Peningamál - 01.11.2009, Side 14

Peningamál - 01.11.2009, Side 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 14 II Ytri skilyrði og útflutningur Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa batnað undanfarna mánuði þó enn ríki töluverð óvissa um framhaldið. Hrávöruverð hefur tekið við sér og verð hlutabréfa hækkað. Hins vegar gætir verðhjöðnunar víða og und- irliggjandi verðbólguþrýstingur virðist hverfandi. Milliríkjaviðskipti hafa haldið áfram að dragast saman á milli ára, en svo virðist sem botninum sé u.þ.b. náð. Forsendur fyrir útflutningsdrifnum efnahagsbata hafa því batnað. Lágt raungengi hefur aukið hagnað innlendra samkeppnis- og útflutningsfyrirtækja. Verðlag helstu útflutningsvöru lækkaði hins vegar umtalsvert á fyrri hluta ársins. Því verða viðskiptakjör mun lakari í ár að meðaltali en undanfarin ár. Þau tóku þó að batna á öðrum árs- fjórðungi og er útlit fyrir nokkurn viðskiptakjarabata á næsta ári. Efnahagshorfur batna en mikil óvissa ríkir Samdráttur í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur líklega náð botni og efnahagshorfur í heiminum hafa batnað nokkuð frá útgáfu Peningamála í ágúst sl. Nýmarkaðs- og þróunarríki, sem fóru ekki varhluta af efnahagslægðinni, leiða nú batann. Í öllum helstu við- skiptalöndum Íslands var framleiðsla á öðrum fjórðungi ársins minni en fyrir ári. Í sumum þeirra, t.d. Frakklandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Japan, jókst framleiðsla þó á milli ársfjórðunga, sem gefur til kynna að efnahagsbati sé hafinn þar, en hún dróst saman í t.d. Danmörku og Bretlandi. Í Bandaríkjunum virðist samdrætti hafa lokið sl. sumar, eftir lengsta samdráttarskeið þar í landi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinn- ar. Fyrstu tölur benda til að framleiðsla hafi aukist á þriðja ársfjórðungi. Ekki er þess að vænta að einkaneysla leiði efnahagsbatann, eins og stundum áður, enda munu áhrif aðgerða í ríkisfjármálum smám saman fjara út. Óvissa um atvinnuhorfur, aukinn einkasparnaður í kjölfar fjár- málakreppunnar og væntingar um skattahækkanir á næstu árum, til þess að fjármagna vaxandi halla á ríkissjóði, munu einnig halda aftur af vexti einkaneyslu um sinn. Endurskoðaðar spár fyrir þetta ár benda flestar til þess að sam- dráttur heimsframleiðslunnar verði minni en gert var ráð fyrir í síð- ustu Peningamálum, en að efnahagsbatinn verði hægur fyrst í stað. Samkvæmt nýjustu spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun samdráttur meðal helstu viðskiptalanda Íslands verða 3,8% á þessu ári, en búist er við 0,8% hagvexti á næsta ári. Sjóðurinn spáir því að samdráttur verði mestur í Japan, landsframleiðsla þar dragist saman um 5,4% í ár en aukist um 1,7% á næsta ári. Í Svíþjóð, Bretlandi og evrusvæðinu er spáð samdrætti á bilinu 4,2%-4,8% á þessu ári og vexti á bilinu 0,2%-1,2% á næsta ári. Hægur efnahagsbati skýrist m.a. af því að ástand fjármálamark- aða er enn ekki fyllilega komið í eðlilegt horf. Þá munu áhrif örvandi efnahagsaðgerða stjórnvalda smám saman fjara út á sama tíma og heimilin eru líkleg til þess að auka sparnað og draga úr skuldsetningu, eins og jafnan gerist í kjölfar fjármálakreppu. Eignaverð hækkar á ný … Verð hlutabréfa á heimsvísu virðist hafa náð lágmarki á fyrsta fjórð- ungi þessa árs. Síðan þá hefur það hækkað um rúmlega 30%. Þrátt Heimild: Reuters EcoWin. Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%) Mynd II-1 Hagvöxtur Magnbreyting VLF 1. ársfj. 2003 - 2. ársfj. 2009 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan -9 -8 -7 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 2009200820072006200520042003 Heimild: Global Insight. Mynd II-2 Framlag til hagvaxtar Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%) Fjárfesting Samneysla Einkaneysla Utanríkisviðskipti -9 -8 -7 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 BretlandJapanÞýskalandBandaríkin 4. ársfj. ‘08 1. ársfj. ‘09 2. ársfj. ‘09 4. ársfj. ‘08 1. ársfj. ‘09 2. ársfj. ‘09 4. ársfj. ‘08 1. ársfj. ‘09 2. ársfj. ‘09 4. ársfj. ‘08 1. ársfj. ‘09 2. ársfj. ‘09 Heimild: Consensus Forecasts. Mynd II-3 Hagvaxtarspár fyrir 2009 og 2010 Súlurnar sýna hvenær spáin er gerð Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%) Aprílspá fyrir 2009 Júlíspá fyrir 2009 Októberspá fyrir 2009 Aprílspá fyrir 2010 Júlíspá fyrir 2010 Októberspá fyrir 2010 -8 -6 -4 -2 0 2 4 BretlandJapanEvrusvæðiðBandaríkin

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.