Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 6. JÚNf 2008 Menning DV Baluð Frönsk verð- launabók Bókin f þokunni eftir Philippe Claudel er komin út í þýðingu Guðrúnar Vilmund- ardóttur. Þetta er 51. bókin í neon- bókaflokki Bjarts. í litlu þorpi réttvið frönsku víglínuna árið 1917 er framinn glæpur. Á frostköld- um morgni finnst tíu ára stúlka myrt í skurði rétt fyrir utan bæinn. Tveir liðhlaupar eru ásakaðir um glæpinn og eru yfirheyrðir og sakfelldir miskunnarlaust. Tuttugu árum síðar reynir einn þeirra sem rannsökuðu málið að rekja saman ólíka þræði og komast að því hvað gerðist í raun og veru. Höfundurinn Claudel er fæddur árið 1962. Hann hlaut virt frönsk bók- menntaverðlaun, Prix Ren- audot, fyrir þessa bók og var tilnefndur til Goncourt- og Femina-verðlaunanna. Dexter snýr aftur Dexter dáðadrengur eftir Jeff Lindsay í þýðingu fsaks Harðarsonar er komin út. Þetta er önnur bókin um hjartagóða raðmorðingjann Dexter Morg- an en hann er mörg- umkunn- uguraf sjónvarps- skjánum. Blóðslettu- fræðing- urinn og raðmorð- inginn Dexter þarf nú að takast á við annan morðingja. Sá er sálsjúkur og með fullkomið handbragð og skilur eftir sig slóð fórnarlamba í Miami. Fljótlega verður ljóst að þörf er á óffeskju til að sigr- ast á ófreskjunni. Fyrri bókin um Dexter, Dexter í dimmum draumi, naut mikilla vinsælda hérlendis sem og erlendis. I Ballið í kilju Hjá Máli og menningu er bókin Bailið á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju nú komin út í kilju. Halldór Baldursson myndskreytir. í bóldnni segir frá forseta fslands og ævintýrum hans, og á meðal þeirra sem koma við sögu eru þrír forsetaritar- ar, gröfukarl- ar og hjóla- brettastelpa, hundrað ára gömul kona með ýlustrá, krakkahópur sem lendir í ógöngum við Tjörnina og kona norður í Mývatnssveit sem veit ótrúlega mikið um ský. Gerður Kristný hefur hlotið margvísleg verðlaun og viður- kenningar fyrir skrif sín, meðal annars Bókaverðlaun barnanna árið 2003 fyrir Mörtu Smörtu. Hrund Osk Kynntist djassinum í gegnum vinkonu sína, Kristínu Svövu, dótturTómasar R Einarssonar. §§f m Hin tuttugu og þriggja ára Hrund Ósk Árnadóttir byrjaði snemma að hafa áhuga á söng og hefur djass átt hug hennar allan frá þrettán ára aldri. Hún kemur fram á AIM- hátíðinni á Akureyri um næstu helgi ásamt þýska djasssnillingn- um Sebastian Studnitzky. [ DV-Myndir-Ásgeir Þrátt fyrir ungan aldur er hin tut- tugu og þriggja ára gamla Hrund Ósk Árnadóttir hægt og bítandi að stimpla sig inn sem ein fremsta djass- og blús- söngkona þjóðarinnar. Frá því hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2005 hefur Hrund starfað mikið með tónlistar- mönnunum Magnúsi Eiríkssyni og Pálma Gunnarssyni ogfélögumþeirra í Mannakornum en landsmenn ættu einnig að kannast við stúlkuna eftir flotta frammistöðu í Laugardagslög- unum í vetur þar sem hún söng tvö lög eftir Magnús Eiríksson. Hrund er nýkomin heim frá Grænlandi þar sem hún spilaði á tón- leikum ásamt Blúskomapaníinu og kemur fram á AIM, Alþjóðlegri tón- listarhátíð á Akureyri, um næstu helgi ásamt trompetsnillingnum Sebasti- an Studnitzky. í sumar keyrir hún svo um landið á ísbflnum og selur bænd- um og börnum í sveitunum skafr's og frostpinna. Kynntist djassinum snemma „Söngáhugi minn vaknaði eigin- lega bara eftir að ég var send í ungl- ingakór Hallgrímskirkju þegar ég var tíu ára. Ég var í þeim kór heillengi og í gagnfræðaskóla fór ég að hafa mik- inn áhuga á og stúdera djasstónlist. f kjölfarið fór ég að syngja mikið djass ein með sjálfri mér og troða upp á skólaskemmtunum, aiveg ofboðslega áhugasöm," segir Hrund aðspurð um það hvernig söngáhuginn hafi vakn- að. Það kann að þykja nokkuð sér- stakt að svo ung stúlka hafi haft slík- an brennandi áhuga á djasstónlist en Hrund telur nokkuð góða skýringu þar á. „Ég held að ég sé ótrúlega gömul sál og fflaði þar af leiðandi ofsalega vel þessar gömlur dívur eins og Billie Holiday og Julie London. Ég kynnt- ist þeim eiginlega í gegnum Krist- ínu Svövu vinkonu mína en pabbi hennar er einmitt tónlistarmaðurinn Tómas R. Einarsson. Ég hlustaði ein- hvern veginn afdrei á popptónlist á unglingsárunum eða keypti mér nýja geisladiska. Ég gróf frekar bara upp einhverja gamla tónlist á bókasafn- inu eða fékk eitthvað lánað heima hjá Kristínu." Kórstjórinn varð stjúpmamman Hrund kemur úr „þessum klass- íska Vesturbæjarhring" eins og hún sjálf orðar það. Hún gekk í Melaskóla sem barn, fór þaðan í Hagaskóla og er með stúdentspróf frá Menntaskólan- um í Reykjavík. Hrund segist alfs ekki koma úr neinni tónlistaríjölskyldu en stjúp- móðir hennar hafi hvatt hana áfram í söng- og píanónáminu. „Það er eiginlega svolítið skond- in saga að kórstjórinn minn í Hall- grímsldrkjukórnum, Bjarney Ingi- björg Gunnlaugsdóttir, varð síðan stjúpmamma mín. Það kom eigin- Sýningin Leigjendurnir opnuð í Ljósmyndasafni Reykavikur á morgun. Yfirgefin herstöð LJÓSMYMDIR Yfirgefin herstöð á íslandi er viðfangsefni sýningar myndlistar- mannsins Anne Kathrin Greiner, Leigj- endum- ir. Mynd- irnar eru allar teknar í herstöðinni í Keflavík stuttu eftir að íbúar hennar yfirgáfu hana og fluttu aftur til síns heima. í verkum sínum fæst Anne Kat- hrin gjarnan við þau veraldlegu og hversdagslegu svæði sem svo oft er litið framhjá, en sem þrátt fyrir það hafa bolmagn til að vekja umræður um reynsluheim og minningar bæði einstaklingsins og heildarinnar, eins og segir í tilkynningu. Um leið séu þau hvatning til þess að fólk velti fyr- ir sér hinu liðna og tengingu þess við samtímann. „Þrátt fyrir þá staðreynd að verk- ið sé að verulegu leyti undir miklum áhrifum, og í raun samofið samspili stjórnmála og landaffæði, er ásem- ingurinn með því fremur að beina sjónum áhorfandans að myndræn- um og djúphugulum flötum verks- ins," segir Anne Kathrin. Iiún bætir við að það feli í sér hugleiðingar sem tengist missi, brotthvarfi, ótta við nú- tímann, ofsóknaræði sem orsakist og sé hvatt áfram sem eins konar stjórn- tæki og arkitektúr í umhverfi okkar. „Hugmyndin um yfirgefna herstöð er notuð í verkinu til að koma á fram- færi málefnum af þessu tagi, sem eru bæði tímalaus og alþjóðleg en sem um leið snúast að verulegu leyti um menningarlega og pólitíska spillingu í samtímanum." Anne Kathrin býr og starfar í Berl- ín og London. Hún hefur MFA-gráðu í myndfist frá the Royal College of Art in London og hefúr verið með einka- sýningar og tekið þátt í samsýningum víða um heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.