Peningamál - 01.11.2009, Síða 4

Peningamál - 01.11.2009, Síða 4
P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 4 en síðast var spáð. Enn er þó gert ráð fyrir að verðbólga minnki hratt á næsta ári og að undirliggjandi verðbólga verði við verðbólgumark- miðið á seinni hluta þess árs. Litlar líkur eru taldar á annarrar umferðar verðbólguáhrifum lægra gengis. Vegna þess að verðbólgan stafar að mestu leyti af veikara gengi, en áhrif launakostnaðar verða lítil og áhrif húsnæðiskostnaður neikvæð, gæti hraðari styrking krónunnar en gert er ráð fyrir í spánni, leitt til þess að verðbólga hjaðni töluvert hraðar en spáð er. Haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist, og verðbólga hjaðnar eins og spáð er, ættu forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds fl jótlega að vera til staðar. Peningastefnunefndin mun eigi að síður gæta varúðar við ákvarðanir í peningamálum og mun aðlaga aðhald peningastefnunnar eins og nauðsynlegt er með hliðsjón af því tímabundna markmiði hennar að stuðla að gengisstöðugleika, og til að tryggja að verðbólga verði nálægt markmiði til lengri tíma litið.

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.