Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 20

Peningamál - 01.11.2009, Qupperneq 20
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 20 III Fjármálaleg skilyrði Rúm lausafjárstaða bankakerfisins hefur valdið því að vextir á viðskipta- reikningum fjármálastofnana í Seðlabankanum eru nú betri mælikvarði á aðhaldsstig peningastefnunnar en hinir hefðbundnu veðlánavextir bankans. Frá því í vor hefur verið umframlausafé í fjármálakerfinu miðað við það aðhaldsstig sem stefnt var að með vaxtaákvörðunum Peningastefnunefndar. Seðlabankinn hefur brugðist við því með útgáfu innstæðubréfa til þess að stuðla að því að skammtímavextir séu í betra samræmi við vexti bankans. Gengi krónunnar hefur haldist tiltölulega stöðugt undanfarið þrátt fyrir að hlutdeild Seðlabankans í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði hafi farið lækkandi. Gengi krónunnar á aflandsmark- aði hefur einnig færst nær skráðu gengi krónunnar á innlendum mark- aði. Fjármálaleg skilyrði eru enn erfið og aðgengi að lánsfé af skornum skammti, eins og búast má við í framhaldi af fjármálaáfalli. Veðlán lítil sem engin en innstæður í Seðlabankanum töluverðar Í kjölfar bankahrunsins hefur verulega dregið úr þörf innlendra fjár- málafyrirtækja fyrir lánafyrirgreiðslu hjá Seðlabankanum. Fyrirgreiðsla Seðlabankans til fjármálafyrirtækja þ.e. veðlán og daglán náði t.d. sögu- legu hámarki í október 2008. Þá nam hún tæplega 660 ma.kr. en eru nú einungis tæplega 10 ma.kr. Á sama tíma hafa innlán fjármálastofn- ana í Seðlabankanum aukist. Tregða fjármálafyrirtækja til að lána hvert öðru olli því að bankar lögðu laust fé inn í Seðlabankann frekar en að lána það til annarra banka. Víðtækar innlánstryggingar og fáir fjárfest- ingarkostir leiddu einnig til aukinna innlána almennings í bankakerfinu, sem að endingu leiddu til uppsöfnunar á viðskiptareikningum bankanna í Seðlabankanum. Notkun seðla og myntar jókst einnig töluvert við það að almenningur kaus að halda meira lausafé en áður. Þó hefur dregið úr seðlanotkun eftir því sem aðstæður á fjármálamarkaði hafa jafnað sig. Mikil aukning innlána í Seðlabankanum og seðla og myntar í umferð gerðu það að verkum að grunnfé Seðlabankans jókst um helming í september á síðasta ári frá sama tíma árinu áður. Síðan hefur vöxturinn stöðvast og nemur grunnfé nú u.þ.b. 160 ma.kr.1 Efnahagsreikningur Seðlabankans hefur að sama skapi stækkað. Hann er nú rúmlega tvöfalt stærri en hann var í árslok 2007. Svipaða þróun má sjá í öðrum löndum. Þannig hafa t.d. efnahagsreikningar bandaríska seðlabankans og Englandsbanka rúmlega tvöfaldast og efnahagsreikningur sænska seðlabankans rúmlega þrefaldast. Þessi mikla stækkun efnahagsreikninga seðlabanka endurspeglar umfangs- miklar aðgerðir þeirra til þess að veita lausu fé til fjármálafyrirtækja eftir að millibankamarkaðir fóru úr skorðum og stuðning við mikilvæga lánamarkaði til að stuðla að skilvirkri miðlun peningastefnunnar.2 1. Í kjölfar fjármálakreppunnar breyttist samsetning efnahagsreiknings Seðlabankans einnig verulega, t.d. við það að innlendar fjármálastofnanir fóru að leggja erlendan gjaldeyri inn í Seðlabankann. Við það sköpuðust vandamál við að skilgreina hvað taldist nákvæmlega til grunnfjár Seðlabankans og þurfti í kjölfarið að endurskoða gögn um grunnfé bankans. Nú teljast einungis til grunnfjár seðlar og mynt í umferð, almennar innstæður innlánsstofnana í Seðlabankanum og innstæður þeirra vegna bindiskyldu. Er þessi skilgreining í samræmi við hagrænan skilning á grunnfé og alþjóðlega staðla. 2. Sjá t.d. Seðlabanki Evrópu (2009). „Recent developments in the balance sheets of the Eurosystem, the Federal Reserve System and the Bank of Japan“, ECB Monetary Bulletin, október 2009, bls. 81-94. Mynd III-1 Daglán og veðlán Seðlabanka Íslands Daglegar tölur 1. október 2008 - 30. október 2009 Veðlán (h. ás) Daglán (v. ás) Heimild: Seðlabanki Íslands. Ma.kr. 2008 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 200 0 55 110 165 220 275 330 385 440 495 550 OSÁJJMAMFJDNO Ma.kr. 2009 Mynd III-2 Grunnfé janúar 2005 - september 2009 Reikningar Seðlabankans Ma.kr. Seðlar og mynt Almennar innstæður Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 20092008200720062005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.