Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Page 19
DV Neytendur FÖSTUDAGUR 6. JÚNl 2008 19 „Ein helsta orsök þess að börn eru að fitna eru breytingar á skammtastærðum." Of stórir skammtar Breytingar á skammtastærðum hafa einnig haft mikil áhrif á holda- far fólks. Ingibjörg Gunnarsdóttir, dósent við matvæla- og næringar- fræðiskor Háskóla íslands, telur að ein helsta orsök þess að böm séu að fitna séu breytingar á skammta- stærðum. Erlingur er sammála þessu og bætir við að stíf markaðs- setning á matvælum sé áberandi. „Menn borða meira, mataræðið hef- ur breyst mjög í neikvæða átt sem einkennist af mikilli sykur- og gosn- eyslu. Grunnskólamir em hins vegar flestallir að gera mjög góða hluti." Vandinn inni á heimilunum „Bömin borða eina til tvær mál- tíðir á dag í skólanum og em 180 daga af árinu í skólanum. Þannig em 20 prósent alls þess mats sem bamið lætur ofan í sig í skólanum og þar af leiðandi er vandinn á heimilunum. Það er alþekkt að ef feitur maður fær sér mjóan hund verður hundurinn orðinn of feitur eftir hálft ár og það er ekki hundinum að kenna heldur manninum." En hvemig er hægt að upplýsa foreldrana um vandann? „Eg held að það þurfi þjóðarátak og menn vinni markvisst að því að bera ábyrgð á eigin heilsu. Það þarf að auka meðvitund um heilsu þjóðfé- lagsþegnanna en það er ekki tú nein skyndilausn. Þetta er langtímaað- gerð og það þarf viðhorfsbreytingu," segir Erlingur. Klukkutími ekki nóg Erlingur segir að hreyfing felist ekki einungis í því að fara í ræktina, heldur allri þeirri hreyfingu sem við fáum yfir daginn. Að fara út að ganga eða út að leika sér með bömunum er líka hreyfing. Lýðheilsustöð hefur nýverið gefið út bækling með ráð- leggingum um hreyfingu þar sem farið er yfir hvemig hreyfing henti hverjum og einum. Þar kemur fram að böm og unglingar þurfi að hreyfa sig í klukkutíma á dag. Erlingur bæt- ir við að klukkutími á dag í hreyfingu hjá bömum og unglingum sé jafn- vel ekki nóg, miðað við hversu mikil kyrrsetan er. Ofát Skammtar eru orðnir rniklu stærri en áður og fólk hugsar lítið um magnið sem það lætur ofan (sig. McDonald's og Burger King deila því meö sér að vera með hitaeiningaríkustu skyndi- bitana ef marka má útreikninga á nokkrum tegundum skyndibita sem í boði eru á ís- landi. Máltíð hjá þeim fer yfir þúsund kaloríur. ÓHOLLASTIMATUR LANDSINS „Matarumhverfið hefur breyst svo mikið undanfarin ár," segir Inga Þórsdóttir, prófessor við Háskóla Is- lands „Ég segi líka að það sé þekk- ingarleysi sem veldur því að fólk velur sér frekar skyndibita en ann- an mat." Tímaskortur er einnig hluti af því að skyndibiti verður svo stór hluti af lífi fólks. Fyrir þrjátíu árum þekktist það varla. Margar rannóknir á vegum nær- ingarfræðinga sýna að fólk sem hef- ur minni menntun er líklegra til að velja sér skyndibita. Auk þess hef- ur hraði nútímans mikið að segja. „Skyndibitinn er í raun svar við lít- illi hreyfingu og þess að nenna ekki að elda mat. Því verður orkuneysla meiri en orkunýting og fólk fitnar." Aðspurð hvort allt of mikið sé af skyndibitum í kringum okkur segir hún óhætt að játa það. „Það mætti bjóða upp á fjölbreyttari skyndibita og hafa þá orkuminni," segir Inga og bætir við að skammtarnir séu líka óþarflega stórir. Skyndibitastaðir leggja mikla áherslu á tilbúnar máltíðir og magn þeirra. Bjóða iðulega stærri skammta fýrir smá aukaþóknun. Grunlausir neytendur gleypa við því gylliboði. Inga telur að um 90 pró- sent af því sem er í boði séu óholl- ir stórir skammtar og aðeins 10 pró- sent þeirra séu í hollari kantinum. Svo virðist vera sem máttur auglýs- inga sé vitinu yfirsterkara. DV kann- aði hitaeiningar í vinsælum skyndi- bitum sem eru í boði á íslandi. McDonald's BigTasty með miðstærð af frönskum og miðstærð af kóki: 1.360 kílókaloríur Burger King Double Whopper m/osti með frönskum og kók: 1.340 kílókaloríur Pizza Hut Tvær sneiðar af Pepperoni Lover's Pan pitsu með miðlungs kókglasi: 1.130 kílókaloríur Kentucky Fried Chicken Tower Zinger borgari með frönskum og pepsí: 1.051 kílókaloríur Domino's Tvær pitsusneiðar með pepperoni, beikoni og osti ásamt kóki: 960 kílókaloríur Tvær pylsur með öliu og hálfur lítri kók 815 kílókaloríur Pylsa með öllu og hálfur lítri kók 515 kilókaloríur mr e^íslenskum græðijurtúm bruna, útbrot, 3, sólexem og sólbruna. oað. sólarlandaferðina! Fjarðarkaup.Yggdrasill, Maður lifandi 'JruiiUtnyrJj _ 4 rnið, Apotekarinn, Blómaval ' - ^ ( - -------------* Svalbarðsströnd Sendir um allt land gigja@urtasmidjan.is www.urtasmidjan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.