. Þetta er til svart á hvítu í dönsku blaði. Það var eitthvað sem heillaði mig, kannski saumaskapurinn. Mér finnst enn gaman að sauma og ég bród- era enn. Ég fór mér til skemmtunar á námskeið hjá fslenskum heimilis- iðnaði að læra að sauma þjóðbún- ing. Hann er í vinnslu hjá mér ís- lenski karlbúningurinn. En það kom á mig þegar ég áttí að þræða nálar - því ég fæ þetta nú allt þrætt fýrir mig í vinnunni. Og ég sagði á námskeið- inu að ég væri nú reyndar búinn að FYRIROG EFTIR Aðgerð sem Ottó ffamkvæmdi þarsem hann fjarlægði slitna húð. sauma allan daginn en dálítíð ann- að efni. Búningurinn er að klárast. Hann er gamaldags, flottur búning- ur með hnébuxum, vesti og treyju og meira að segja silfúrhnöppum. Ég þarf að finna mér sauðskinnskó við. Þetta er bara skemmtilegt, svo mætí ég í Árbæjarsafnið einhvern daginn uppábúinn." Ottó skellihlær og hann er alltaf svo glaðlegur og opinn að það kemur ekki á óvart að hann hafi heillað Am- eríkanana. En hvernig var í Banda- ríkjunum? „Eftir læknisfræðina hér heima fór ég í sérnám og Ameríka varð fýr- ir valinu. Ég er fæddur í New York og vissi að það væri best að fá þessa menntun þar. Ég sóttí um víða en fékk inni í New York og bjó þar í 20 ár. Fyrst lærði ég í 7 ár, fór reyndar NÝTT BRJÓST Þessi kona missti vinstra brjóstið vegna krabbameins en Ottó bjó til nýtt með skinni af maga hennar. ■ mm langa leið að þessu því mér fannst skynsamlegra og betra að vera fyrst menntaður skurðlæknir og bæta hinu svo við. Á þessum tíma voru bara tveir lýtalæknar á íslandi og það var ekki sjálfsagt að maður gæti lif- að af lýtalækningum hér. Þá var gott að vera skurðlæknir líka. Ég var með stofu á Long Island og í samstarfi við læknasamtök sem voru skammstöf- uð LIPS. Við vorum stærsta og elsta stofan í lýtalækningum í Bandaríkj- unum og ég var þar í 12 ár." Ungur eldhugi og rak brunadeild „Sem ungur eldhugi vann ég mik- ið og gerði alls konar aðgerðir. Ég rak brunadeild, flutti til vöðva, gerði við andlitsbrot, setti á putta, gerði við laskaðar hendur - samhliða því að gera fegrunaraðgerðir. Þegar ég kom heim var ekki laus staða á spítala svo ég stofnaði mína eigin stofu og síð- an þá hef ég verið í stofupraxís og þá eðlilega meira í fegrunaraðgerðum. Þeir á Landspítalanum gera bruna- aðgerðir og slíkt." Er allt öðruvísi að vinna í Banda- ríkjunum? „Þar er náttúrlega mikið um lög- sóknir en ég lentí aldrei í því. Kannski vegna þess að ég tjáði mig og átti góð samskipti við sjúídingana. En mað- ur þurfti að greiða háar trygging- ar. Þetta kostaði offjár en það þýddi ekkert að velta sér upp úr því. Til- fellið er samt að farið er í mál út af engu og öllu - mest engu - bara til að ná sér í pening. Það er skemmti- legra að vinna með íslendingum því þeir eru jarðbundnari og með raun- hæfari væntingar. í Ameríku lenti ég í prinsessum sem voru svo erfiðar og níddust á öllu og öllum. Maður gat fengið upp í kok." Þú átt þrjú börn, myndir þú gera fegrunaraðgerð á þeim? „Já, ég á börn á aldrinum 18, 20 og 22 ára. Og þau eru svo myndar- leg að ég þarf ekkert að hugsa út í þetta." En er hægt að breyta öllum lík- amanum með fegrunaraðgerðum? „Nei, það er ekki hægt. Og ég geri ekki allt sem hægt er að gera. Til dæmis sprauta ég ekki fitu í rassa og set ekki „rassimplant". Fólk biður stundum um svona eftir að hafa horft á þessa vitlausu sjón- varpsþætti sem gefa í skyn að þetta séu algengar aðgerðir en þær eru það ekki." Hvernig aðgerðir eru áhugaverð- astar? „Ég verð að viðurkenna að með þeim áhugaverðari var þegar ég bjó til brjóst eftir krabbameinsaðgerð og notaði magann til þess að skapa nýtt brjóst. Þá var maður að skapa úr því sem fýrir er. Þar sameinaði ég allt sem mér finnst skemmtilegt. Þessar aðgerðir gerði ég á sjúkra- húsi í Bandaríkjunum. En í dag er líka skemmtílegt að gera aðgerðir á augnlokum því það er tiltölulega lítil aðgerð sem gerir mikið fyrir útlitið." Þú talar mest um konur. Koma karlar líka til þín? „Já, það smáeykst. Og ég tel að fegrunaraðgerðum almennt eigi bara eftir að fjölga, því - þó öllum aðgerðum getí fylgt áhætta, þá eru framfarir svo miklar að þetta er allt gert á betri og áhættuminni hátt en áður. Fólk fer líka yngra í aðgerðir til að njóta afrakstursins fýrr." Saumandi læknirá Harley Davidson „Hvað gerirðu í frístundum fyr- ir utan að sauma þjóðbúninga og bródera? „Ég er í badmintonfélaginu Hvíta fjöðrin. Var íslandsmeistari á yngri árum en lagði spaðann á hilluna þegar ég fór í læknisfræðina. Og við félagarnir í klúbbnum förum saman á skíði og að veiða. Afsprengi Hvítu fjaðrarinnar er veiðifélagið Yfir Heiðar. (Heiðar er einn í hópnum). Og ég fór í mótorhjólaferð kringum frland í síðustu viku og auðvitað á Harley Davidson. Eru til önnur hjól? Og svo er ég að plana að fara með konunni í kringum landið á Harley í sumar eins og við gerum á sumr- in. Annars hefur hún nóg að gera í IQ búðinni sinni á Skólavörðustíg, . það er fallegasta búðin í bænum, með dönskum kvenfatnaði og hún er með fallegustu skóna. Hún kann þetta, hún Guðbjörg. Annars má al- veg segja það að við erum bæði fag- urkerar." Og þar sem þú veltir fegurð mik- ið fyrir þér. Hver er fallegasta konan sem þú hefur séð og hvað er fegurð? „Fallegasta konan er Guðbjörg Sigurðardóttir. Og auðvitað kemur fegurðin innan frá. En það er gam- an þegar það fer saman, atgervið og innrætið. Þessari spurningu er ekki hægt að svara endanlega. Og sem betur fer eru menn ósammála um hvað er fallegt, smekkurinn er svo misjafn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.