Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 6. JÚNl 2008 Umræöa DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðiö-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og ReynirTraustason, rt@dv.is FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson, janus@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DREIFINGARSTJÓRI: Jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is ÐV A NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ASKRIFTARSlMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7040. Umbrot: OV. Prentvlnnsla: Landsprent. Drelfing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aöserit efni blaösins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. 011 viötöl blaösins eru hljóörituö. SANDKORN ■ Deilur Þórhalls Gunnars- sonar, dagskrárstjóra Sjón- varpsins, og Árna Snœvarr kvikmyndargerðarmanns um ESB-heimildarmynd hins síðarnefnda standa enn. Þórhallur hafði að sögn Árna viljað kaupa mynd- ina til sýning- ar en hætt við vegna þjónk- jnar við Sjálf- stæðisflokkinn. Þessu hafnaði Þórhallur alfarið og taldi Árna ekki fara rétt með varðandi samskipti þeirra. Þá vildi Árni fá að opinbera tölvupósta sem gengu þeirra í milli en Þórhall- ur lagðist gegn því svo af því varð ekki. Enginn veit því hvað er rétt eða rangt. -7 'Wf lu: ■ Orðið á götunni segir frá því að Ágúst Héðinsson, dag- skrárstjóri Bylgjunnar, hafi tilkynnt Valdísi Gunnarsdótt- ur útvarpsmanni í tölvupósti að hann ætli að „poppa upp sunnudagsmorgnana" og að „það sé ekki í hennar verka- hring". Ef marka má þetta er Valdís að hætta með sunnu- dagsþætti sína á Bylgjunni, þar sem hún hefur um árabil tekið fólk í löng og mikil viðtöl. Á sama vettvangi er sagt frá því að Telma Tómusson, frétta- konan knáa, sé að snúa baki við Mogganum og snúa aftur á Stöð 2. ■ Ró hefur reyndar færst yfir Morgunblaðið eftir að Ólafur Stephcnsen tókyfir ritstjórn- ina og Styrmir Gunnarsson gekk inn í sólarlagið. Hermt er að Ólaf- ur hafi náð upp góðri stemningu á ritstjórninni þrátt fyrir sársauka- fullar aðgerðir. Þá heyrist úr Hádegismóum að einkar gott samstarf sé milli Ólafs og Karls Blöndal aðstoðarritstjóra en ýjað hafði verið að því Karl væri ekki mjög sáttur við að vera sniðgenginn þegar skipað var í æðstu stöður á blaðinu. ■ Ekki er komið á hreint hvað Gríinur Atlason, fyrrverandi bæjarstjóri Bolvíkinga, tek- ur sér fyrir hendur eftir að hann var flæmdur úr bæjar- stjórastóli Bolvíkinga. Vangaveltur voru um að hann tæki við af Ómari Má Jónssyni sem sveitarstjóri í Súðavík en sá hætti við að hætta. Nú eru uppi raddir um að Samfýlking á Isafirði vilji fá kappann til að vera fremstur á lista í bæjar- stjórnarkosningum og þá sem bæjarstjóraefni. LEIÐARI Ráðherra svínar á lögum REÝNIR TRAUSTASON RITSTJORISKRIFAR. rni Mathiesen fjármálaráðherra A svínar á íslenskum lögum með því að skrá lögheimili sitt í Kirkjubæ í / Þykkvabæ. Hvert mannsbarn veit að lögheimili þýðir að þar held- ur einstaklingurinn til í einhverjum mæli. Árni býr í Hafnarfirði og heldur þar heim- ili. Heimamenn í Þykkvabæ sem DV ræddi við hafa ekki orðið varir við þennan meinta sveitunga sinn. Ráðherrann er algjörlega ótengdur húsi sem hann hefúr logið til um að sé heimili hans. Árni er Hafnfirðingur en ekki Þykkva- bæingur þótt hann hafi kosið að halda öðru fram. Hann var á fremsta bekk þegar Hafnfirð- ingar héldu afmælishátíð sína á dögunum. Samt er hann að svíkja það sveitarfélag um útsvar sem er sú greiðsla sem á að standa undir því Árni er Hafnfirðingur en ekki Þykkvabceingur að hreinsa í burtu ruslið hans og veita aðra nærþjón- ustu. Árið 2007 hafði hann óverulegan ávinning af skráningunni en í ár er sama útsvarsprósenta á báðum stöðum. Fjármálaráðherrann á að vera vakinn og sofinn yfir hagsmunum ríkisins og fyr- irmynd annarra í viðskiptum við ríkissjóð. Samt þiggur hann dreifbýlisstyrk sem ætlað er að standa undir kostnaði við dvöl ráðherrans sem aðkomu- manns á höfuðborgarsvæðinu Hermt er að allir Iandsbyggðarþing- menn fái sömu styrki og Hafnfirð- ingurinn Árni Mathiesen sem skrá- ir falskt lögheimili í Þykkvabæ. í þessu felst siðleysi vegna þess að þeir sem búa á höfuðborgarsvæð- inu og bera ekki kostnað af heim- ilishaldi annars staðar eiga ekki að fá húsnæðisstyrki. Fjármála- ráðherra hefði átt að sjá sóma sinn í því að afþakka umræddar greiðsl- ur og leiðrétta skráningu lögheimil- ÞYKIST BÚA í ÞYKKVABÆ IÞyldcvabænum búa alls konar ósýnilegar furðuverur og þar á meðal álfar sem framleiða kart- öfluflögur, saltaðar og kryddaðar djúpsteiktar sneiðar þeirra ágætu jarðepla sem spretta upp úr frjóum jarðveginum í Þykkvabæ. Þar býr líka einhver lánlausasti ráðherra landsins, Árni Mathiesen íjár- málaráðherra. Árna hafa verið mislagðar hend- ur í hinum ólíklegustu embættisverkum og þannig hefur hann verið vændur um að brjóta jafnréttis- lög við mannaráðn- ingar og svo auðvitað nú síðast fyrir að taka son Foringjans fram yfir reynslumikla og spreng- lærða lögmenn og gera piltinn að héraðsdómara. Málsvörn ráðherrans í því máli var á köflum átakanleg eins og svo oft áður. Eiginlega hefur Árni ekki ver- ið sjálfum sér líkur eftir að hann féll af stalli sem ein helsta vonarstjarna flokksins í Suðvesturkjör- dæmi. Þá hafði eðalbor- ið Hafnarfjarðaríhald- ið það náðugt í einu fegursta bæjarstæði landsins og fram- tíðin var björt. Þetta breyttist skyndilega þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ruddist fram, velti Árna af stóli og tók sæti hans í kljör- dæminu með þeim afleiðingum að hann mátti sætta sig við að verða niðursetningur á Suðurlandi hjá þeim Guðna Ágústssyni og Árna Johnsen sem hefur einmitt kyrjað undurfagurt um kartöflugarða. einu sinni að skrá lögheimifi sitt með réttum og löglegum hætti. Árni fékk nefnilega að halda heimili sínu í Hafnarfirði eftir að Þorgerður Katrín niðurlægði hann. Og þar hefur hann búið, steinsnar frá Alþingishúsinu þannig að ekki hefur búset- an beinlínis gert ráðherr- anum daglegt líf og störf erfiðari. Leiðin hefur síðan leg- ið niður á við og í raun má það furðu sæta að Árna takist enn að hanga á þingsæti og ráðherrastóli í ljósi alls sem dunið hefur á honum. Að vísu fyrst og fremst fyrir eigin klaufaskap. Nú hefur komið á daginn að dýralæknirinn sem fer með fjármál ríkisins kann ekki ngu að síður er hann skráður til lögheimilis í húsi nokkru í Þykkvabæ. Ráðherr- ann á húsið ekki og virðist ekki einu sinni vera leigjandi þar. Nágrann- arnir hafa í það minnsta aldrei séð hann og í húsinu dvelja tveir Pól- verjar sem starfa við það að taka upp kartöflur sem álfarnir ósýni- legu sá svo um að salta og krydda. Sé það rétt að ráðherrann hafi bú- setu í Þykkvabæ er hann svo sann- arlega ósýnilegur þar sem pólskir meðleigjendur hans hafa ekki orðið hans varir. Landsbyggðarþingmenn fá vitaskuld sjálfkrafa einhverja dreifbýlisstyrki til þess að létta undir þar sem margir hverjir þurfa þeir að halda tvö heimili. Eitt í túnfæti Alþingishússins og annað í sinni heimabyggð. Árni er, þrátt fyrir að Þorgerður Katrín hafi gert hann að dreifbýlisþingmanni, laus við þetta vesen þar sem hann býr í Hafnarfirðinum. Hann getur þá bara notað peninginn í eitthvað annað. Öllu verra er að með því að búa í raun og veru í Hafnarfirði en vera skráður til heimilis í Þykkva- bæ greiðir ráðherr- ann lægra útsvar í sameiginlega sjóði landsmanna en hann sér einmitt um að útdeila þeim fjár- munum sem við leggjum öll saman í púkkið. Búsetumál ráðherrans er því hið vandræðalegasta en hann kippir sér þó ekki upp við það og vill halda þessu sem sínu einkamáli. En það hefur ráðherr- ann svo sem hingað til viljað gera með öll sín klúðursmál í stjórnsýsl- unni. Óhætt er því að segja að nóg sé af álfum í Þykkvabæ. Állir eru þeir þó ósýnilegir og sumir alveg út úr hól og greiða því lægra útsvar. SVARTHÖFÐI DÓMSTÓLL GÖTUIVIVAR ÞARF AÐ TAKA HARÐAR Á ÖKUNÍÐINGUM? „Já, það þarf að gera það, svo sannarlega. Þeir hafa keyrt í veg fyrir son minn og við fengum næstum þvl hjartaáfall!" Hansína Vilhjálmsdóttir, 72 ára ellilífeyrisþegi „Já. Ég er á bíl og er kannski hægfara ( umferðinni, en þetta er orðið hræðilegt. Maður er bara hræddur og veit aldrei á hverju maður á von." Anna Jónasdóttir, 73 ára ellilífeyrisþegi „Já, ég myndi segja það. Það þarf að sekta þá meira. Peningar eru það eina sem þeir skilja." Sigríður Steinþórsdóttir, 75 ára ellilífeyrisþegi „Já, mér finnst það. Ég hef sjálfur keyrt of hratt og fengið of mikið af sektum. Maður veit alveg að það er nóg af fólki þarna sem mætti bæta sig í umferö- inni. Það mætti líka taka gamalt fólk úr umferð, láta það taka próf aftur með kennara. Það er hræðilegt að vera fyrir aftan einhvern á flutningabíl þegar manneskjan keyrir á 60." Hörður Reynisson, 22 ára bílstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.