Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Page 48
46 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 Helgarblað PV li-MW:! Aðfaranótt 28. febrúar 1994 skall á óveður í Eystrasalti. í gegnum óveðrið stímdi farþega- ferjan Estonia á fullri ferð frá Tallinn í Eistlandi til Stokkhólms í Svíþjóð. Er klukkan var 22 mínútur gengin í eitt sendi ferjan út neyðarkall. Sagt var að 20-30 gráðu halli væri á skipinu og engin Ijós um borð. Sjö mínútum síðar rofnaði allt sam- band viðferjuna. Rétt um miðnætti kvaðst eitt vitni hafa heyrt háan smell frá stefni skipsins. Stundarfjórðungi síðar losnaði lúgan framan af stefninu og sjórfossaði inn á bíladekkið. Eston- ia tók að hallast mjög og klukkan 00.30 var öll stjórnborðshliðin á kafi. Ferjan tók að sökkva hratt með skutinn á undan. Klukkan 00.50 hvarf hún af ratsjám nálægra skipa. Af 989 manns um borð fórust 802. Ekki er enn Ijóst hvers vegna lúgan losnaði. Kenningareru uppi um lélegar læsingar, málmþreytu og jafnvel sprengingu um borð. Skipið liggur á 90 metra dýpi mitt á milli Svíþjóðar og Eistlands, um það bil 60 kílómetra ísuðausturaf hinni finnsku Útey eða Útö. 1.júní1676áttuSvíarímikilli Senniiega varðeldureinhversstaðar sjóorrustu við flota Dana og Hollendinga laus og breiddist fljótt út vegna vindsins út af suðausturströnd Ölands. Flaggskip en svo mikið er víst að f yrirvaralaust Svía var hið 50 metra langa orrustuskip tættist skipið í sundur. Af 850 manna Kronansembarmeiraen 120fallbyssur áhöfn komusteinungis40af. og var þá stærsta skip heims. En Kronan í ágúst 1980 fann Anders Franzén náði ekki að gera óvinunum mikinn flakið en hann hafði áður unnið sér til óleik áður en sprenging varð í skipinu í frægðar aðfinna fiak annars f rægs her- strekkingsvindi. skips, Vasa. Kronan lá á 26 metra dýpi sex kílómetrum utan við bæinn Hulterstad á Öland. Fornleifasaf nið í Kalmarléni hefur síðan séð um björgunaraðgerðir viðflak- ið og meira en 20.000 hlutir hafa verið endurheimtir úr djúpinu. Þar á meðal eru 44fallbyssur, höggmyndir,stundaglas, herlúður og 255 gullpeningar. Sjá nánar: www.regalskeppetkronan.se ESTONIA Kafbáturfann ævaforn skipsflök tanit & elissa Einhverntíma kringum 750-700f.Kr.sigldi hópurfönikískra skipa frá óshólmum Nílar í átt að hafnarborginni Ashkelon sem er ekki allfjarri Gazaborg sem nú er á Mið- jarðarhafsströnd Palestínu. Snöggur stormur mun hafa skollið á og tvö af þessum 16-18 metra löngu skipum fórust. Árið 1997, um það bil 2.700 árum síðar,fann bandarískur kjarnorkukaf- bátur flökin. Um er að ræða rannsókn- arkafbát sem kallast NR1 og kemst niður á mikið dýpi. Hann var að leita að sokknum ísraelskum kafbáti er hann rakst á flök skipanna frá Fönikíu á 400 metradýpi. Myndirfráfundarstaðnum vöktu athygli vísindamannsins Roberts Ballard sem kom á staðinn 1999 og grandskoðaði flökin. Með hjálp fjarstýrðra farartækja f undust mörg hundruð innsigluð leirker sem staflað hafði verið upp í lestum skipanna. Nokkrum þeirra tókst að bjarga á þurrt land. í Ijós kom að um er að ræða elstu skipsflöksem menn þekkja. Sjá nánar: web.mit.edu/ deeparch/www/events/semin- ars/1999NovSem.htmi BISMARCK Bismarck sökkt Orrustuskipiö Bismarck helsært eftir gríöarlega skothríð breskra skipa. Aö lokum sökkti áhöfnin skipinu. Versta sjóslys sögunnar Ei LV % h\ fmu ÞíIEíT kronan wilhelm gustloff 30. janúar 1945 fór þýska farþegaskipið Wilhelm Gustloff frá höfninni íGotenhaven (nú Gdynia) í Póllandi. Skipið var troðf ullt af Þjóðverjum sem voru á flótta undan sókn Rauða hersins. Alls voru meira en 10.000 manns um borð í hinu 209 metra langa skipi. Það varð brátt á vegi rússneska kafbátsins S-13 sem gerði árás og skaut þremur tundurskeytum inn í skrokk Wilhelms Gustloff. Ofsa- hræðsla greip um sig á skipinu sem sökk á innan við kiukkustund. Aðeins tókst að bjarga 1.300 manns úr ísköld- um sjónum en meira en 9.000 drukkn- uðu. Aldrei hafa fleiri farist í einu á sjó. Flakið af Wilhelm Gustloff liggur á 45 metra dýpi og sagan segir að sovéskir kafarar hafi bjargað ýmsu úr því eftir að heimsstyrjöldinni lauk. Síðan hafa margir kafað niður að flakinu. Sjá nánar: www.wilhelmgustloff.com Flakið rannsakað Kafarar rannsaka fallbyssudekk- ið á orrustuskipinu Kronan. „20.000 hlutum hefur verið bjargað úr flakinu,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.