Peningamál - 01.11.2009, Side 28
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
9
•
4
28
yfir langtímameðaltali (sjá mynd IV-4). Segja má að samspil hag-
stjórnar og ytri skilyrða hafa magnað upp eigna-, lánsfjár- og kaup-
máttarbólu.
Önnur Evrópulönd sem bjuggu við þjóðhagslegt ójafnvægi þegar
alþjóðlega fjármálakreppan skall á glíma einnig við verulegan samdrátt
innlendrar eftirspurnar (sjá mynd IV-5).2 Samdráttur innlendrar eft-
irspurnar hefur verið með mesta móti hér á landi og svigrúm hins
opinbera til eftirspurnarhvetjandi aðgerða hverfandi. Samdrátturinn
hefur hins vegar sérstaklega beinst að innflutningi. Það sem af er ári
hefur hann dregist saman um u.þ.b. helming frá sama tímabili í fyrra.
Stöðug erlend eftirspurn eftir íslenskum afurðum og þjónustu hefur
ennfremur varið innlend fyrirtæki. Samdráttur landsframleiðslu hefur
af þessum sökum orðið mun minni en ætla mætti út frá samdrætti
þjóðarútgjalda og ekki miklu meiri en víða erlendis þrátt fyrir að áfallið
hafi verið töluvert meira hér. Sveigjanleiki íslensks efnahagslífs hefur
því skipt sköpum við krefjandi aðstæður í þjóðarbúskapnum.
... og minni framleiðslugetu
Innlend framleiðsla hefur dregist saman í kjölfar fjármálaáfallsins og
mun dragast enn frekar saman. Framleiðslugetan hefur minnkað á
heildina litið en framleiðsla færist að hluta yfir til útflutningsgeirans,
þar sem rekstrarforsendur eru hagstæðari og fjárfestingarkostir fleiri.
Viðbúið er að samdráttur framleiðslugetu vari lengur en aðlögun
eftirspurnar og atvinnuleysi haldist því mikið um árabil. Umfang og
eðli erlendrar fjárfestingar og lánsfjárveitinga munu hafa áhrif á hve
mikið eftirspurn og framleiðsla dregst saman. Þurfi innlendur sparn-
aður að standa undir fjármögnun framkvæmda að miklu leyti verður
efnahagsbatinn hægari.
Þrótturinn í efnahagslífinu hefur engu að síður komið á óvart ...
Endurskoðaðir þjóðhagsreikningar fyrir árið 2008 og fyrsta fjórðung
í ár auk fyrstu bráðabirgðatalna fyrir annan fjórðung voru birtir 4.
september sl. Samkvæmt endurskoðuðum tölum var hagvöxtur 1,3%
í fyrra, sem er 1 prósentu meiri vöxtur en bráðabirgðatölur frá því í
mars gáfu til kynna. Meiri vöxtur skýrist einkum af meiri samneyslu og
fjárfestingu auk þess sem framlag utanríkisviðskipta var jákvæðara en
marsáætlunin gerði ráð fyrir. Endurskoðaðar hagvaxtartölur eru hins
vegar u.þ.b. í samræmi við spár Seðlabankans, sem birtust á árinu
2008 og í janúar 2009, um 1-2% hagvöxt á árinu 2008.
Landsframleiðsla dróst saman um 5,5% á fyrstu sex mánuðum
þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Það er liðlega 1 prósentu
minni samdráttur en gert var ráð fyrir í ágústspá Seðlabankans sem
skýrist einkum af minni samdrætti einkaneyslu og útflutnings.
... einkaneysla hefur dregist minna saman og virðist ætla að
sækja fyrr í sig veðrið en áætlað var ...
Samdráttur einkaneyslu hófst í ársbyrjun í fyrra þegar alþjóðlega fjár-
málakreppan dýpkaði, framboð lánsfjár skertist verulega, gengi krón-
2. Sjá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2009). „Country and regional perspectives“, 2. kafli í
World Economic Outlook, október 2009, bls. 67-91.
1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Skyggðu svæðin sýna tímabil þar
sem framleiðsluslaki er fyrir hendi skv. mati Seðlabankans.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Prósentur
Mynd IV-4
Hlutfall þjóðarútgjalda og innflutnings
af landsframleiðslu og raungengi 2000-20121
Frávik frá meðaltali 1970-2007
Þjóðarútgjöld (v. ás)
Raungengi (h. ás)
Innflutningur (v. ás)
-20
-16
-12
-8
-4
0
4
8
12
16
-50
-40
-30
-20
-10
0
10
20
30
40
‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
%
Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.
Magnbreyting þjóðarútgjalda frá fyrra ári (%)
Mynd IV-5
Samdráttur innlendrar eftirspurnar í ár
og viðskiptajöfnuður á árinu 2007
Iðnríki Evrópu
Nýmarkaðsríki í Evrópu
Viðskiptajöfnuður árið 2007, % af VLF
ÍSLAND
ÍrlandBúlgaría
Lettland Litháen
-30
-25
-20
-15
-10
5
0
5
-35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20
Mynd IV-6
Ársfjórðungsleg breyting árstíðarleiðréttrar
einkaneyslu
1. ársfj. 2002 - 2. ársfj. 2009
Heimild: Hagstofa Íslands.
%
-14
-12
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
20092008200720062005200420032002