Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 Fréttir DV SANDKORIV ■ Kristinn lakobsson, einn allra besti knattspyrnudómari lands- ins, er nú staddur í Sviss og Aust- urríki þar sem Evrópumótið fer fram. Kristinn er fjórði dómari á mótinu. Ef eitthvað kemur fyrir dómara leikjanna eða aðstoð- ardómar- ana, meiðsli eða annað slíkt, þarf Kristinn að hlaupa í skarðið. Fyrsti leikur Kristins er viðureign Austurrík- is og Króatíu á sunnudag. Þess má geta að Kristinn á afmæli á sunnudag og mun því líklega standa í ströngu á afmælisdag- inn. ■ Breskir netmiðlar eru eins misjafnir og þeir eru margir. f vikunni birtist á einum sh'kum miðli saga Guðna Bergssonar. Þar er með- al annars komið inn á að Terry Venables hafi keypt hinn 23 ára Guðna til Tottenham. Á sex árum hafi Guðni spilað 70 leiki með liðinu. Þegar Ossie Ardiles hafi komið til Tott- enham hafi hann farið til Bolton. Þegar Guðni hafi síðan hætt hafi Sam Allardyce reynt tvisvar að fá Guðna til að hætta við að hætta. Það hafi ekki gengið. Svo kemur djúsið, því í þriðja sinn segir sag- an að Allardyce eigi að hafa fyllt Guðna og boðið honum gull og græna skóga í Dubai. ■ Sagan um Mindaugas Stank- evicius, sem berst fyrir lífi hundsins síns, Sustriss, fyrir dómstólum er hvergi nærri lokið. Eins og DV greindi frá í síðasta mánuði felldi Hæstiréttur íslands úr gildi úrskurð Hér- aðsdóms Suð- urlands um að aflífa skyldi hundinn. Mál- inu hefur aftur verið vísað til héraðsdóms og því bíður Sustriss enn örlaga sinna. Fyrirtaka í málinu fer fram á mánudag og þá verður framhald málsins ákveðið. Máls- kostnaður hleypur á hundruðum þúsunda króna. ■ Björk og Sigur Rós munu ekki þiggja greiðslu fyrir þegar þau koma fram á útitónleikum í Laugardalnum 28. júní. Borgar- stjóri fagnar frumkvæði tón- leikahaldaranna og segir þetta einstakt tækifæri fyrir borgar- búa að njóta tónlistar frægustu tónlistarmanna landsins í einni af útivistarperlum borgarinnar. Reykjavíkurborg ákvað að styrkja tónleikana um fjórar milljónir króna á fundi í gær. Bæði Björk og Sigur Rós hafa gert mikið til að vekja athygli á náttúruvernd. Tónleikarnir verða haldnir á tún- inu við gömlu þvottalaugarnar í Laugardal. Umfangsmesta sakamáli síðari tíma er lokið fyrir islenskum dómstólum. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Tryggvi Jónsson fær 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og Jón Ásgeir Jóhannesson þrjá mánuði. Nú fer málið út fyrir landsteinana. ' BI b B 1 i / fir J I sl . f / jfJ / / J \ ra \ ■ \ V 1 /■' ■■ i' 1 ' ■S'Y 4 'Víi •• i fSSS 1 VH Tryggvi Jónsson JÓHANN HAUKSSON bladamadur skrifar: johannhwdv.is þess hefur verið kærð til Mannrétt- indadómstóls Evrópu í Strassborg. Þar er málið í höndum nefndar sem ákvarðar hvort málið sé tækt til efnis- legrar meðferðar fyrir sjálfúm dóm- stólnum. Evrópa er næst f febrúar 2006 fengu sakborning- ar í Baugsmálinu Tyge Triert, dansk- an sérfræðing, til þess að semja lögfræðiálit vegna endurbygging- ar málsins af hálfu ríkissaksókn- ara eftir endanlega frávísun Hæsta- réttar á 32 ákæruliðum. Kannað var hvort mögulegt væri að skjóta máli sakborninga til Mannréttindadóm- stóls á grundvelii 6. greinar mann- réttindasáttmála Evrópu. Grein- in verndar rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöilum dómstóli. í niðurstöðu álitsins er talað um fjöida álitaefna þegar Baugsmálið sé skoðað í ljósi 6. greinar mannrétt- indasáttmálans. „Er það því skoðun okkar að því megi halda því ffam að ef ríkislögreglustjóri og ríkissaksókn- ari halda áfram saksókn sinni varð- andi nefnda ákæruliði (1-32) hafi þeir ekki gætt viðeigandi jafnvæg- is í mati sínu á réttindum sakborn- inga og skilvirkum framgangi rétt- | vísinnar... Ef Hæstiréttur fslands ákveður að heimila endurskoð- ^ un ákærunnar og hafna þar með þeirri afstöðu varnaraðila að slík endurskoðun fari í bága við 6. gr. ætti að íhuga málskot til Mannrétt- indómstólsins í Strassborg." Sem ljóst má vera tók Hæstirétt- ur endurbyggingu Sigurðar Tóm- ^ asar saksóknara á Baugsmál- inu til greina. Því var haldið B áfram, nú í 19 liðum, og á mL þeim grundvelli skutu sak- B borningar málinu til Mann- réttindadómstólsins. Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í Baugsmál- inu fyrir ári. Jón Asgeir Jóhannesson hlýtur því þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi, Tryggvi Jónsson tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Jón Gerald Sullenberger, upphaflegur kærandi í Baugsmálinu fyrir 6 árum, skal einnig sæta þriggja mánaða skil- orðsbundnu fangelsi. Með dómi Hæstaréttar í gær er lokið umfangsmesta sakamáli síðari ára fyrir íslenskum dómstólum. Ákæruvaldið „Þetta er staðfesting á niðurstöðu Héraðsdóms... Þessu verkefhi er iokið sem ég hef haft með höndum í tvö og hálft ár. Eftir atvikum er ákæruvald- ið sátt við niðurstöðu málsins," sagði Sigurður Tómas Magnússon saksókn- ari eftir að hann hafði hlýtt á dóm Hæstaréttar í gær. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, sagði að málið væri mikill sigur miðað við það sem lagt var upp með í upphafi. „Þetta er rýr uppskera miðað við það sem ákæruvaldið lagði upp með í stærsta sakamáli síðari tíma í íslandssög- unni." Formlega hófst Baugsmálið 28. ág- úst 2002, með húsleit í höfúðstöðvum Baugs, fyrir hartnær sex árum. Rétt- um hálfúm mánuði áður hafði Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, komið á fund Jóns H.B. Snorrasonar, sem þá var saksóknari við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Jón H.B. bar að Jón Steinar hefði haft með sér tals- vert af gögnum og óskað eftir aðT leggja fram kæru fyrir hönd Jóns‘ Geráids Sullenberger, meðal annars á hendur ákærðu Jóni Ásgeiri ogTryggva. JónGerald, semsíðarvar einnig ákærður, kom til skýrslutöku hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra að morgni sunnudagsins 25. ágúst 2002, þremur dögum fyrir hús- leitína. Tveir sakborningar voru eftir Rannsókn málsins stóð yfir sam- fellt í nær þrjú ár. Ákærur voru gefnar út í 40 liðum sumarið 2005 yfir 6 sak- borningum. Upprunalegu ákærun- um var öllum vísað ffá dómi utan átta sem Hæstiréttur dæmdi að skyldu fara aftur tii efnislegrar meðferðar Héraðsdóms Reykjavíkur. Aðeins tveir sakborninganna eru enn til meðferðar í dómskerfinu, þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarfor- maður Baugs, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri félagsins. Auk þeirra var Jón Gerald Sullenberger, upphaflegi kærandinn, ákærður sjálf- ur á síðari stígum fyrir tilhæfulausa reikninga í viðskiptum Nordica, fé- lags í hans eigu, við Baug. 25. janúar 2007 staðfesti Hæstirétt- ur sýknudóm Héraðsdóms Reykja- víkur frá 15. mars 2006. Feðginin Jó- hannes Jónsson og Kristín Jóhannesdóttír og endur- skoð- umir Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir voru þar með laus allra mála. Sigurður Tómas Magnússon, sett- ur saksóknari, endurreisti málið í 19 liðum. Sakborningunum Jóni Ásgeiri og Tryggva var gefið að sök ff járdrátt- ur, brot gegn hlutafélagalögum, bók- haldsbrot, ólögmæt lán milli skyldra félaga, og rangar tilkynningar til verð- bréfaþings. Fá skilorðsbundinn dóm í maí og júní í fyrra kvað héraðs- dómur upp dóm sinn. Jón Ásgeir var dæmdur í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir bókhalds- brot og rangar tilkynningar til verð- bréfaþings. Tryggvi hlaut 12 mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyr- ir meiriháttar bókhaldsbrot og fjár- drátt með dómi héraðsdóms 28. júm' í fyrra. Jón Gerald taldist meðsek- ur um bókhaldsbrot með útgáfu til- hæfulausra reikninga eins og áður segir. Sækjandi og verjandi skutu báðir málinu til Hæstaréttar sem nú hefur kveðið upp sinn endanlega dóm. Þótt Baugsmálinu ljúki nú fyrir ís- lenskum dómstólum er ekki þar með sagt að því sé endanlega lokið, því meðferð Vill að Björn Bjarnason seqi af s' Hreinn Loftsson, fyrrverandi stjórnarformaður Baugs, kall- ar eftir því að Haraldur Jóhann- essen ríkislögreglustjóri, Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segi af sér. „Það var hátt reitt til höggs og þetta er niðurstaðan. Hún er í engu samræmi við upphaflegar aðgerðir lögreglunnar. Þar lá að baki ásökun um tugmilljóna króna fjárdrátt sem aldrei var fótur fyrir. Þetta er áfellis- dómur yfir lögreglu og saksóknara, miðað við að þeir hafa eytt ómæld- um tíma, peningum og fyrirhöfn til að knésetja Jón Ásgeir Jóhannesson og Baug Group. Þetta hefur þeim mistekist og ég tel að Haraldur Jo- hannesen, Jón H. B. Snorrason, svo ekki sé minnst á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem varið hef- ur gjörðir þessara manna, ættu allir að segja af sér. Dómgreindin hefúr brugðist þessum mönnum illilega og íslenska þjóðin á betra skilið en slíka menn í svo ábyrgðarmiklum hlut- verkum," segir Hreinn. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í Baugs- málinu svokallaða. Þar var Jón Ás- geir Jóhannesson, fyrrverandi for- stjóri Baugs, dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoð- arforstjóri Baugs, í tólf mánaða skil- orðsbundið fangelsi og Jón Gerald Suilenberger athafnamaður í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Sakborningunum var jafnframt gert að greiða málsvarnarkostnað. „Það er ijóst að stóra Baugsmál- inu er lokið, það er mesta efnahags- brotamáli íslandssögunnar. Ríkis- valdið er búið að kosta miklu til þess að ná aðalmanninum og þriggja ára skilorðsbundið fangelsi er niður- staðan. Þetta staðfestir héraðsdóm að öllu leyti um niðurstöðuna og refsinguna," segir Jakob Möller, lög- maður Tryggva Jónssonar, um nið- urstöðu Hæstaréttar í dag. Sigurður Tómas Magnússon sak- sóknari sagði niðurstöðu Hæstarétt- ar ákveðið ánægjuefni þó sakborn- ingarnir væru eflaust ekki sáttir. „Hæstaréttardómurinn talar sínu máh með öllum þeim sönnun- arkröfum sem gerðar eru," segir Sigurður Tómas en vill að öðru leyti lítið tjá sig um niðurstöð- una þar sem hann hefur ekki farið yfir dóminn í heild sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.