Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 Helgarblað DV Ottó Guðjónsson er sjálfsöruggur og brosmildur, mjög hávaxinn og sól- brúnn. Hann er vinsæll lýtalæknir og veit leyndarmál ýmissa kvenna. Er nema von að um hann sé spjallað í saumaklúbbum? Enda heillaði hann áhorfendur og var vinsæll viðmæl- andi í morgunsjónvarpinu í Banda- ríkjunum. Ottó flutti heim til fslands eftir 20 ára dvöl í New York og setti á fót eigin lýtalæknastofu. Þar er komin ein skýringin á því af hverju marg- ar konur koma út úr Domus Med- ica eða Mjóddinni með sólgleraugu í svartasta skammdeginu. Aðrar koma út dúðaðar um höfuðið og flýta sér inn í bíl. Þær eru líklega að koma úr augnlokaaðgerð eða andlitslyftingu hjá Ottó. En gerir hann aðgerðir á öllum sem þess óska? Og er starf lýtalækna eitthvað líkt því sem sýnt er í raun- veruleikaþáttum? En hvað er fegurð? Ég hitti þennan vinsæla lýtalækni á kafflhúsi eftir annasaman dag á stof- unni. „Nú til dags er ég meira í fegrun- araðgerðum en eiginlegum lýtaað- gerðum. Það á enginn að fara í slíka fegrunaraðgerð nema fyrir sjálfan sig. Og fegrunaraðgerð er ekki vend- ipunktur, það er líka mikilvægt að hreyfa sig, sinna sér og gæta að mat- aræði til að líta vel út." Kemur fyrir að þú gerir ekki að- gerðir sem fólk biður um? „Kemur fýrir? Já, það er mjög al- gengt. Sumir eru ekki tilbúnir og ekki komnir með þær aldursbreyting- ar sem eru forsenda aðgerða. Sumir líta svo vel út að það er ekki komið að þessu. Og ég segi það alveg hreint út. Þetta er algengt til dæmis með andlitslyftingu. Það er til fólk sem heldur að andlitslyfting sé svarið bara af því að það er þreytulegt. En það er ekki ráðið ef það er ekki komið að þessu. Og ég ræði hreinskilnislega við fólk. En ég hugsa líka upphátt með fólki. Ef aldursbreytingarnar eru komnar og fólk kemur til mín en er í vafa hvort það sé tímabært að koma í aðgerð spyr ég hvort það vilji njóta þess að líta vel út núna eða síðar á lífsleiðinni? Þetta er allt svo einstaklingsbund- ið og í raun ekki hægt að tala um ald- ur í þessu sambandi. Sumir eldast um aldur fram. Um aðra er sagt: Hún er allt of ung fyrir aðgerð. En það er ekki ártalið heldur hvernig þú lítur út sem skiptir máli. Það kemur enginn af því hann eða hún er 50 ára held- ur af því að það eru aldursbreytingar. Ekki má gleyma því að erfðir og um- hverfi skiptir máli. Og fólk spyr: Hvað dugir þetta lengi? En ég spyr í stað- inn: Hvað erum við að yngja þig um mörg ár, taka mörg ár til baka? En svo fer þetta líka eftir því hvernig mann- eskjan fer með sig. Sú sem drekkur og reykir fyrir og eftir aðgerð er ekki í sömu málum og sú sem hugar að hollustu og stundar eitthvað upp- byggilegt. Hver er sinnar gæfu smið- ur. Eg legg áherslu á að það eru ekki til töfralausnir. Það má hafa áhrif á fullt en svo eru sumir hlutir sem við getum ekki breytt sjálf. Húð sem er slöpp og hangandi fer ekki til baka, sama hvað við gerum. Þá er gott að vera raunhæfur." Samantha í Sex and the City Þekkt dæmi um samskipti konu og lýtalæknis er úr þættinum Sex and the City. Hin sjálfsörugga Sam- antha fór sæl og ánægð með sig til lýtalæknis og spurði hvort það þyrfti nokkuð að gera fegrunaraðgerð á henni. Það kom flatt upp á hana þeg- ar læknirinn tók upp tússpenna og merkti víða um andlit og líkama það sem betur mætti fara. Þekkir Ottó slík tilvik? „Mergurinn málsins er: Maður fer ekki í fegrunaraðgerð nema fyrir sjálfan sig. Það skiptir ekki máli hvað ég gera, það er mál- ið hvað þú vilt gera. Ég segi aldrei neitt að fyrra bragði í dag. En FITUSOGIÐ EKKI FYRIR FEITA „Fólk íyfirvigt kemur stundum á stofuna mfna með þessar ranghugmyndir. Fitusog er fyrir fólk sem er í eða nálægt kjörþyngd!" ég þekki þetta frá Ameríku, einhver kemur inn á stofuna með lítinn blett og læknirinn segir: Hva, það er nú dálítið rýr á þér barmurinn. Ég lenti í því einu sinni þegar ég var nýr í starfi að faðir og sonur komu á stofu til mín. Ég sagði að þetta væri ekkert mál, það væri vel hægt að lag- færa eyrun á drengnum. Þeir ráku upp stór augu enda komu þeir bara út af fæðingarbletti og fannst ekkert athugavert við eyru drengsins. Pabb- inn var með eins eyru og þeir voru sáttir. Þarna fór ég út fýrir mitt svið. Ég segi aldrei neitt svona í dag að fyrra bragði. Maður á að hlusta. Samtalið er mikilvægt. Viðkom- andi þarf að hafa raunhæfar vænt- ingar og fá raunhæfar upplýsingar um hvað sé hægt að gera og hverju það muni breyta. Það kemur stund- um til mín fólk sem er allt of þungt og vill láta „ryksuga" 10 fatastærðir af. Þættir í sjónvarpi svo sem Extreme Makeover, The Swan, Nip Tuck og hvað þeir heita allir eru óraunhæf- ir og koma fölskum vonum inn hjá fólki." Fitusog er fyrir fólk í kjörþyngd „Fólk í yfirvigt kemur stundum á stofuna mína með þessar ranghug- myndir. Fitusog er fýrir fólk sem er í eða nálægt kjörþyngd! Já, til dæm- is kona í kjörþyngd sem þrátt fýrir að vera alltaf í leikfimi og vera orðin kinnfiskasogin losnar aldrei við læra- pokana. Fitusog er fyrir slík tilfelli en er ekki leið til að megrast eða til að komast í minni fatastærðir. Það er FLOTTURÁHJÓLINU Ottó hefur reglulega gaman af því að hjóla. leikfimi og aðhald sem dugir á það. En það eru alveg til aðgerðir sem hjálpa feitu fólki - til er svuntuplast- ik. Eg hef skorið 10-12 kíló af í heild- ina. Og hef til dæmis tekið 8 kílóa „svuntu". Það getur verið genatískt hvar fitan liggur. Sumir fá fitu inn á við; mör og við getum ekkert gert við því. Ég spyr konur sem til mín leita hvað þær vilji verða þungar. Stund- um nefna þær lága og óraunhæfa tölu. Og þá held ég áfram og spyr hvað þær haldi að þær geti raun- verulega orðið. Maður þarf að miða við hvað er raunhæft því fýrst þarf að grenna sig niður í það sem mað- ur treystir sér til og svo gerum við að- gerð." Lýtalæknabrandarar Ottó þekkir marga brandara um lýtalækna. Til dæmis er þekkt sagan um konuna sem kemur inn í fegr- unaraðgerð og er spurð út í hæð og þyngd. Hún segist vera 180 sm og 63 kíló. Læknirinn lítur undrandi á hana og setur hana í mælingu. í ljós kemur að hún er miklu lægri og miklu þyngri. Svo er blóðþrýstingur- inn mældur. Hann mælist mjög hár og konan kann skýringu á því: Er það „ÉG LENTI í ÞVÍ EINU SINNIÞEGAR ÉG VAR NÝR í STARFIAÐ FAÐ- IROGSONURKOMU ÁSTOFUTILMÍN. ÉG SAGÐIAÐ ÞETTA VÆRIEKKERT MÁL, ÞAÐVÆRIVELHÆGT AÐ LAGFÆRA EYR- UN Á DRENGNUM. ÞEIR RÁKU UPP STÓR AUGUENDAKOMU ÞEIRBARAÚTAF FÆÐINGARBLETTIOG FANNST EKKERT AT- HUGAVERT VIÐ EYRU DRENGSINS." nema von að blóðþrýstingurinn rjúki upp. Ég kem hingað inn há og grönn og fer út lítil og feit! „Það er nokkuð til í þessu því mestu máli skiptir hvað manni finnst maður vera. Aðalatriðið er að vera sáttur við sig og bera sig vel. Það eiga ekki allir að vera eins og staðal- mynd en við viljum auðvitað að fólk sé hraust. Og ef okkur líður vel, þá geislum við. Það þurfa ekki allir að vera eins og Marilyn Monroe. En svo geta litl- ir hlutir skipt miklu máli fyrir sjálfs- mynd fólks. Og með litlum hlutum á ég við brjóstastækkun, nefaðgerð, og augnpokaaðgerð, það gemr gefið fólki mikið „búst". Fólkhættir að vera með minnimáttarkennd. Mér finnst mjög gefandi að sjá breytinguna." Ég dæmi ekki brjóst „Við vitum að konur koma mikið út af brjóstunum á sér og ég horfi á brjóst allan daginn. Margar eru með ágæt brjóst en eru ekki sáttar við þau og ég er ekki í dómarasætinu. Ég kveð ekki upp úrskurð: Þú ert með falleg brjóst, þú ert með ljót... En ég geri aldrei það sem mér finnst ljótt. Frekar segi ég stopp. í Ameríku kom inn til mín kona með 900 millilítra stækkun í brjóst- unum og vildi fá 1200 millilítra. Stærðin var óeðlileg fyrir og hefði orðið enn óeðlilegri - ég tek ekki þátt í slíku. Flestar fá 2-400 millilítra þeg- ar þær fara í brjóstastækkun." En hvemig er venjulegur dagur á stofunni þinni? „Venjulegur dagur: Það er allt- af nóg að gera. Augnlok, svuntur, brjóstastækkanir, andlitslyftingar, fitusog, nefaðgerðir, brjóstalyftingar. Ég geri úditsbreytingar á nefi. Fín- isera nef. Þar má ekki ofgera. Sum- ir koma með tímarit, benda á mynd og segja: Ég vil svona nef. Það geng- ur ekki. Maður fær ekki annars nef, heldur lætur breyta sínu. Þetta eru fölsk boð sem þættir eins og Extreme Makeover og 9010203 senda. Þetta er ekta amerískt sjónvarpsefni. Og það em margir sem vitna í þetta eins og heimildarmynd. En ég nenni ekki að horfa á svona bull. Annars er merkilegt hve margir hafa skoðanir á lýtalæknum og fegr- unaraðgerðum og ég furða mig oft á dómhörkunni. Ég get nefnt dæmi af konu sem sagðist vera hætt við að fara í svuntuaðgerð af því að sauma- klúbbnum hennar fannst hún ekki þurfa þetta. Hún hafði sagt þeim að þetta stæði til og þær stoppuðu hana í þessu. Og svo ræddi ég við hana og í ljós kom að hún vildi þetta fýrir sig. En það er heilmikil sálfræði í þessu. Til dæmis sú að vinkonurnar vilja ekki að hún líti betur út en þær. En svo gerist það iðulega í kjölfarið að saumaklúbburinn er næstur í röð- inni á biðstofunni. Mér finnst það góð meðmæli þeg- ar fólk segir: Mikið lítur þú vel út! en ekki: Varstu í aðgerð? „Less is more", það er mín skoðun. En ranghug- myndin um stéttina er að við séum með fótinn í borðinu og strekkjum, eitthvert „extreme makeover"" Byrjaði snemma að sauma „Þegar ég var ungur saumaði ég og rýjaði púða og þóttí stórskrítinn. Mamma geymir þessa púða mína og er stolt af þeim. Og ef ég hefði mátt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.