Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Page 68

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Page 68
68 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 Fólkið DV SPENNANDIINNIMARKAÐUR UM HELGINA: SYSTUR SELJA ,Það verður notalegt þarna inni, heitt á könn- unni og svo verða kannski einhverjar óvæntar uppákomur.“ Með hækkandi sól eykst mannlíf á götum borgarinnar og líf og ijör færist í leikinn í mið- bænum. Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona hef- ur undanfarin ár haldið vissu lífi í miðbænum með Sirkusmarkaðinum. Þó svo Sirkus og mark- aðurinn heyri sögunni til hefur Elma Lísa ákveð- ið að blása lífi í í fatamarkaðinn. „Markaðurinn er árlegur viðburður og er allt- af jafngaman hjá okkur," segir Elma Lísa sem getur alltaf rýmt til í fataskápnum sínum. Henni til halds og trausts eru systur hennar, þær Nína Björk og Tinna Dögg Gunnarsdætur ásamt Silju Hauksdóttur leikstjóra og Maríu Hebu Þorkels- dóttur leikkonu. Markaðurinn verður með öðru sniði þetta árið þar sem hann er innandyra. Elma Lísa lofar þó að sjarminn verði sá sami. „Það er svo kalt að standa úti. Ég er alveg búin með það, enda stóð ég úti þrjú sumur. Það verð- ur notalegt þarna inni, heitt á könnunni og svo verða kannski einhverjar óvæntar uppákomur." Margt verður á boðstólum hjá systrunum, allt frá eyrnalokkum til barnafatnaðar. „Það verður nóg af flottum fötum hjá okkur, glingri og góssi. Svo má líka prútta," segir Elma Lísa brosandi. Markaðurinn stendur yfir frá klukkan 11 til 17 á laugardaginn í húsnæði Félags íslenskra leikara að Lindargötu 6. Ef aðsókn verður mikil munu þessar fögru konur opna markaðinn aftur á sunnudeginum. hanna@dv.is BRÁÐSKEMMTILEGT ÚRVAL SYSTURNAR ÞRJÁR ERU ÞEKKTAR FYRIR SKEMMTILEGAN KLÆÐABURÐ OG VERÐUR ÁN EFA MIKIÐ ÚRVAL. ELMA SEGIR FÓLKIVELKOMIÐ AÐ PRÚTTA. SYSTUR SELJA NOTUÐ FÖT ELMA LtSA, NINA BJÖRK OGTINNA DÖGG GUNNARSDÆTUR ÆTLA AÐ HALDA SKEMMTI LEGAN FATAMARKAÐ i HÚSNÆÐI FÉLAGS ISLENSKRA LEIKARA Á LINDARGÖTU 6 Á MORGUN. TEKNÓ- DORRIT íslendingar elska Dorrit Mouss- aieff. Hún blæs lífi og sál í allar góðar veislur. Skemmtistaðurinn Q-bar ætlar að efna til einstaks galakvölds annað kvöld þar sem kjólföt og kampavín ráða ríkjum. Ekki verður dansaður austurrísk- ur vals heldur nýstárleg teknó- tónlist spiluð. Forsetafrúnni var sérstaklega sent boðskort á galakvöldið þar sem hún er ein af glæsilegustu konum landsins. Ekkert hefur heyrst enn frá frú Dorrit, en aðstandendur barsins hafa allir krosslagt fingurna um að hún láti sjá sig. Það yrði svo sannarlega sjón að sjá frú Dorrit dilla sér við ljúfa teknótóna. Hin árlega Húðflúrshátíð Icelandic Tattoo Festival verður haldin í þriðja sinn um helgina. Hátíðin fer fram á efri hæð skemmtistaðarins Tungls- ins að þessu sinni og má búast við múg og margmenni miðað við að- sókn síðustu ára. Húðflúrsmeistarar hvaðanæva úr heiminum verða á Tunglinu yfir helgina og verður efri hæðin undirlögð um helgina. Há- tíðin hefur vakið mikla lukku meðal Islendinga síðustu ár og aðsókn ver- ið mikil. Opið verður fýrir almenn- ing frá 12 til 22 föstudag og laugar- dag en frá 12 til 19 á sunndagskvöld. Aðgangseyrir er 600 krónur. Gael García Bernal er himinlifandi yfir tilnefningu til Grímuverðlaunanna: MÆTIR EKKIÁ GRÍMUNA „Gael kemur ekki," segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, aðspurður hvort mexíkóski leik- arinn Gael García Bernal mæti á Grímuverðlaunahátíðina sem haldin verður hátíðleg næsta föstudag. Gael García fór með stórt hlut- verk í uppsetningu Vesturports á Kommúnunni fyrr á árinu og heillaðist hann þá mikið af landi og þjóð. Hann tók meðal annars upp heimildarmynd fyrir Unicef á meðan dvöl hans stóð yfir. Gísli segir að hann hafi að sjálf- sögðu komið fréttunum til skila til stórleikarans. „Gael veit að hann er tilnefndur og hann er rosalega hamingjusamur með þetta og finnst honum sýndur mikill heiður með tilnefning- unni." En þessi tíðindi þykja án efa mikil vonbrigði fyrir íslensku kvenþjóðina. Gísli Örn sagði ein- faldlega: „Svona er þetta." Gísli Örn er sjálfur ekki viss hvort hann eða einhver annar úr Vest- urportshópnumverðurviðstadd- ur Grímuverðlaunin þar sem hópurinn gerir lítið annað þessa dagana en ferðast um heiminn. Hópurinn sýndi Hamskiptin og Woyzeck í Norður-Kóreu á dög- unum. Síðan var ferðinni heit- ið til London þar sem sýningin Love, eða Ást, var sýnd í Lyric Hammersmith-leikhúsinu við góðar móttökur. Gísli var stadd- ur í Noregi þegar DV náði tali af honum. „Við verðum flest í útlöndum þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta verður. Ég er búinn að vera á svo miklum haus að ég hef ekki komist í það skref enn." hanna@dv.is GAEL GARCÍA BERNAL ERTIL- NEFNDUR SEM BESTI LEIKARI i AUKAHLUT- VERKI FYRIR HLUTVERK SITT í KOMMÚNUNNI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.