Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 6. JÚNl 2008 Helgarblað DV Flestir þekkja Magnús Hlyn Hreiðarsson af sjónvarpsskjánum. Hann er fréttaritari Ríkissjónvarpsins á Sel- fossi og hefur vakiö athygli í gegnum árin fyrir mannlegar og skemmtilegar fréttir. Mikið hefur mætt á honum undanfarna viku eftir aö Suðurlandsskjálftinn skók suðvesturhorniö, en auk þess að vinna fréttir fyrir sjón- varp er hann ritstjóri Dagskrárinnar, fréttablaðs Suðurlands. í samtali við Kristján Hrafn Guðmundsson seg- ir Magnús frá samkenndinni á Selfossi frá því skjálftinn stóri reið yfir, æskuárunum í Vogunum, móðurmiss- inum og hvernig pennavinkona hans varð eiginkona hans. Þá koma ráðherradraumar einnig við sögu. „HÚNVARBARAÞRJA- TÍU OG SJÖÁRAÞEG- ARHÚNDÓ.ÞAÐVAR NÁTTÚRLEGA HRIKA- LEGAERFIÐ LÍFS- REYNSLAEN ÞAÐ VAREKKIUMANN- AÐAÐRÆÐAENAÐ LÆRAAÐLIFAMEÐ ÞVLLÍFIÐHELDURJÚ ÁFRAIVl" SEGIR MAGN- ÚSUMMÓÐURMISS- INN ÞEGAR HANNVAR FIMMTÁN ÁRA. rr n 'ýí . « „Ég er svo þéttur, þið eruð bara hor- renglur. Fáið þið ekkert að éta þarna í Reykjavík?" segir Magnús Hlynur Hreiðarsson þegar blaðamaður spyr hvort hann þoli kulda vel. Ástæða íyrirspurnarinnar er að viðtalið við Magnús fer fram utandyra í Tryggva- garði á Selfossi. Þrátt fyrir að ekki sé nein brakandi blíða þennan dag, og reyndar svolítið skýjað og örlítil gola, arkaði Magnús af stað frá skrifstofu sinni og út í garð, eingöngu klæddur í bláan pólóbol, bláar gallabuxur og svarta leðurskó. Magnús virkar líka á blaðamann sem hörkutól sem vílar fátt fyrir sér. Það hefur enda sannast undanfarna daga á „skjálftasvæðunum" svoköll- uðu þar sem Magnús hefur stað- ið vaktina, bæði sem fréttamaður Sjónvarpsins og sem ritstjóri og eini blaðamaður Dagskrárinnar, frétta- blaðs Suðurlands. Hann segir dag- ana frá því skjálftinn stóri reið yfir á fimmtudaginn í síðustu viku hafa verið svolítið sérstaka. „Það er einhver doði yfir öllu, sér- staklega fyrstu dagana á eftir. Allir ' voru mjög þreyttir og ég vildi helst sofa bara sofa í þrjá daga. Ég held að þetta sé út af því að allir eru svo var- ir um sig og hafa þar af leiðandi sof- ið illa. Fólk er líka alltaf að vakna við kippina í eftirskjálftunum." Magnús fór á marga staði og inn á mörg heimili á Selfossi strax eftir skjálftann. Hann segir það hafa ver- ið mjög átakanlegt. „Ég fór til dæm- is heim til manns sem var í marga áratugi í lögreglunni og hann var bara grátandi inni í stofu. f hjálpar- stöðinni í Vallaskóla var líka fjöldi fólks hágrátandi. Mér fannst erfitt að horfa upp á þetta og þetta situr svo- lítið í manni." Fór ótrúlega vel Ljósið í myrkrinu að mati Magn- úsar er að enginn hafi slasast alvar- lega, eða hreinlega látist. „Þetta fór ótrúlega vel miðað við hvað þetta var slæmur slqálfti. Og mér finnst bæj- aryfirvöld í Árborg, almannavarna- nefndir, lögreglan, Rauði krossinn og björgunarsveitarmenn hafa staðið sig frábærlega. Þau fá öll tíu frá mér." Það tók aðeins á, segir Magn- ús, að þurfa að spyrja fólk sem var í áfalli út í líðan sína og fleira. „En maður reynir bara að brynja sig fyrir því og fara í fréttamannshlutverkið. Fólki þekkir mig líka og treystir mér og veitir því kannski frekar viðtöl. Ég er því ánægður með traust sem mér var sýnt. Og ég finn fyrir mikilli samkennd hjá fólki eftir að ósköp- 'in dundu yfir. Fólk spyr hvert ann- að hvernig því líður og tekur utan um hvert annað. Þetta þjappar okk- ur saman. Ég er sannfærður um að þetta verði ennþá betra samfélag eft- ir þessar hamfarir, þótt vissulega sé ennþá ótti í fólki." Við komum aftur að frétta- og blaðamanninum Magnúsi á eftir, en förum fyrst tæp fjörutíu ár aftur í tímann. Missti móður sína ungur Magnús er fæddur á fæðingar- deildinni í Keflavík 4. september 1969. Foreldrar hans bjuggu í Vog- um í Vatnsleysustrandarhreppi þeg- ar Magnús kom í heiminn og þar ólst hann upp. Faðir Magnúsar, Hreið- ar Guðmundsson, er hreinræktaður Vogamaður og ólst þar upp sjálfur ásamt tólf systkinum. Hann starf- aði lengst af sem netagerðarmaður hjá Netaverkstæði Suðurnesja en býr núna í Reykjavík þar sem hann starfar hjá Byko í Breiddinni. Eigin- kona hans í dag er Ragna Skagfjörð Bjarnadóttir, starfsmaður hjá Lækna- stöðinni í Glæsibæ. Móðir Magnúsar, Anna Halldóra Snorradóttir (Bíbí) húsmóðir, var úr Njarðvíkum en hún lést úr krabba- meini þegar Magnús var fimmt- án ára. „Hún var bara þrjátíu og sjö ára þegar hún dó. Það var náttúrlega hrikaleg erfið lífsreynsla en það var ekki um annað að ræða en að læra að lifa með því, lífið heldur jú áfram," segir Magnús. Hann segist því fljót- lega hafa lært að elda, brjóta saman þvott og skipta á rúmunum. Magnús á einn yngri bróður, Snorra, sem starfar sem múrari í Reykjavík. Hann átti líka annan bróð- ur, Ómar Snorra, sem lést af slysför- um tíu ára gamall árið 1975, eða þeg- ar Magnús var sex ára. Magnús segir það hafa verið rosalega gott að alast upp í Vogun- um. „Þetta er lítið samfélag og var enn minna þegar ég var að alast þar upp," segir hann. „Þá bjuggu um 600 manns þarna en ég held að þeir séu núnasvona 1.100 til 1.200. Égbjó við hliðina á afa mínum og ömmu og það var gott að geta Ieitað til þeirra. Svo var fínt að hafa sjóinn nálægan." Náttúruunnandi Magnús Hlynur er bæði garðykjufræðing- ur og búfræðingur að mennt.„Óneitanlega sést svolítið á fréttaflutningi mínum að ég reyni að stíla inn á landbúnað og garðyrkju og það jákvæða sem er að gerast í þessum geira. Þar liggur minn áhugi, þótt maður reyni að sinna öllu." wmaammm i Draumurinn að verða bóndi Á sumrin fór Magnús alltaf í sveit, eða átta sumur alls. Upphaflega átti hann einungis að vera eina viku í sveitinni, en það teygðist aðeins á þessari viku. „Ég vann því aldrei í frystihúsinu eins og allir aðrir krakk- ar í Vogunum. Ég fór frekar að mjólka kýr, slá gras og slík sveitastörf," lýsir Magnús um leið og hugurinn reikar aftur til sveitasælunnar í æsku. Sex af þessum sumrum varði Magnús á Böðmóðsstöðum í Laugardal hjá Herði Guðmundssyni og Maríu Páls- dóttur, rétt hjá Laugarvatni, en hin- um tveimur í Efstadal, hjá Sigurfinni Vilmundarsyni og Margréti Þórar- insdóttur, sem einnig er í Laugar- dalnum. Magnús ber fólkinu á bæj- unum tveimur vel söguna, segir það toppfólk og kveðst hann halda ágætu sambandi við það enn í dag. Þegar hann var svo í verknámi frá Bænda- skólanum tók hann það hjá þeim Sæbjörgu Tyrfingsdóttur og Guð- laugi Jónssyni á Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum. „Það var draumurinn að verða bóndi. En konan var ekki með kvóta þannig að það klikkaði," segir Magn- ús og hlær dátt. Þrátt fýrir að alast upp í mikilli nálægð við sjóinn í Vog- unum kom ekki til greina hjá hon- um að leggja fyrir sig sjómennskuna. „Aldrei. Eg hafði engan áhuga á því. Það var bara kúamykjan og sveitalíf- ið sem mig dreymdi um." Það fór líka svo að eftir að Magnús útskrifaðist sem stúdent affjölmiðla- braut Fjölbrautaskólans á Suðurnesj- um árið 1989 fór hann í Bændaskól- ann á Hvanneyri. Þaðan útskrifaðist hann sem búfræðingur einu ári síð- ar og flutti þá til Selfoss, þaðan sem eiginkona hans er, og hefur búið þar allar götur síðan. Pennavinur varð eiginkona Konan í lífi Magnúsar er Anna Margrét Magnúsdóttir hjúkrunar- fræðingur. Þótt ótrúlega megi hljóma hófust kynni þeirra í gegnum penna- vinasamband þegar Magnús var tíu ára og Anna árinu yngri. Hann sá Önnu óska eftir pennavinum á síð- um barnablaðsins Æskunnar I kringum 1980, settist niður og skrifaði henni bréf. Bréfin gengu svo þeirra á milli í sex ár, eða allt þar til eitt skiptið þegar Anna var að heim- sækja ömmu sína og afa í Garði á Suðurnesjunum, að hún fékk afa sinn til að keyra framhjá húsinu sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.