Peningamál - 01.11.2009, Page 30

Peningamál - 01.11.2009, Page 30
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 30 áhrif viðbótarlífeyrissparnaðar skýra því að miklu leyti minni samdrátt einkaneyslu á þessu ári og meiri einkaneyslu á spátímabilinu en spáð var í ágúst. Hlutur einkaneyslu í landsframleiðslu mun engu að síður haldast undir sögulegu meðaltali út spátímabilið Samkvæmt grunnspánni dregst einkaneysla saman um 4% á næsta ári, eykst um tæplega 2% árið 2011 og 4½% árið 2012. Eins og áður segir eru þetta nokkru bjartari horfur en í fyrri spám. Eigi að síður helst hlutdeild einkaneyslu í landsframleiðslu langt undir sögulegu meðaltali allt spátímabilið. Líklegt er að sparnaður aukist þegar heimilin leitast við að styrkja efnahag sinn á nýjan leik. Óvíst er þó hversu sterk þessi tilhneiging verður. Hugsanlega mun það taka heimilin lengri tíma að rétta við fjárhag sinn en spáð er. Ljóst er að atvinnuþróun mun hafa mikil áhrif á einkaneyslu og batinn gæti reynst hægari minnki atvinnuleysi hægar eftir að það nær hámarki. Erlend fjárfesting getur haft veruleg áhrif á einkaneyslu eins og á fyrri samdráttarskeiðum, m.a. vegna áhrifa á atvinnuþróun og væntingar neytenda. Minni samdráttur samneyslu og opinberrar fjárfestingar en í síðustu spá Eins og nánar er fjallað um í kafla V hafa stjórnvöld gripið til víðtækra ráðstafana til að draga úr hallarekstri og tryggja sjálfbærni opinberra fjármála. Hvorki ríki né sveitarfélög eru í aðstöðu til að grípa til eftir- spurnarhvetjandi aðgerða með aukinni samneyslu og opinberri fjár- festingu. Í grunnspánni er gert ráð fyrir nokkrum samdrætti samneyslu og fjárfestingar hins opinbera út spátímabilið, en minni en spáð var í ágúst. Samkvæmt spánni mun samdráttur samneyslu nema liðlega 1% á þessu ári og tæpum 4% á næsta ári, sem er 2 prósentum minni samdráttur en gert var ráð fyrir á næsta ári í síðustu spá. Samdráttur ársins 2011 er hins vegar minni. Íbúðafjárfesting og íbúðaverð eru í langvarandi lægð ... Heimilin vörðu verulegum hluta tekna sinna og lánsfjár til íbúðafjár- festingar í góðærinu. Svipuð þróun átti sér stað víða erlendis. Hér á landi jókst íbúðafjárfesting um tæp 75% og íbúðaverð tvöfaldaðist að nafnvirði á milli áranna 2002 og 2007. Niðurstaðan varð sú sama og víða annars staðar: offramboð húsnæðis og óhjákvæmileg lækkun íbúðaverðs. Í júní sl. voru liðlega 3.600 íbúðir í byggingu á höfuð- borgarsvæðinu á ýmsu byggingarstigi, allt frá því að jarðvinna var hafin og til nær fullbúinna íbúða. Auk þess höfðu rúmlega 4.300 lóðir verið útbúnar til viðbótar með meðfylgjandi fjárfestingu sveitarfélaga í grunnkerfum þeirra svæða.5 Því er ljóst að offramboð óseldra íbúða og ónýttra lóða mun halda aftur af íbúðafjárfestingu um þó nokk- urt skeið. Framboð lánsfjár til íbúðafjárfestingar verður sömuleiðis af skornum skammti og eftirspurnin veikburða. Heimili eru líkleg til að 5. VSÓ Ráðgjöf (2009). „Byggingavaktin – Framboð í byggingu á höfuðborgarsvæðinu“, júní 2009. Heimildir: Seðlabanki Chíle, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-10 Umfang útgreiðslu séreignalífeyrissparnaðar fyrir skatt og sérstakra aðgerða ýmissa ríkja vegna kreppunnar 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 Br as ilí a In dl an d Fr ak kl an d In dó ne sí a Ís la nd Br et la nd A rg en tín a M ex ík ó Þý sk al an d Su ðu r- A fr ík a K an ad a Ba nd ar ík in Á st ra lía Ja pa n C hí le K ín a Sá dí -A ra bí a Su ðu r- K ór ea R ús sl an d Mynd IV-11 Þróun einkaneyslu og ráðstöfunartekna 1991-20121 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Einkaneysla Ráðstöfunartekjur -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 ´11´09´07´05´03´01´99´97´95´93´91 Mynd III-12 Innlendir gjaldeyrisreikningar1 September 2003 - september 2009 M.kr. M.v. gengi í lok mánaðar Á föstu gengi 1. Notuð er gengisvísitala til að festa gengið en ekki er tekið tillit til vægi mismunandi gjaldmiðla á reikningunum. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 50 100 150 200 250 200920082007200620052004‘03

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.