Peningamál - 01.11.2009, Side 25
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
4
25
uðum. Áhættuálag á vexti af ýmsu tagi hefur minnkað. Áhættuálag
á innlendar fjáreignir hefur einnig lækkað, en óvíst er hvort vegur
þyngra innlendar eða erlendar aðstæður. Skuldatryggingarálag á
skuldir íslenska ríkisins, sem endurspeglar kostnað fjárfesta við að
tryggja sig gegn áhættu af vanskilum á skuldum þess, hefur lækkað
töluvert að undanförnu. Það er nú komið niður fyrir 4 prósentur en var
um 5 prósentur við útgáfu Peningamála í ágúst og allt að 10 prósentur
í byrjun ársins. Skuldatryggingarálag annarra ríkja sem fóru illa út úr
alþjóðlegu fjármálakreppunni hefur einnig lækkað að undanförnu, en
lækkun skuldatryggingarálags íslenska ríkisins er nokkru meiri.
… og gengi krónunnar á aflandsmarkaði hefur færst nær skráðu
gengi
Að undanförnu hefur gengi krónunnar á aflandsmarkaði einnig færst
nær skráðu gengi krónunnar á innlendum markaði. Gengi krónunnar
á aflandsmarkaði er komið í um 200 kr. gagnvart evru, eftir að hafa
verið í kringum 220 kr. gagnvart evru lengi vel. Líklegt er að rekja
megi gengisþróun krónunnar á aflandsmarkaði til sömu þátta og skýra
þróunina á innanlandsmarkaði. Hins vegar verður að hafa í huga að til-
tölulega lítil velta er á aflandsmarkaði og því geta einstök viðskipti haft
hlutfallslega mikil áhrif. Þannig er líklegt að stórir samningar á borð við
þann þegar erlent eignastýringarfyrirtæki keypti 5,2% hlut í Marel hafi
styrkt gengi krónunnar á aflandsmarkaði. Þessu til viðbótar er ekki úti-
lokað að þættir eins og tilkynning um hert gjaldeyriseftirlit og aðgerðir
Seðlabankans til að draga lausafé af markaði hafi haft einhver áhrif.
Líklegt er að minnkandi munur á milli gengis krónunnar á inn-
lendum markaði og aflandsmarkaði hafi jákvæð áhrif á veltu og
verðmyndun á innlendum gjaldeyrismarkaði vegna þess að hvatinn
til að fara framhjá innlenda markaðnum minnkar með minni gengis-
mun. Minni munur á milli markaða gæti einnig gefið til kynna að líkur
á verulegri gengislækkun krónunnar við afnám fjármagnshafta hafi
minnkað.
Fjármálaleg skilyrði enn erfið …
Aðgengi að lánsfé er enn af skornum skammti og fjármálaleg skilyrði
heimila og fyrirtækja eru erfið, eins og jafnan í kjölfar efnahagssam-
dráttar. Bankarnir eru enn tregir til nýrra útlána vegna óvissu um
eigin stöðu, bæði hvað varðar eigin efnahagsreikning og eignarhald.
Einhverjir lífeyrissjóðir hafa jafnvel hert lántökuskilyrði. Útlánareglur
Íbúðalánasjóðs eru hins vegar enn óbreyttar, en vextir sjóðsins voru
nýlega lækkaðir úr 5,10% í 5,05%.
Framboð lánsfjár gæti þó aukist þegar endurreisn bankakerfisins
lýkur. Skilyrði til lántöku eru þó erfið, því eignaverð hefur lækkað og
veðhæfi eigna þar með minnkað. Um leið má gera ráð fyrir því að
heimili og fyrirtæki verði varfærin í nýjum lántökum í ljósi nýafstað-
inna atburða. Vilji til áhættufjárfestingar hefur því minnkað. Líklegt er
að fyrirtæki og heimili einbeiti sér að því að minnka efnahagsreikning
sinn með niðurgreiðslu skulda fremur en að ráðast í ný verkefni og
leitist við að auka sparnað. Þetta hefur verið reynslan víða um heim
í kjölfar efnahagskreppa, t.d. eftir efnahagshrunið í Japan á tíunda
áratugnum.
Mynd III-12
Innlendir gjaldeyrisreikningar1
September 2003 - september 2009
M.kr.
M.v. gengi í lok mánaðar
Á föstu gengi
1. Notuð er gengisvísitala til að festa gengið en ekki er tekið tillit
til vægi mismunandi gjaldmiðla á reikningunum.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
0
50
100
150
200
250
200920082007200620052004‘03
Punktar
Mynd III-13
Skuldatryggingarálag ríkisins
Daglegar tölur 28. mars 2007 - 3. nóvember 2009
Heimild: Bloomberg.
0
200
400
600
800
1.000
1.200
1.400
1.600
200920082007
Mynd III-14
Gengi krónu gagnvart evru
Daglegar tölur 1. janúar 2008 - 3. nóvember 2009
Kr./evra
Erlendis
Innanlands1
1. Gengi innanlands er lokagengi dagsins.
Heimild: Reuters.
2008 2009
50
100
150
200
250
300
350