Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 Feröir DV A ferðinni UMSJÓN: ÁSGEIR JÓNSSON asgeir@dv.is EKKIGLEYMA AÐ KVITTA Þeir sem ætla að leggja leið sína upp á Esjuna á næstunni ættu að muna eftir að kvitta fyrir komuna í gestabókina átoppnum. Þriðja árið í röð standa Ferðafélag Islands og Spron fyrir Esjuhappdrættinu svokallaða en allir sem skrá nafn sitt í bókina geta átt von á gönguskóm frá Cintamani. Dregið er viku- lega úr hópi þeirra sem skrá nafn sitt og netfang í bókina og fólk eindregið hvatt til að vanda skriftina. íslenskir fjallaleiösögumenn og 66°Noröur hafa saman staðið fyrir verkefninu Toppaðu með 66°Norður. Lokapunkturinn í undirbúningnum var ganga á hæsta tind landsins, H vannadalshnúk. ' 9*ÍA MiðaráEM Islendingar þurfa ekki lengur að vera milljónamæringar til þess að komast á góða fótboltaleiki. Express ferðir sem er í eigu lceland Express býður miða á hina ýmsu leiki á Evrópukeppnina f knatt- spyrnu sem haldin er að þessu sinni í Austurríki og Sviss. Miðarnir kosta 16.900 krónur. Miðinn gildir einnig með lestarmiði á milli borga á leikdegi. Uppselt er á opnunarleik- inn sem fram fer í Basel, en enn eru lausir miðar á leiki svo sem Spánar og Rússlands og Italíu og Rúmenfu. Hægt er að afla sér meiri upplýs- inga á expressferdir.is. Vinsælar næt- urgöngur Hinar arlegu næturgöngur yfir Fimmvörðuháls hefjast 13. júnf. Þessar helgarferðir hafa notið mikilla vinsælda, en það er ferðafélagið Útivist sem stendur fyrir þessum skemmtilegu göngum. Lagt er af stað að kvöldi föstudags frá BS(. Ekið er að Skógum og hefst gangan hjá Skógarfossi. Gengið er í sex til sjö tfma og sfðan er gist f Fimmvörðuskálanum. Seinni nóttina er gist í Básum þar sem göngunni lýkur. Einnig verður farið f næturgöngur 27. júnf, 4. júlf og 11. júlf. Fyrir óvana göngumenn er mælt með því að kynna sér gönguna vel á heimasíðu Útivistar, utivist.is. Það er ákveðin áskorun falin í því að ganga upp á toppinn á Hvanna- dalshnúki en um síðustu helgi náðu hundrað og þrjátíu manns á toppinn og ætla áttatíu til viðbótar að reyna við hnúkinn laugardaginn 14. júní. I upphafi átti að fara seinni ferðina á morgun en sökum veðurs hefur henni verið frestað um viku. Hópurinn sem um ræðir hef- ur undirbúið sig ffá því í febrúar og hefur fjöldi fólks hist og geng- ið á sífellt hærri fjöll vegna fyrir- hugaðrar göngu á Hvannadals- hnúk. Gangan var lokapunkturinn í samstarfsverkefni 66°Norður og íslenskra fjallaleiðsögumanna en verkefnið hlaut heitið Toppaðu með 66°Norður. Verkefnið miðar meðal annars að því að gera sem flestum kleift að stunda fjallgöngur og útivist í samveru með hressu og skemmtilegu fólki. Síðastliðinn laugardag kom svo að stóra deginum hjá hluta hópsins þegar hundrað og þrjátíu göngu- garpar príluðu alla leið upp á topp undir dyggri stjórn íslenskra fjalla- leiðsögumanna. „Við settum upp frekar metn- aðarfullt prógramm í vor sem við þekkjum vel. Við vorum með æf- ingar bæði innanbæjar og í ná- grenni Reykjavíkur. Við tókum svo A hæsta tindi landsins Margir létu gamlan draum rætast með því að klífa á Hvannadalshnúk. É*F fyrir hærri fjöllin stig af stigi til að fólk yrði vel undirbúið og það er óhætt að segja að hópurinn var mjög mismunandi að getu í upp- hafi," segir Jón Gauti Jónsson hjá íslenskum fjallaleiðsögumönnum en hann var einn þeirra sem leiddi hópinn upp á topp. „Prógrammið virðist hins veg- ar hafa nægt þeim sem voru með minnstu getuna í upphafi því hóp- urinn sem hélt á hnúkinn síðast- liðinn laugardag var einstaldega jafn og það munaði alls ekkert svo miklu á hópnum upp og niður. Það er hins vegar ekki okkur að þakka heldur einfaldlega öllu þessu fólki sem sýndi þessa staðfestu að taka áskoruninni og byggja sig upp." Jón segir að þrátt fyrir að að- stæður hafi ekld verið upp á marga fiska í upphafi hafi hópurinn þó náð að uppskera ríkulega undir lokin. „Aðstæður voru ekkert spes og það rigndi alla leiðina upp nán- ast en við héldum upp í þeirri trú og vissu að veðrið myndi batna sem varð raunin. Síðustu hópar upp á toppinn fengu ágætis veður og prýðisútsýni og þegar hópamir fóru að halda niður aftur kom góða veðrið og það hefur rignt yfir okkur pósti frá fólki sem var einstaklega ánægt með ferðina." TOPPURINNÁ TINDINUM Það þarf mikinn undirbúning áður enhaldiðeruppá Hvannadalshnúk. Leiðsögumenn hjá íslenskum fjallaleiðsögumönnum eru orðnir nokkuð sjóaðir í því að ganga með hópa á fjöll, jafnt stóra sem smáa. „Mestu skiptir að halda rétt á spil- unum taktískt séð og ganga mjög rólega af stað og halda rólegum dampi allt til enda." Um áttatíu manns eru skráðir til leiks um næstu helgi og tílhlöldcun- in í hópnum mildl. Þess má geta að margir sem hafa tekið þátt í und- irbúningnum eru að láta gaml- an draum rætast um að standa á hæsta tindi íslands. krista@dv.is Klifurtímabilið á Everest er senn á enda og tínast slðustu fjallgöngu- mennirnir smátt og smátt úr grunnbúðunum.Tímabilið var ágætt í ár en margir náðu alla leið á tindinn og lítið var um alvarleg slys þetta árið. Það sem kannski einna helst er eftirminnilegt þetta árið er mótmælin sem fram fóru á fjallinu vegna framkomu Kínverja f garð Tíbetbúa enda hvergi eins viðeigandi og á sjálfu Everest-fjalli. Tímabilinu að ljúka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.