Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 6. JÚNl 2008 Helgarblað DV Michel Maure Svæfingalækn- ir sem stundaði lýtalækningar með umdeildum árangri. (félagsskap Winstons Churchill Gagnrýnendur óttast að menn láti taka mynd af sér í félagsskap Adolfs Hitler. Sakamál UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON kolbeinn@dv.is Kona nokkur heitir Maxie Mounds og státar af stærstu brjóstum í heimi. Nú virðist útséð með að henni verði velt af stalli þvísú tækni sem beitt varvið brjósta- stækkun hennar hefur verið bönnuð, í það minnsta á Englandi. Maxie Mounds starfar í klámgeiranum og hefur verið handhafi þessa merkilega titils síðan árið 2005 og ætti að vera nokkuð örugg um að sú verði raunin áfram. Okáhjól- reiðamenn Að minnsta kosti tveir létu líflð þegar drukkinn ökumaður ók inn í hóp hjólreiðamanna sem tóku þátt í hjólreiðakeppni í Mexíkó fyrr í vikunni. Þegar hjólreiðamennirnir voru búnir að hjóla um fjórðung leiðar- innar ók tuttugu og átta ára, drukkinn karlmaður, sem hafði sofnað við stýrið, beint inn í hópinn með þeim afleiðingum að hjólreiðakapparnir þeyttust upp í loftið. Margir hlutu al- varlega áverka og voru fluttir á sjúkrahús, en aðrir sluppu með skrekkinn. Að sögn lögreglu á staðnum er ökumaðurinn bandarísk- ur rfldsborgari og verður hann ákærður fyrir manndráp. Aldraðir ökuþórar Lögreglan á Nýja-Sjálandi telur líklegt að ökuþórarnir sem óku gegn akstursstefnu á einum fjölfarnasta vegi lands- ins, nálægt höfuðborginni Wellington, verði beðnir um að afhenda ökuskírteini sín. Um var að ræða öldruð hjón, eitt hundrað, og níutíu og níu ára að aldri. Talsmaður lögreglunnar, Kaye Calder, sagði að hjónun- um hefði til að byrja með tekist að forðast bifreiðarnar sem komu úr gagnstæðri átt á þess- ari ævintýraför á þessum fjöl- farna vegi, en að lokum fór svo að þau lentu í árekstri og hlutu við það minniháttar áverka. Calder sagði ólíklegt að hjónin yrðu ákærð, en lögreglu gekk erfiðlega að fá úr því skorið hvort þeirra sat við stýrið þegar óhappið átti sér stað. Borgaði fyrir föðurmorð Óhætt er að segja að menn grípi til ýmissa ráða til að tryggja sér draumastarflð og sumir láta þá staðreynd að jafnvel sé um óvönduð meðul að ræða ekki halda fyrir sér vöku. Maður í Bihar á Indlandi sá ekkert því til fyrirstöðu að greiða öðrum manni fyrir að myrða föður sinn svo hann gæti fengið starf hans, sem var á veg- um ríkisstjórnarinnar. Morðið átti að ffemja degi áður en fað- irinn settist í helgan stein. Að sögn lögreglunnar æd- aði maðurinn, sem er frá þorpi í austurhluta Bihar-fylkis, að krefjast starfs föður síns á þeim forsendum að hann hefði dáið í starfl. Réttarhöld yfir Michel Maure svæfingalækni hófust í París í upphafi vikunnar. Hann er ákærður fyrir að hafa valdið sjúklingum sinum óbærilegu andlegu og líkamlegu tjóni með fegrunaraðgerðum sem hann hafði ekki leyfi til að stunda: LYTALÆKNIR AN LEYFIS Réttarhöld hófust á mánudaginn í París yfír frönskum lækni sem að eigin sögn er einn færasti lýta- læknir í heimi. Lækninum, Michel Maure, er gefið að sök að hafa með aðgerðum sínum valdið níutíu sjúklingum líkamlegu og andlegu tjóni, auk þess sem hann stofnaði lífi þeirra í hættu. Michel Maure, sem rak óleyfi- lega læknastofu í Marseilles á árunum 2000 til 2004, stendur frammi fyrir níutíu og sex ákæru- atriðum, en fórnarlömb hans voru að stærstum hluta konur. Afleið- ingar aðgerða hans eru misheppn- aðar brjóstaaðgerðir, fitusog, and- litslyftingar og nefaðgerðir, sem voru framkvæmdar í skítugri, nið- urníddri skurðstofú. Hann er einn- ig sakaður um að hafa verið heldur nískur á staðdeyfingu, sem skýt- ur skökku við í ljósi þess að hann hlaut þjálfun sem svæflngalæknir. Óþarfi er að taka fram að sjúklingar hans upplifðu óbærilegan sársauka vegna lélegrar staðdeyfingar. Þrjú hundruð aðgerðir á ári Þegar Maure var handtekinn 2004 hreykti hann sér af því við lögreglu að hann framkvæmdi þrjú hundruð aðgerðir á ári og „hann væri einn færasti lýtalækn- ir í heiminum". Frá árinu 2000 gat hann framkvæmt aðgerðir sínar vegna gloppu í frönskum lögum, gloppu sem var bætt úr árið 2002 en Maure lét sig lagabreytingarnar litlu varða og hélt ótrauður áfram. Michel Maure hefur neitað sök og segist vera fórnarlamb keppi- nauta sem vilji bola honum úr bransanum. „Sóknaraðilar eru konur sem neituðu að greiða fyr- ir aðgerðirnar, hreinir og beinir þjófar," fullyrti Maure kokhraust- ur. Ein kona sem sem situr uppi með misheppnaða andlitslyftingu af hans völdum sagði að það yrði að refsa honum. „Ég hef enga til- fmningu í eyrunum. Ég þjáðist af hans völdum," sagði konan. Með tilfinningu á meðan aðgerð stóð Eitt fórnarlamba Michel Maure, Catherine Dubrulle, lýsti sársauk- Vaxmyndasafn MadameTussauds hyggst hafa Hitler til sýnis: ADOLF HITLER ÚRVAXI Áform hins þekka vaxmyndasafns Madame Tussauds um að koma vaxmynd af Adolf Hitl- er fyrir á Tussauds-safninu, sem opnað verður í næsta mánuði í Berlín í Þýskalandi, hafa vakið hörð viðbrögð. Þeir sem gagnrýna áform safns- ins hafa af því áhyggjur að vaxmyndin muni draga að sér nýnasista og telja einnig fyrirætl- anir safnsins bera vott um smekkleysi. Forráðamenn Madame Tussauds-safnsins segja hins vegar að Adolf Hitler sé hluti þýskr- ar sögu og eigi sem slíkur rétt á sessi á sýn- ingunni. „Kannanir okkar sýna að fólk hefur áhuga á að sjá hann því hann er hluti þýskr- ar fortíðar," sagði talsmaður safnsins, Natalie Ruoss. Að sögn hennar yrði Hitler sýndur sem brotinn maður í dimmu grafhýsi og Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands á tím- um síðari heimsstyrjaldarinnar, yrði sýndur í sama sýningarherbergi og einræðisherrann þýski. Andstæðingar þess að Hitler verði steypt- ur í vax segja að maðurinn sem steypti Þýska- landi út í síðari heimsstyrjöldina og fyrirskip- aði útrýmingu gyðinga Évrópu verðskuldi ekki að vera sýndur á sama hátt og poppstjörnur, stjórnmálaskörungar og knattspyrnumenn. „Þetta er smekklaust," sagði Johannes Tuchel hjá samtökum andstæðinga harðstjórnar nas- ista fyrr á árum. „Hlutverk vaxmyndasafns er að veita skemmtun. Það er ekki viðeigandi að hafa styttu af Hitler þar," sagði Tuchel. Á sýningunni verður einnig stytta af Klaus Wowereit, borgarstjóra Be.rlínar. Hann hef- ur óskað frekari upplýsinga frá safninu um í hvaða ljósi Hitler verði sýndur oghvatti skipu- leggjendur sýningarinnar til að sýna nærgætni anum sem hún upplifði þegar hann framkvæmdi aðgerð á brjóstum hennar: „Á meðan á aðgerð stóð sagði ég honum frá sársaukanum og að ég gæti fundið fyrir og heyrt þegar hann beitti verkfærum sín- um... að lokum sagði hann að hann gæti ekki gefið mér fleiri spraut- ur. Hann saumaði mig ódeyfða." Maure sagði Dubrulle ljúga. „Þú ert frábær leikkona," sagði hann. Josiane, fimmtíu og átta ára sjúklingur Maures, lýsti undirbún- ingnum fyrir fimsog sem hann framkvæmdi. Hún „heyrði og fann allt á meðan aðgerð stóð" ogyfirgaf læknastofuna í áfalli og þurfti síðar að leggjast inn á sjúkrahús. Enn ein konan sagðist hafa heyrt öskur sjúklings í aðliggjandi herbergi þegar Michel Maure fram- kvæmdi tvær aðgerðir samtímis. Fjögurra ára dómur Michel Maure sýndi enga iðrun eða eftirsjá á fyrsta degi réttarhald- anna og svaraði ákærendum sínum fullum hálsi. „Allt sem hún segir er rangt; aðgerðin heppnaðist mjög vel. Þetta er ígræðsla. Þú verður að gera ráð fyrir minniháttar óþæg- indum," sagði hann við einn fyrr- verandi sjúkling sinn. Kona ein sem fór í brjóstaað- gerð hjá Maure lenti í því að annað brjóst hennar endaði í handarkrik- anum og skór annarrar konu fyllt- ust af blóði eftir að hafa farið í fitu- sog á kviði. Reiknað er með að réttarhöldin taki tvær vikur og ef Michel Maure verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér fjögurra ára fangelsisvist. í hvívetna. Það er ólöglegt í Berlín að sýna listaverk sem hefja Hitler upp til skýjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.