Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 6. JÚNl 2008 Helgarblað PV UMSJÓN: KOLBRÚN P I Ht r DEVlL W „VKS Prada f|ni" ......... ■«— Ljósmyndasýningin Egglost hefst á sunnudagin en hún fjallar um ófrjósemi: SUMARLESTUR Sumarið er alveg að koma hérna heima, en í bókabúð- unum er það komið. Bækurnar sem vöktu áhuga þinn um jólin eru flestar komnar í kilju. Áður en þú ferð í sumarfriið er um að gera að kíkja í bókabúðir landsins og pikka upp nokkrar kiljur til að taka með og lesa á ströndinni. Það er heldur ekki vitlaust að kíkja í erlendu deildina. Hún lumará frábærum chick-lit-bókum sem allar konur hafa gaman af. m i l „Þrjár frjósamar konur hafa nú sameinað krafta sína í áhrifamikilli ljósmyndasýn- ingu um ófrjósemi. Yfirskrift sýningar- innar, sem haldin verður á B5 í Banka- stræti dagana 8. júní til 30. júní, er Egglost. „Þungunarerfiðleikar og óffjó- semi eru efniviður myndanna," seg- ir ljósmyndari sýningarinnar Lilja Kristjánsdóttir. Ljósmyndasýningin segir átak- anlega sögu konu sem tekst á við tilfinningar því tengdu. Sýningin er samstarfsverkefni Lilju, Þórdís- ar Þorleifsdóttur útíitshönnuðar og Ingunnar Jónsdóttur vöruhönnuð- ar. Hugmyndin er að hluta til byggð á þeirra eigin reynslu og þar sem myndirnar segja djúpstæða sögu þótti vel við hæii að fá leikkonu í hlutverkið og varð leiklistarneminn Vigdís Másdóttir fyrir valinu enda afar hæfileikarík kona þar á ferð. „Þó svo að hugmyndin væri full- mótuð skipti það okkur miklu máli hver myndi túlka verkið til að koma því sem við vildum segja til skila," segjaþær. „Ég féll strax fyrir hugmynd- inni að verkinu og það sem mér fannst áhugaverðast er hversu skýr hugsun var á bak við það," segir Vig- dís Másdóttir. „Ég sem leikari þarf að setja mig vel inn í hlutina og fá svör við spumingum mínum svo að túlkun mín verði sem best og þessar frábæm konur höfðu svörin á reiðum höndum. Það var búið að hugsa út í hvert ein- asta atriði." Leikkonan, sem var að ljúka sínu þriðja ári í leiklist í Listaháskóla ís- lands, ljómar þegar hún byrjar að tala um leiklistina sem á greinilega hug hennar allan. Vigdís er nú að byrja að æfa með Nemendaleikhúsinu og hlakk- • hún mikið til að takast á við þau verkefni sem fram undan em þó svo að hún eigi eftir að sakna þess að sitja á skólabekk. „Ég á þrjú frábær ár að baki í skóla sem ég tel algjör forréttindi að hafa komist inn í." Þessar hæfileikaríku konur sem eiga heiðurinn af Egglosti eru full- ar af hugmyndum og em nú þegar farnar að leggja drög að fleiri verk- efnum og frekari samvinnu og verð- ur því spennandi að fylgast með þeim í framtíðinni. „Markmið okkar með þessari sýningu er að snerta við fólki," segja þær Lilja, Þórdís og Ingunn að lok- um. myndinni ma sja þær Lilju Kristjánsdóttur, Þórdisi Þorleifsdóttur og Ingunni Jónsdóttur leikstýra og mynda leikkonuna Vigdísi Másdótturfyrir sýninguna Egglost UPPSKRIFTIN AÐ FLOTTUM LE6GJUM Hvaða kona kannast ekki við það að þurfa að raka leggina á ógn- arhraða rétt fyrir kokteilboð á föstudegi eða sundferð með vinun- um? Með góðri og reglulegri umhirðu getur þú skartað flottustu leggjunum í sumar. ■ Skrúbbaðu fæturna reglulega í sturtunni og gættu þess að skrúbburinn innihaldi olíu af einhverju tagi svo húðin verði ekki þurr. Nuddaðu skrúbbnum varlega í litla hringi, vandaðu þig sérstaklega (kringum ökklana og hnén. L; Berðu rakakrem á fæturna daglega. Rakinn hjálpar þér að losna við litlu rauðu doppurnar sem myndast oft á tíðum á lærunum. d Notaðu gufuna í sturtunni. Flestar okkar skella sér (sturtu, grípa rakvélina og hefjast handa. Réttara væri hins vegar að enda sturtuna á rakstrinum. Ástæðan er sú að gufan frá vatninu mýkir hárin og því minni hætta á inngrónum hárum og rispum.Til að ná sem bestum árangri við raksturinn er mikilvægt að raka í öfuga átt við hárvöxtinn. d Endurnýjaðu rakvélina reglulega. Þið sem notið einnota rakvélar við raksturinn verðið að hafa það (huga að þær eru einnota. Það getur farið afar illa með húðina þegar þjösnast er á henni með hálfbitlausri rakvél. Þið hinar skuluð passa að skipta mjög reglulega um rakvélablöð. d Berðu þunnt lag af brúnkukremi á fæturna eftir að þú ert búin að skrúbba þær, raka og bera á þær rakakrem. Flestir ættu að vera orðnir meðvitaðir um hættuna sem fylgir því að stunda Ijós í dag. Hægt að ná sér í brúnku með ýmsum öðrum hætti eins og til dæmis, brúnkuspreyi, brúnkukremi eða klútum. Gætið þess að setja á ykkur einnota hanska þegar brúnkan er borin á. d Hugsaðu vel um tærnar rétt eins og húðina. Það er ekkert gaman að vera í opnum skóm nema tærnar líti vel út. Klipptu þvert á táneglurnar, snyrtu naglaböndin og lakkaðu neglurnar með því lakki sem þér þykir fallegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.