Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 Umræða DV HVAÐ BAR HÆST í VIKUNNI? Goldfinger-dómurinn afhjúpandi fyrir dómskerfið „Mér fannst sennilega Goldfinger-dóm- urinn í fyrradag bera hæst í vilcunni sem var að líða. Mér fannst hann afhjúpandi fyrir ís- lenskt dómskerfi sem tekur ekki mið af þekk- ingu og reynslu þeirra sem verið hafa að vinna að mansalsmálum. Mér finnst hann afhjúpandi því hann sýnir að það sem dóm- ararnir taka mark á eru íslenskar orðabæk- ur. Þegar dómskerfið er farið að byggja á ís- lenskum orðabókum, þá ættum við nú bara að fara að leggja það niður, er það ekki? Svo er það fylgistap Sjálfstæðisfiokksins í borginni. Þessi könnun sýnir bara að verk meirihlutans eru að tala. Það er greinilegt að almenningur hefur ekki skipt um skoðun. Það voru fáir sem studdu þennan meirihluta þegar hann varð til og það eru enn færri í dag. Ef þau telja verkin vera það sem þau eru dæmd af, þá hljóta þau að þurfa að end- urskoða það sem þau eru að gera og jafnvel endurskoða stöðu sína." Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi vinstri grænna Kærastan útskrifaðist úr Listaháskólanum „Ég held að það hafi borið hæst hjá mér þegar kærastan mín útskrifaðist úr Lista- háskólanum núna á laugardaginn. Hún var að læra myndlist. Við héldum veislu hérna heima af því tilefni og fögnuðum því. Það var svolítill fjöldi sem fór hérna í gegn hjá okkur þá um kvöldið. Mér fannst líka áhugavert að heyra um fylgishrun Sjálfstæðisflokksins, en það kemur mér reyndar ekki sérstaklega á óvart. Manni finnst oft á íslandi eins og stjórnmálamenn geti gert hvað sem er og það breyti fýlginu ekki neitt. Það var í rauninni svolítið gaman að sjá að það eru einhverjar afleiðingar fýrir þá þegar þeir klúðra hlutunum. En svo veit maður nátt- úrulega ekkert hvað gerist í kosningum. Svo var það ísbjörninn. Mér fannst hel- víti ljótt að sjá hann svona blóðugan fram- an á blöðunum." Atli Bollason, tónlistarmaður Heilsan í hámarki „Ég sat áhugavert málþing í lok síðustu viku sem haldið var í tengslum við Kvenna- hlaup íþrótta- og ólympíusambands íslands í ár sem er á laugardaginn. Þar fjölluðu tveir erlendir fræðimenn um rannsóknir sínar á sambandi þyngdar og heilsu. Niðurstöð- urnar voru ekki í takt við hefðbundin við- horf og ollu því nokkrum usla. Þær kom- ust að þeirri niðurstöðu að ofþyngd tengist færri dauðsföllum en kjörþyngd. Þau slölaboð sem send eru úti í samfélag- inu um hvemig konur eiga að vera vaxnar ýta undir neikvæða sjálfsmynd. Við megum ekki gleyma andlega þættinum sem er forsenda vellíðunar. Við hvetjum konur af öllum stærð- um og gerðum til að fagna fjölbreytileikanum. Við erum misjafnar eins og við erum margar. Þema Kvennahlaupsins í ár er: Heilbrigt hugarfar, hraustar konur. Þannig er því ætl- að að vekja athygli á því að konur geta eflt sjálfar sig með heilbrigðu hugarfari. Ég ætla sjálf í hlaupið í ár og tek dóttur mína með." Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans Kláraði 10 ára bekk „Mér fannst stóra fréttin vera ný skýrsla Hafrannsóknastofnunar. Hún er áminning um það að fiskistofnarnir ná sér ekki upp í einu vetfangi. Það mátti maður vita en það eru mikil vonbrigði að loðnan hafi ekki lát- ið á sér kræla. Annars vakti ísbjarnarmál- ið nokkra athygli. Það kom öllum á óvart að ísbirnir gætu enn lagt leið sína hingað. Þetta gerist á 10 til 15 ára fresti og þykir alltaf viðburður. Ég vil svo sem ekki dæma um hvort rétt hafi verið að skjóta björninn en það má aldrei taka ákvarðanir sem geta stofnað lífi fólks í hættu. Hvað fjölskylduna snertir bar það hæst að strákurinn minn var að klára 10 ára bekk í dag [gær] og stóð sig ljómandi vel. Hann gerði betur á vor- önninni og það er alltaf gaman að sjá fram- farir. Þegar líður á júm' ætla ég svo að taka mér stutt frí. Ég fer meðal annars í nokk- urra daga göngu hér innanlands auk þess sem ég fer líklega eitthvað til údanda." Bjarni Benediktsson, þingmaður a 1 m Viðhaldsfríar r Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri" klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar" þakrennurs Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn I notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. Hágæða S>| Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki HAGBLIKK ehf. Smiðjuvegi 4C Box281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk. is www. hagblikk. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.