Peningamál - 01.11.2009, Síða 41

Peningamál - 01.11.2009, Síða 41
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 9 • 4 41 ríkisborgarar. Það er töluvert meira hreint útflæði fólks í kjölfar efna- hagssamdráttar hér á landi en í fyrri efnahagskreppum, enda sam- dráttur efnahagslífsins töluvert meiri.3 Brottflutningur það sem af er ári hefur því verið töluvert meiri en fyrri rannsóknir benda til, jafnvel þótt einungis sé horft til brottfluttra Íslendinga. Án hans má ætla að atvinnuleysi væri um 1½ prósentu meira en ella. Fleiri fyrirtæki lækka laun Þótt niðurstöður Vinnumarkaðskönnunarinnar og tölur um búferla- flutninga bendi til þess að fólk sem hefur misst vinnuna hafi horfið af vinnumarkaði í meira mæli eftir því sem samdrátturinn hefur ágerst, er atvinnuleysi það mikið að þrýstingur til lækkunar launa ætti að vera áfram til staðar. Samkvæmt könnun SA hefur um fjórðungur fyr- irtækja gripið til launalækkana á árinu til þess að tryggja áframhald- andi rekstur, en um 18% höfðu gert það í könnuninni í febrúar. Þó gæti góð afkoma útflutningsatvinnugreinanna þrýst launum þar upp, einkum í ljósi þess hversu mörg þessara fyrirtækja telja sig búa við skort á vinnuafli eins og áður hefur komið fram. Vísbendingu um þetta mátti sjá á vormánuðum þegar sjávarútvegsfyrirtæki flýttu samningsbundnum launahækkunum. Samningsbundnar launahækkanir vega upp launalækkanir Nafnlaun, eins og þau eru mæld út frá launavísitölu Hagstofu Íslands, virðast þó ekki hafa breyst til samræmis við niðurstöður könnunar SA. Lækkun nafnlauna er þó líklega meiri en opinberar tölur gefa til kynna. Launavísitalan mælir aðeins breytingar á föst- um launum hjá þeim sem gegna sömu stöðu innan sama fyrirtækis. Hún sýnir því ekki fyllilega áhrifin af því að skipta um starf, innan fyrirtækis eða milli fyrirtækja, sem í niðursveiflu felur oft í sér að starfsfólk sættir sig við lægri laun. Einnig hefur áhersla á hækkun lægstu launa í kjarasamning- unum árið 2008 haft í för með sér að laun í fjölmennum atvinnu- greinum þar sem vægi láglaunahópa er mikið, eins og í iðnaði og verslun, hafa hækkað umfram þær lækkanir sem fyrirtæki hafa gripið til. Frá þriðja ársfjórðungi 2008 til annars fjórðungs þessa árs hækkuðu nafnlaun í iðnaði um 2,5% og laun í verslun um 0,3%. Í greinum sem hafa orðið illa úti vegna kreppunnar, eins og í bygg- ingariðnaði og fjármálaþjónustu, lækkuðu nafnlaun hins vegar á sama tíma um 2,6% og 2,2%. Við endurskoðun kjarasamninga í júní sl. var enn meiri áhersla lögð á hækkun lægstu launa. Hafði það í för með sér að launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 0,7% á þriðja ársfjórðungi frá fjórðungnum á undan. Þar sem samningar hafa nú verið framlengdir til nóvember- loka á næsta ári má gera ráð fyrir að umsamdar launahækk- anir muni áfram vega salt við launalækkanir í einstaka fyrirtækjum. Kaupmáttur launavísitölu hefur dregist saman um 12% frá því að hann hóf að dragast saman í upphafi árs 2008. Í september nam 3. Sjá Arnór Sighvatsson, Már Guðmundsson og Þórarinn G. Pétursson (2001), ,,Val á hag- kvæmustu gengisstefnu fyrir Ísland”, Fjármálatíðindi, og Axel Hall, Gylfi Magnússon, Gylfi Zoega, Sigurður Ingólfsson, Sveinn Agnarsson og Tryggvi Þ. Herbersson (1999), ,,EMU and the Icelandic labour market”, Seðlabanki íslands, Working Papers, nr. 3. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-8 Launabreytingar eftir atvinnugreinum 3. ársfj. 2008 - 2. ársfj. 2009 % -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 Fj ár m ál aþ jó nu st a, lí fe yr is sj óð ir og v át ry gg in ga r Sa m gö ng ur o g flu tn in ga r V er sl un o g ým is v ið ge rð ar þj ón us ta By gg in ga - st ar fs em i o g m an nv irk ja ge rð Ið na ðu r A lls

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.