Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Qupperneq 27
DV Menning FÖSTUDAGUR 6. JÚNf 2008 21 Málað á barvegg Á næstu vikum ætlar myndiistarmaðurinn Torfi Harðarson að fremja gjörning með því að mála beint á helsta sýningarvegg Næsta bars við Ingólfsstræti. Segja má að Torfi hafi sérhæft sig í því að mála íslenska hestinn og verður skepnan sú einmitt viðfangsefni hans á barnum. Munu gestir staðarins sjá verkið fæðast og breytast dag frá degi. Átta nýirsalir Reykjavík Art Gallery heldur í dag forsýningu á nýjum sölum, en galleríið hefur nú tekið tif notkunar átta nýja sali fyrir bæði minni og stærri sýningar. Boðið verður upp á léttar veitingar milli 17 og 19 í dag og er öllum boðið. Listamenn á borð við Tolla og Ólaf Stefánsson verða með verk á sýningunni svo einhverjir séu nefndir. Reykjavík Art Gallery er til húsa á Skúlagötu 30. „Ég man til dæmis alltafþegar strákarnir á lokaárinu í skólanum hlupu upp á svið þegar ég var búin að syngja og þóttust tilbiðja mig og tolleruðu mig því þeim fannst ég svo mikill töffari að syngja Zeppelin- lag" lega þannig til að mamma og pabbi voru skilin og mömmu leist svo vel á Bjarneyju sem konu fyrir pabba svo ég spurði hana hvort hún væri gift og stuttu seinna kom pabbi með í kórferðalag. f kjölfarið fóru þau svo að vera saman og eiga tvö börn saman í dag. Það var eiginlega Bjarney sem uppgvötvaði að égværi með einhverja almennilega rödd og ég var í einkatímum hjá henni með- fram menntaskólanum og í söngs- kóla Sigurðar Dements." Hrund segir þó ekki mikinn tíma hafa gefist tíl að stunda söngnámið af krafti samhliða náminu í MR en hún hafi þó klárað sjötta stig og haf- ið nám í Söngskóla Reykjavíkur að loknu stúdentsprófi. „Ég byrjaði í raun ekki að leggja neina áherslu á tónfræði og hljóð- fræði fyrr en ég var búin með menntaskólann. Þegar Bjarney og pabbi skildu fluttist hún til ísafjarð- ar og mælti í staðinn með kennara fyrir mig sem hún hafði sjálf ver- ið hjá. Það var þá Dóra Reyndal í Söngskólanum í Reykjavík svo ég flutti mig þangað yfir til að geta ver- ið í tímum hjá henni." Verður að geta tekið gagnrýni Hrund lauk áttunda stígi í klass- ískum söng nú í vor og á því ein- ungis eftir burtfararprófið sem hún tekur næsta vor. Þrátt fyrir að hafa verið á klassískri söngbraut frá því hún hóf söngnám hefur djasssöng- urinn alltaf heillað. „Djasssöngurinn er eiginlega bara einhverjir hæfileikar sem ég hef þróað með sjálfri mér þó tækn- in hafi kannski svolítíð komið úr klassíkinni. Málið er líka að það eru í rauninni ákveðin tímamörk á klassíska söngnum. Þú mátt ekk- ert vera komin yfir ákveðinn aldur þegar þú lýkur klassísku söngnámi og samkeppnin er gríðarleg. Þar af leiðandi er ekki beint í boði að byrja á djassnámi og ætla svo að færa sig yfir í klassíkina á gamals aldri." Aðspurð hvort söngnemar séu ekki sífellt gagnrýndir í náminu svarar Hrund: „Jú, þú þarft sko að geta tekið gagnrýni. Þú ert enda- laust að læra eitthvað nýtt og söngur er eitthvað sem þú heldur áfram að læra alla ævi. Það er endalaust ver- ið að pikka eitthvað í þig og þetta er mjög tílfinningaríkt nám sem fylgir grátur og gnístran tanna. Gagnrýn- in getur líka oft orðið svo persónu- leg þar sem röddin er bara eitt- hvað sem kemur algjörlega frá þér sjálfum, hún er bara þitt hdjóðfæri. Maður þarf bara að vera með skyn- semina á hreinu tíl að átta sig á því hvað maður á að taka til sín og útí- loka hitt. Því það getur jú alltaf verið að það sem er verið að segja við þig sé ekkert endilega rétt." Busastelpan sem sigraði í söngvakeppninni Einsog gefur að skilja með unga stúlku í söngnámi var Hrund iðin við að taka þátt í söngvakeppnum bæði í grunnskóla og menntaskóla með prýðisárangri. „Þegar ég var í áttunda bekk tók ég þátt í söngvakeppninni Samfés fyrir hönd Hagaskóla. Ég söng lagið Woman in Love með Barbru Streis- and og lenti í þriðja sætí. Ég hef samt aldrei verið neinn brjálaður Streis- and-aðdáandi. Mér fannst þetta lag bara eitthvað svo truflað á þessum tíma," segir Hrund glottandi. „Þegar ég var svo á fyrsta árinu mínu í MR sigraði ég í undankeppn- inni fyrir Söngvakeppni framhalds- skólanna. Ég tók Led Zeppelin-slag- arann Stairway to Heaven. Það var rosalegt sport að vera lítíl busa- stelpa og vinna söngvakeppnina og gott fyrir egóið að stimpla sig svona vel inn í félagslífið. Ég man til dæm- is alltaf þegar strákarnir á lokaárinu í skólanum hlupu upp á svið þegar ég var búin að syngja og þóttust til- biðja mig og tolleruðu mig því þeim fannst ég svo mikill töffari að syngja Zeppelin-lag," segir Hrund hlæj- andi. I aðalkeppninni þurftí Hrund þó að skipta um lag þar sem Stair- way to Heaven þótti heldur langt og söng því lagið Woodstock með Joni Mitchell. „Ég lenti ekkj í neinu sæti og það voru voðaleg vonbrigði." Pálma fannst hún frábær Þremur árum seinna fékk Hrund þó uppreist æru þegar hún söng sig alla leið í fyrsta sætí í Söngvakeppni framhaldsskólanna og upp frá því fór boltinn að rúlla. „Þá tók ég lagið The Saga of Jenny eftír Kurt Weill. Kristín Svava vinkona þýddi textann fyrir mig og hét lagið á íslensku Sagan af Gunnu. Þetta var ótrúlega flottur texti hjá henni og mjög skemmtilegt hjá olck- ur vinkonunum. Ég sigraði það árið sem þýddi að ári seinna, árið 2006, þurfti ég að mæta aftur í keppnina og vera með skemmtiatriði sem sig- urvegarinn frá því árið áður. Ég tók tvö lög og í kjölfarið fékk ég tölvu- póst frá Pálma Gunnarssyni. Hann sagði að honum hefði fundist ég frábær á söngvakeppninni og vildi fá mig til að spila með honum og Magga Eiríks og restínni af strákun- um í Blúskompaníinu á AIM-hátíð- inni á Akureyri stuttu seinna." Ekki mikill Eurovision- aðdáandi Þegar Magnús Eiríksson var fenginn til að semja lög fyrir undan- keppni Eurovision, Laugardagslög- in, fékk hann Hrund tíl að flytja fyrir sig tvö lög. „Ég söng lögin í rússíbana og Leigubílar. Það var bara þrælgam- an, maður fór bara í stúdíó og tók upp lagið og mætti svo upp í Sjón- varpshús til að syngja það þar. Það var því ekkert gríðarleg vinna í kringum þetta en skemmtilegt að prófa svona eitthvað nýtt," segir Hrund sem viðurkennir þó að Eur- ovision sé kannski ekki beint henn- ar mesta áhugasvið. „Þetta var kannski ekki alveg mín lína og ég hugsaði þetta nú eig- inlega meira sem atvinnutækifæri. Það er líka alltaf gaman að koma fram í sjónvarpinu og sýna sig og sjá aðra." Enn ekki samið sjálf Hrund hefur hingað til ekki sam- ið nein lög sjálf og segist ekki einu sinni luma á einhveiju saman- krumpuðu blaði með frumsömdu lagi innst í skrifborðsskúffunni. „Nei, ég hef ekki einu sinni próf- að að semja eitthvað. Ég hef reynd- ar oft hugsað með mér að ég ættí nú kannski að tékka hvort ég gæti það því það hafa jú allir tilfinningar og ættu að geta skrifað eitthvað niður. Ég nenni bara ekki að pína mig eitt- hvað áfram og hætta á að það komi út eitthvað ótrúlega hallærislega því það verður oft svo augljóst ef mað- ur er að gera eitthvað svona bara af því að maður er undir pressu," seg- ir Hrund sem segir þó aldrei að vita nema hún semji eitthvað í framtíð- inni. „í augnablikinu ætla ég bara að halda mig við það sem ég geri best. Kannski hripa ég samt einhvern tímann niður texta og sem lag við hann." Á AIM-hátíðinni frá upphafi AIM-hátíðin er sem áður segir alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin verður í þriðja skipti á Akureyri um næstu helgi. í upphafi var eingöngu um djass- og blúshátíð að ræða en með árunum hefur tónlistarsvið hátíðarinnar breikkað og dagskráin stækkað. Hrund hefur spilað á hátíðinni síðastliðin tvö ár og segir gaman að hafa verið hluti af hátíð sem þessari frá upphafi. „Þetta er rosalega fjölbreytt í ár miðað við fyrstu hátíðina. Svona tónleikahátíðir þurfa náttúrulega alltaf einhver ár til að festa sig í sessi en AIM-hátíðin er alveg komin til að vera. Ég hlakka líka rosalega mikið til að fá að spila með svona alvöru djassista eins og Sebastian Stud- nitzky," en þess ber að geta að um- ræddum Studnitzky hefur ítrekað verið líkt við sjálfan Miles Davis svo hér er um að ræða trompetsnilling mikinn. „Það er líka eitthvað svo frábært við það að hafa verið partur af há- tíðinni frá upphafi og hafa fengið að fylgjast með henni vaxa og dafna. Eg býst allavega við því að halda áfram að koma þarna fram næstu árin svo framarlega sem ég verð á landinu," segir Hrund sem setur stefnuna á söngnám í Bandaríkjun- um að loknu burtfararprófi. Stefnir á Bandaríkin „Þegar ég lýk burtfaraprófinu fæ ég diplóma og langar að komast inn í skóla í Bandaríkjunum. Ég fór um daginn tíl New York og hitti þar einn kennara sem kennir við Juilliard- listaháskólann. Þá fékk ég svona nasaþefinn af því hvemig þetta nám væri allt saman. Mér finnst þessi mikla breidd sem er í söng- námi í Bandaríkjunum svo heill- andi. Eins finnst mér þessar Broad- way-söngleikjabrautir í skólunum mjög spennandi," segir Hrund sem helst af öllu væri til í að geta lifað af söngnum í framtíðinni en segist þó meðvituð um það að söngnám sé kannski ekki beint praktískasta nám sem völ er á. „Mig langaði ekki í eitthvert annað háskólanám þó það væri kannski praktískara. Lífið fram undan hjá mér er bara söngur og gleði. Ég stefni alls ekkert endilega á einhveija heimsfrægð, ég verð bara mjög sátt með að geta starfað við það að syngja. Mínir hæfileikar liggja á þessu sviði og ég hef trú á því að ég hafi það sem tíl þarf til að geta lifað af tónlistinni." krista@dv.is Skeifa Ingibjargar frumsýnd á morgun: Rokkkabarett á Grand Rokk LEIKLIST Leikfélagið Peðið frumsýnir rokkkabarettinn Skeifu Ingibjarg- ar eftir Benóný Ægisson á efri hæð Grand Rokk á morgun, laugardag. Verkið íjallar um Ingibjörgu, stór- frænku Jóns forseta og síðar konu hans, sem beið sjö ár í festum eft- ir því að Jón giftíst henni. Meðan á biðinni stóð kom hún sér upp rosa- legustu skeifu sem höfundur hefur séð á ljósmynd og varð hún honum innblástur að samningu verksins. Fjölnismenn, ástmögurinn Nasi Hall og dæmdir glæpamenn í Höfn koma einnig við sögu en síðan er hoppað hundrað ár eða svo í tíma og leitast við að skilgreina hvernig nútíma íslendingar hafa varðveitt þann þjóðararf sem við fengum frá ofangreindum. Tónlist skipar stóran sess í verkinu og er hún eftir þá Ben- óný, Björgúlf Egilsson, EinarViIberg Hjartarson og Om Karlsson. Leikfélagið Peðið er eina barleik- félagið sem starfrækt er í Reykjavík en að því standa fastagestír og vel- unnarar Grand Rokk. Fyrsta verk- ið sem félagið settí upp var leikrit- ið Lamb fyrir tvo eftír Jón Benjamín Einarsson árið 2005 en síðan hefur Peðið sett upp tvö verk á ári, þar af þrjá söngleiki. Skeifa Ingibjargar er stærsta verkefnið sem leikfélag- ið hefur ráðist í en alls taka sautján manns þátt í uppfærslunni. Leikstjórar em Lísa Pálsdóttír og Vilhjálmur Hjálmarsson og fyrir- hugaðar em fjórar sýningar á verk- inu fyrir utan ffumsýningu, 11. til 14. júní. Frumsýningin á morgun er kl. 15. Eiríkur Öm til Máls og menningar I Eiríkur Öm Norðdahl rit- höfundur hefur bæst í hóp rit- höfunda Máls og menningar og mun í ár gefa út á vegum þess þýðingar sínar á úrvali ljóða bandaríska beat-skáldsins Al- lens Ginsberg. Auk þess sendir hann frá sér frumsamda mynd- ljóðabók og disk með upplestri á eigin ljóðum. Eiríkur hefur verið helsti forsprakki bókaútgáfu Nýhils frá upphafi og staðið fyrir mörgum uppákomum á vegum hennar. Undirþeim merkjum hefur hann gefið út ljóðabækur sínar en líka unnið fýrir aðrar bókaútgáfur, einkum þýðingar. Þó kom fyrsta skáldsaga hans, Hugsjónadmslan, út hjá Máli og menningu árið 2004. Málþing um Magnús Kjartansson I Listasafni Ámesinga gefst Islendingum tækifæri á að bera augum áður óséð verk eftir Magnús Kjartansson myndlist- armann. Sýningin er hlutí af daskrá Listahátíðar. Á morg- un verður haldið einstakt mál- þing til heiðurs Magnúsi. Jón Proppé mun stýra þinginu en hann hafði einnig yfimmsjón með uppsetningu sýningarinn- ar. Aðrir ffummælendur verða Aðalsteinn Ingólfsson, Halldór Runólfsson, Snorri Ásmunds- son og Þóra Þórisdóttír. Mál- þingið hefst klukkan 12.30 og því lýkur klukkan 15.30. Skæni í Fótógrafí Á morgun, laugardag, klukkan fimm verður opnuð ljósmyndasýningin Skæni í ljósmyndagalleríinu Fótógrafi' við Skólavörðustíg. Höfundur myndanna er Rafn Hafnfjörð en sýningin dregur heití sitt af ísskæni sem hann hefur mynd- að víða um land síðastliðin þrjú ár. Rafn sem fagnar áttræðisaf- mæli sínu í ár fékk sína fyrstu myndavél í afrnælisgjöf en áhugi hans á íslenskri náttúm hefur fylgt honum ffá barn- æsku. Rafn hefur tekið tugþús- undir mynda í gegnum ævina og er hvergi nærri hættur. í síð- ustu viku kom út ljósmyndabók eftir Rafn sem ber heitíð Focus On Iceland.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.