Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 25
DV Umræða FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 25 Sandkassinn MYNDIIV Blómlegir ólympíuleikar Undirbúningur fyrir Ólympíuleikanna í Peking stendur yfir á fleiri sviðum en Iþróttum. Verkamenn eru í óða önn að rækta blóm til skreytinga á meðan á leikunum stendur en gert er ráð fyrir að yfir 40 milljónir plantna þurfi fyrir leikana f ágúst. DV-myndCetty Nínan - ný bók- menntaverðlaun Jórunn Frimannsdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavík- urborgar, fær mínusinn. Hún hefur enn ekki svarað fyrir ástæður þess að lægsta tilboð í rekstur félagslegs úrræðis fyrir vimuefnasjúklinga var sniðgengið. Hún hefur verið sökuð um spillingu I málinu. SPURNINGIN VERÐUR BLÁSIÐTIL SÓKNAR? „Nei, það verður blásið til varnar og langra, árungsríkra sendinga. Ég vil með engu móti tippa á úrslitin, en við skorum í þessum leik," segir hinn kokhrausti Elvar Geir Magnússon, forseti hins nýstofnaða þriðjudeildarliðs KB. Liðið hefur dregist gegn stórliði KR í næstu umferð VISA-bikarsins í knattspymu. Leikmenn KB munu fá eldskírn I Frostaskjólinu, síðar í þessum mánuði. Júní er með fallegri mánuðum; þá byxjar allt að gróa og syngja og nátt- úran gerir rigningargrín og þá getur maður gefið sér frí frá pólitik og lygi og blekkingum og rifrildum og þrasi og alls konar hallærislegu veseni. Alltaf í byriun júm' hugsa ég til Nínu Bjarkar Ámadóttur, skáldkonu með láði, húmor og skemmtileg- heitum; ég hugsa um allar bækurn- ar sem hún skrifaði og fengu mann til að emja af hlátri og deyja næstum úr sorg. Það eru ekki margir höfund- ar einsog Nína; hún gaf sífellt sitt- hvað nýtt í sarpinn, ekki síst það sem er og verður umhugsunarvert, manni leiddist heldur aldrei á ferð með henni, hún alltaf að koma á óvart enda var hún bókmenntaiegt hrekkjusvín. Nína Björk var engri konu lík og hún var alls engu skáldi lík; hún hefði orðið 67 ára gömul á morgun, sjö- unda júní, ef hún hefði getað hugsað sér það; hún hefði fengið sín ellilaun samkvæmt lögum og kannski hefði hún eftir það getað lifað svo dæma- laust góðu lífi; hún hefði getað orðið sterk og góð amma og hún hefði get- að gefið fólkinu sínu allt sem hana langaði til að gefa því og okkur hin- um hefði hún gefið fleiri bækur. En Nína kaus að deyja okkur árið 2000, kaus að stoppa ekki lengur á þessari stoppistöð hér. En bíðum aðeins við; það er eitthvað furðulegt við það að „Allirsem þekktu hana vissu líka að hún var fyrst ogsiðastskáldsem tókst á við það sem hjarta hennarstóð næst og var ekki endilega alltaftil vinsælda fallið." VIGDiS GRÍMSDÓTTIR rithöfundur skrifar nefna Nínu Björk og ellilaun í sama andartaki af því að Nína var í raun- inni stelpa allt sitt líf; það að hún hafi verið stelpa allt sitt líf segir ekki að hún hafi ekki líka verið móðir, kona, meyja og kelling, alls ekki, því hún var þetta allt og hún sameinaði það. Allir sem þekktu Nínu vissu að þetta brothætta og fi'na innan í henni gerði það að verkum að hún gat illa tekist á við klisjur daganna og lífið reyndist henni oft bæði mótdrægt og yfirþyrmandi. Allir sem þekktu hana vissu líka að hún var fyrst og síðast skáld sem tókst á við það sem hjarta hennar stóð næst og var ekki endi- lega alltaf til vinsælda fallið; en hún hugsaði aldrei um að gera öðrum til geðs vegna þess að hún var alltaf sjálfri sér samkvæm, hún kafaði djúpt, skrifaði einungis um það sem snerti, sótti að og skipti máli. Nínu hefði enginn getað keypt í allri hugsanlegri merk- ingu orðsins og við sem les- um ljóðin hennar, sögurnar og hugleiðum leikritin, við veðjum á að skáldskapur hennar verði alltaf ná- lægur og alltaf jafnlifandi og hann er; þeir sem ekki þekkja bækur Nínu Bjarkar ættu að drífa í því strax. I hvert skipti sem ég horfði á Nínu á meðan hún lifði vissi ég að ég var stödd í miðju alheimsins, þar sem hlutirnir gerðust, þar sem lífið byltist og hamaðist og lék sér; Nína lét þús- und blóm blómstra alstaðar þar sem hún kom. Okkur Gerði Kristnýju og Krist- ínu Ómarsdóttur er heiður að segja frá því að ný íslensk bókmenntaverð- laun verða veitt í nafni Nínu Bjarkar Árnadóttur í fyrsta skipti 7. Júní 2009. Til greina koma öll bókmenntaverk ársins 2008. Verðlaunin munu bera nafnið NÍNAN og verða veitt fýrir þá bók sem þykir skara framúr. Meira um Nín- una seinna. ÉG HEF áður sagt sögur af uppá- tækjum mínum á Kópaskeri, þar sem ég ólst upp við mikið frjáls- ræði. Einhveiju sinni fréttum við af því að risastóran búrhval hefði rekið á fjörur í nágrenni þorpsins. Slíkar fréttir eru algjörlega ómet- anlegar fyrir kraftmikla tíu ára stráka. Við hjóluðum fimm saman á fullri ferð þangað sem hvalurinn hafði legið í fáeinar vikur. EFTIR AÐ hafa hoppað og hjólað á lýsismettuðu hræinu í drykklanga stund fengum við afdrifaríka flugu í höfuðið. Skít- ugir upp fyrir haus hjóluð- um við á fullri ferð til baka. Þegar heim var komið læddumstvið Jymskulega um bílskúra og geymslur heima hjá okkur og gripum með okJair sagir, hnífa og hamra. Við sögðum ekki nokkrum einasta kjafti frá þeirri hugmynd okkar að saga tennurnar úr hvaln- um og öðlast þannig virðingu allra þorpsbúa. Við töldum meira að segja að við gætum orðið ríldr. ÞEGAR VIÐ höfðum safnað öllum nauðsynlegum tólum saman hjól- uðum við aftur að hvalnum. Eftir að hafa djöflast í úldnum kjaftin- um á hvaínum í klukkutíma höfð- um við náð að saga í sundur fimm tennur. Verknaðurinn heppnaðist fullkomlega þrátt fyrir að lýsis- lyktin af fötum okkar og höndum væri yfirþyrmandi. Montnari en hópur af KR-ingum héldum við til byggða. Við bárum höfuðið hátt og yngri krakkar öfunduðu okkur augljóslega mildð. Það gerðu for- eldrar okkar Iiins vegar ekld. 0KKUR VAR fljódega tjáð að bónd- inn sem á jörðina þar sem hvalinn hafði rekið á land, hafði aðrar og raunhæfari áætlanir. Á leiðinni til íslands voru nefnilega stórhuga Japanir sem æduðu að kaupa hræið og setja beinagrindina á safn í heimalandinu. Hvalinn æd- uðu þeir að kaupa á 150 þúsund krónur. Nú voru góð ráð dýr því bóndanum fannst þetta uppátæki ekki jainsniðugt og okkur. Upp kom sú hugmynd að leggja pening í púkk og færa bóndanum. Okk- ur var hins vegar ráðið frá því og skipað að láta h'tíð fyrir okkur fara næstu vilcumar. Japanamir hættu við lcaupin og við spiluðum fót- bolta það sem eftir var sumarsins. I s AESa (sfupjm -hvað er að frétta?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.