Peningamál - 01.11.2009, Page 13

Peningamál - 01.11.2009, Page 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 13 Ljóst er að núverandi tilhögun peningamála hentar ekki til lengri tíma litið Verðbólga hefur verið viðvarandi vandi íslenskrar efnahagsstjórnunar um áratuga skeið. Mikilvæg forsenda endurreisnar íslensks efnahags- lífs er að það takist að skapa verðbólguvæntingum nægilega trausta kjölfestu enda er langtímaverðstöðugleiki mikilvægasta framlag pen- ingastefnunnar til efnahagslegrar velsældar. Til þess að peningastefn- an veiti þessa kjölfestu þarf langtímamarkmið hennar að vera skýrt, afmarkað og trúverðugt. Núverandi fyrirkomulag lauslega skilgreinds gengismarkmiðs og fjármagnshafta getur því ekki orðið varanleg tilhögun peningamála. Hæpið er að núverandi tilhögun veiti verðbólguvæntingum næga kjölfestu til lengri tíma litið, þótt hún henti ágætlega til bráðabirgða. Fjármagnshöftin standast þar að auki illa til lengdar og valda efna- hagslegum skaða verði þeim viðhaldið til langframa. Þegar aðstæður verða eðlilegar á ný virðist nærtækast að hverfa til fljótandi gengis, með formlegt verðbólgumarkmið sem kjölfestu. Litið lengra fram á veginn gæti aðild að myntbandalagi Evrópu einnig orðið valkostur.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.