Peningamál - 01.11.2009, Síða 35

Peningamál - 01.11.2009, Síða 35
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 35 V Fjármál hins opinbera Vöxtur samneyslu á fyrri helmingi árs var töluvert meiri en Seðlabankinn spáði í ágúst. Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár gerir ráð fyrir aðlögun opinberra fjármála að miklum samdrætti skattstofna og stórauknum skuldum ríkissjóðs. Aðgerðirnar miða að því að ná hratt fram afgangi á frumjöfnuði til að stöðva skuldasöfnunina og tryggja þannig sjálfbærni opinberra fjármála til lengri tíma. Aðhaldsaðgerðirnar eru heldur meiri en gert var ráð fyrir í síðustu spá Peningamála og munar þar mestu um hækkun beinna skatta. Gangi áætlanir stjórnvalda eftir mun afkoma hins opinbera batna mikið á spátímabilinu og skuldir ná hámarki á næsta ári en taka síðan að lækka aftur. Útgjöld hafa ítrekað farið fram úr áætlunum Stjórnvöldum hefur reynst erfitt að halda aftur af útgjöldum und- anfarin ár og á það einnig við í ár. Samkvæmt fjárlögum þessa árs áttu útgjöld ríkissjóðs að vera 556 ma.kr. en nú er áætlað að þau verði um 6% meiri eða 589 ma.kr. Sú ríkisstjórn sem sat við völd árið 2004 setti sér fjármálareglu um að vöxtur samneyslunnar mætti ekki vera meiri en 2% að magni til á ári. Framkvæmd þessarar reglu gekk illa og hefur vöxtur samneyslunnar jafnan verið vel yfir því sem reglan kvað á um. Samneyslan meiri en búist var við Samneysla hefur vaxið um 0,4% að magni til samkvæmt fyrstu tölum Hagstofu Íslands fyrir fyrri helming þessa árs. Þetta er töluvert meiri vöxtur en Seðlabankinn spáði í ágúst, þegar gert var ráð fyrir 2,3% samdrætti á árinu. Í spánni sem hér er birt er gert ráð fyrir 1,2% sam- drætti samneyslu milli ára. Í henni hefur verið tekið tillit til þess að fjár- málaráðuneytið hefur brugðist við verri afkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Aðhald var aukið með sértækum aðgerðum upp á 22 ma.kr. þar sem um 40% eiga að fást með niðurskurði útgjalda en afgangurinn með auknum tekjum. Aðhaldsaðgerðir meiri en gert var ráð fyrir Fjárlagafrumvarp ársins 2010 ber það með sér að vaxtakostnaður af miklum skuldum ríkissjóðs ryður burt útgjöldum til annarra málaflokka. Niðurskurður hefðbundinna útgjalda er mikill. Einnig eru skattahækk- anir boðaðar í frumvarpinu. Umfang aðhaldsaðgerðanna er 30 ma.kr. meiri en gert var ráð fyrir í þeirri spá sem birtist í síðustu Peningamálum. Samkvæmt efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sl. vor var talið nauðsynlegt að grípa til 56 ma.kr. aðhaldsaðgerða. Seðlabankinn taldi það ekki nægjanlegt til að ná tilætluðum bata á frumjöfnuði. Því var gert ráð fyrir 90 ma.kr. aðhaldsaðgerðum í síðustu spá. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár nema aðhaldsaðgerðir 120 ma.kr. og tekur spáin nú mið af því. Afgangi á frum- og heildarjöfnuði náð ári fyrr Á tekjuhlið er hækkun beinna skatta í fyrirliggjandi spá meiri en gert var ráð fyrir í síðustu spá en áætluð hækkun óbeinna skatta breyt- ist minna. Markmið efnahagsáætlunarinnar er að ná fram afgangi á frumjöfnuði árið 2011 og á heildarjöfnuði 2013. Erfitt er að leggja mat Opinber fjárfesting (h. ás) Samneysla (v. ás) Mynd V-1 Hlutfall samneyslu og opinberrar fjárfestingar af landsframleiðslu1 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 20 21 22 23 24 25 26 27 28 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 ‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Mynd V-2 Samneysla hins opinbera Á föstu verðlagi, 2000-20121 Ma.kr. 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 150 160 170 180 190 200 210 220 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Mynd V-3 Fjárfesting hins opinbera Á föstu verðlagi 1998-20121 Ma.kr. 1. Grunnspá Seðlabankans 2009-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 10 15 20 25 30 35 40 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.