Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 39
DV Helgarblað FÖSTUÐAGUR 6. JÚN( 2008 39 í faðmi fjölskyidunnar Magnús Hlynur ásamt eiginkonu sinni, Önnu Margréti Magnúsdóttur, og fjórum sonum þeirra. Frá vinstri: Unnar Örn, 2 ára, Veigar Atli, 7 ára, Arnar Helgi, 12 ára, og Fannar Freyr, 17 ára. Skjálftinn Veggir og gólf skulfu og hlutirfóru af stað heima hjá Magnúsi, eins og öðrum Selfyssingum, í skjálftanum í síðustu viku. þessi pennavinur hennar bjó í. „Hún ákvað svo að banka bara upp á og kynna sig. Ég hafði náttúr- lega aldrei séð þessa stelpu, en þetta var ást við fyrstu sýn," segir Magnús og kveðst hafa gaman af því að rifja þennan örlagaríka dag upp. Þau Anna hafa verið saman upp frá því og tíu árum seinna, eða árið 1995, gengu þau í hjónaband. Magnús átti marga pennavini á yngri árum, bæði hér á landi og í út- löndum. „Ég held að það hafl svolít- ið hjálpað mér í blaðamannastarfinu að hafa alltafverið að skrifaáþessum tíma. Þetta var svona íyrsta skrefið," segir hann. Aðspurður segist Magnús hins vegar aldrei hafa leitt hugann að því að banka upp á hjá pennavinum sínum líkt og Anna gerði. „Þá hefði ég þurft að fara í hringferð um landið og banka upp á á tuttugu heimilum," segir hann og hlær. „En það var flott að fá hana þarna á hvítum hesti." Alltaf hefur legið vel fyrir Magn- úsi að skrifa. „Sérstaklega held ég að það séu pennavinirnir sem gera það að verkum því ég var öllum stund- um heima með ritvélina að skrifa þeim öllum. Ég á öll bréfin ffá þeim ennþá. Þegar ég fer um landið kíki ég svo einstaka sinnum á þá. Það er til dæmis ein stelpa á ísafirði sem ég hef stundum verið í sambandi við. Mér finnst mjög gaman að því." Heimamenn stríddu nýbúanum Magnús kveðst einnig fara reglu- lega á Suðurnesin að heimsækja ætt- ingja. Það komi þó ekki til greina að flytja þangað aftur eins og staðan sé í dag. Til þess sé hann orðinn of mik- ill Sunnlendingur og Selfyssingur. „Ég var algjör nýbúi þegar ég flutti á Selfoss fyrir sautján árum. Ég þekkti engan nema konuna mína og fólk- ið hennar. En ég var svo heppinn að fá vinnu hjá Selfossbæ fyrsta sumar- ið sem verkstjóri yfir slættinum. Þar sem ég var nýútskrifaður frá Bænda- skólanum átti ég náttúrlega að hafa eitthvað vit á grasi og öðru slíku." Aðkomumaðurinn fékk aðeins að finna fyrir því að vera nýr í bænum til að byrja með. „Flokkstjórarnir sendu mig hingað og þangað á staði sem voru ekki til. Ég var náttúrlega nýbúi og rataði því ekkert. Égfórþar af leið- andi nokkrar fyluferðir. En þetta var náttúrlega allt í gríni og ég hafði bara gaman af þessu," segir Magnús og virðist blessunarlega ekki hafa hlotið varanlegan skaða af glensinu. Magnús starfaði hjá Selfossbæ í um sjö ár. Hann er stoltur af því að hafa tekið þátt í að „græða" bæinn ef svo má segja. „Það er ofsalega gam- an að hafa tekið þátt í að gróðursetja mikið af þeim trjám sem eru orðin stór og falleg í dag, eins og aspirnar á Ausmrveginum. Þetta er gróskumik- ill og fallegur bær finnst mér og mik- ill metnaður til staðar að hafa fallegt í kringum sig." Eftir að hafa fengið þennan áhuga á gróðri skráði Magnús sig í nám í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi, þaðan sem hann útskrifað- ist sem garðyrkjufræðingur 1996. I kjölfarið var hann ráðinn sem end- urmenntunarstjóri hjá skólanum og starfaði sem slíkur í mörg ár. Þá hefur Magnús verið verkefnisstjóri Grænni skóga sem er skógræktarverkefni fyr- ir íslenska skógabændur sem vilja auka sína menntun. Byrjaði í fjölmiðlum á framhaldsskólaaldri Magnús kom fyrst nálægt vinnu á íjölmiðlum á framhaldsskólaárun- um þegar hann skrifaði aðeins fyrir Víkurfréttir í Keflavík. Svo var hann með útvarpsstöðina Brosið á Suð- urnesjunum ásamt félögum sínum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Að sögn Magnúsar var það fyrsta útvarps- stöðin á Suðurnesjum fyrir utan Kanaútvarpið. „Um tvítugt fór ég síðan að vinna með Viðari Oddgeirssyni, fréttarita Ríkissjónvarpsins, í Keflavík. Hann tók myndir og ég aðstoðaði hann á ýmsan hátt, tók viðtölin og fleira í þeim dúr. Fyrstu skrefin mín í sjón- varpi tók ég því þarna," segir Magn- ús. Fyrsta fréttin sem hann skrif- aði fyrir Dagskrána var svo í febrúar 1993. Hannvarð síðanritstjóriblaðs- ins fyrir tveimur árum en hann er eini blaðamaður þess í fullu starfi. Dagskráin, sem dreift er frítt í m'u þúsund eintökum á Suðurlandi á hverjum fimmtudegi, er rekin undir hatti Prentmets í Reykjavík, sem er með starfsstöð á Selfossi hjá Prent- meti Suðurlands. Allt í allt starfa níu manns á starfsstöðinni á Selfossi. Menntun sína og starfsreynslu segir Magnús hiklaust koma að gagni í blaðamennskunni. Hann segir að námið í bæði Bændaskólanum og Garðyrkjuskólanum sé mjög hag- nýtt. Til dæmis hafi hann lært veður- fræði á Hvanneyri, fyrir utan allt sem hann lærði um búfjárræktina, gras- ið og gróandann. „En óneitanlega sést svolítið á fréttaflutningi mínum að ég reyni að stíla inn á landbún- að og garðyrkju og það jákvæða sem er að gerast í þessum geira. Þar ligg- ur minn áhugi, þótt maður reyni að sinna öllu." Forðast neikvæðar fréttir Magnús kveðst forðast neikvæðar fréttir eins og hægt sé. „Maður verð- ur samt stundum að segja þær þegar tilefni er" útskýrir Magnús. „En ég er ekki að grafa þær upp. Ég skynja líka að fólk vill jákvæðar fréttir. Mannleg- ar og skemmtilegar fféttir. Það stopp- ar ekki síminn hjá mér þegar þannig fféttir birtast, sérstaklega í sjónvarp- inu." Fréttamaðurinn skeleggi seg- ir það aldrei hafa gerst að hann hafi neitað að fara í eitthvað mál sök- um eðlis þess. „Ég fer í öll neikvæð og erfið mál. En ég sneiði auðvitað framhjá þeim málum þar sem ég er hreinlega vanhæfur vegna einhverra tengsla. Þetta er náttúrlega h'tið sam- félag þar sem allir þekkja alla." Magnús vill koma því að að yfir- menn á fréttastofu Sjónvarpsins séu afar jákvæðir gagnvart fréttahug- myndum frá sér. „Níutíu og fimm prósent af þeim fféttum sem ég sting upp á fæ ég já við. Ég vil því hrósa fféttastofunni fyrir það hversu já- kvæð þau eru fyrir fféttum af lands- byggðinni. Og það eru fréttir sem fólk vill sjá held ég," segir Magnús. Þess má geta að hann og Elín Hirst, fféttastjóri Sjónvarpsins, eiga sama afmælisdag. Magnús hlær við þeg- ar blaðamaður spyr hvort hann telji það hafa komið að gagni. „Ég er ekki viss, en það er þó aldrei að vita. 4. september er náttúrlega besti dagur ársins." Með skipulag á barneignunum Það er þó fleira í lífi Magnúsar sem skiptir máli heldur en íjölmiðla- störfin og garðyrkjan. Hann og Anna Margrét eiga fjóra stráka sem Magn- ús lifir fyrir: Fannar Frey, 17 ára, Arn- ar Helga, 12 ára, Veigar Atla, 7 ára, og Unnar Örn, 2 ára. „Það eru fimm ár á milli þeirra allra. Við Anna erum bæði meyjur og þetta þarf því að vera mjög skipu- lagt," segir Magnús og hann og blaða- maður hlæja dátt. En ekki nóg með það heldur eru allir strákarnir fæddir að sumri til. „Það er bara fengitími á fimm ára ffesti. Maður er búfræðing- ur og kann á þetta," segir Magnús og hláturinn hækkar um allavega eina áttund. Skipulagið stoppar reyndar ekki þarna því drengirnir fjórir eru all- ir skírðir sama dag, 29. september. Engin sérstök ástæða er fyrir því að sá dagur varð fyrir valinu að sögn Magnúsar, nema helst að það sé þægilegt að muna hann þar sem þau hjónin eiga bæði afmæli í septemb- er. Dóttirin yrði að heita Dagmar Ef stelpa myndi bætast við hóp- inn yrði hún að heita Dagmar, að sögn Magnúsar. Nöfn allra strákanna endi nefnilega á „ar" og eftir því sem hann komist næst sé Dagmar eina kvenmannsnafnið sem endi á „ar“. Er hún á dagskránni fýrir sumarið 2011, þegar fimm ár verða liðin frá fæð- ingu yngsta sonarins? „Það er spurn- ing," segir Magnús og hlær enn. Þótt maður eigi kannski ekki að spyrja á þennan veg er blaðamaður búinn að spyrja Magnús að því hvort hann langi í stelpu, áður en hann veit af. „Ég á fjögur heilbrigð börn og allt gengið yndislega. Ég hugsa þetta svolítið þannig að maður geti ekki alltaf verið heppinn. Það er því spurning hvort þetta sé ekki komið flott." Strákarnir eru allir mismunandi á sinn hátt, að sögn Magnúsar. Fann- ar er allur í tónlistinni og er í hljóm- sveit sem heitir Zirkus. Arnar er mjög líkur pabba sínum segir Magnús og fer stundum í myndatökur fyrir Dag- skrána ef karl faðir hans kemst ekki. „Hinir strákarnir eru líka mjög efni- legir. Þegar ég kom heim eftir skjálft- ann á fimmtudaginn var Fannar til dæmis búinn að senda mbl.is fullt af myndum af ástandinu á heimilinu okkar. Það varð til þess að eitthvað blað í Svíþjóð hringdi í hann og var hann á forsíðunni þar daginn eftir og fékk tíu þúsund kall fyrir. Hann var helvíti ánægður með það og sagðist hafa slegið mér við." Magnús er pabbi fram í fingur- góma. Til merkis um það er hann með einkanúmerið „Pabbi" á bfln- um sínum sem hann fékk í afmæl- isgjöf frá Önnu og strákunum þegar hann varð þrítugur. „Pabbahlutverk- ið er það yndislegasta sem ég geri," segir Magnús. Landbúnaðarráðherradraumar Framtíðin er óráðin eins og hjá öllum. Það er þó að heyra á Magnúsi að hann eigi seint eftir að slíta sig frá fjölmiölastörfum, að minnsta kosti fyrir fullt og allt. „Þetta er það sem gefur lífinu lit. Þetta er mitt áhuga- mál og mín vinna og það er frábært að fá borgað fyrir að sinna áhuga- málinu sínu. Það eru ekki allir svo heppnir." Bóndinn blundar líka alltaf í Magnúsi. „Mig dreymir um að kaupa mér Iítið kot og hafa íslensku hæn- una, svín, hunda og ketti. Kannski eina kú. Og rækta jarðarber, gulrætur og rófur. Þá væri ég í góðum málum," segir hann og brosir breitt. Magnús á hins vegar einnig for- tíð í pólitík þar sem hann var á lista hjá Sjálfstæðisflokknum á Selfossi fýrir nokkrum árum. Hann var til að mynda formaður umhverfisnefndar í bæjarfélaginu í eitt kjörtímabil, frá 1998 til 2002, og varaformaður kjör- tímabilið áður. Hann hætti að skipta sér af pólitík, enda fór það ekki sam- an við fjölmiðlastarfið en hann við- urkennir þó að hann sé spenntur fyr- ir pólitíkinni. „Ég hef mikinn áhuga á pólitík og hver veit nema maður eigi eftir að setjast á Alþingi í framtíðinni, ég útiloka ekki neitt í þeim efnum. Ég elska íslensku sveitina eins og Guðni Ágústsson og draumurinn er að verða landbúnaðarráðherra eins og hann," segir Magnús og hlær dátt. Það er ekki annað að sjá en að Magnúsi sé fúlasta alvara með þess- um orðum sínum, þrátt fyrir hlát- urinn. Fróðlegt verður að sjá hvort honum takist að uppfylla þann draum. Og með því kveður blaða- maður Magnús í hinum gróðursæla Tryggvagarði á Selfossi og keyrir með hinum grannvaxna ljósmynd- ara yfir Hellisheiðina, og upp á heita ritstjórnarskrifstofuna í Reykjavík. kristjanh&dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.